Audi flýtir komu nýrra jeppa og jepplinga Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2017 10:30 Audi Q8 jeppinn á sýningarpöllunum í Genf á dögunum. Í herbúðum Audi er sú trú að innan fárra ára verði sala jeppa og jepplinga fyrirtækisns orðinn helmingur af heildarsölunni. Sívaxandi vinsældir þeirra um allan heim nú eflir þá trú og til að bregðast við því ætlar Audi að auka mjög við úrvalið í þesskonar bílum og flýta komu þeirra umfram fólksbíla. Audi stefnir að því að eftir aðeins tvö ár verði úrval jeppa og jepplinga komin í 7 gerðir frá 4 nú. Jeppar og jepplingar eru nú um þriðjungur sölu Audi, en 40% sölunnar í Kína og 47% sölunnar í Bandaríkjunum. Á næsta ári mun Q8 flaggskipið í þessum flokki líta dagsljósið. Einnig mun á næsta ári koma fram hreinræktaður rafmagnsjepplingur og á eftir honum Q4 jepplingur, en hann mun fá heilmikil útlitseinkenni frá TT Offroad tilraunabílnum. Audi hefur nýverið kynnt nýja kynslóð Q5 jepplingsins og ný kynslóð Q3 kemur á næsta ári. Á síðasta ári kynnti Audi glænýjan smáan Q2 jeppling.Seldu 622.000 jeppa og jepplinga í fyrra Í fyrra seldi Audi 622.000 jeppa og jepplinga og nam sala Q5 jepplingsins 279.000 af þeim og var hann þeirra söluhæstur. Sala jeppa og jepplinga Audi hefur risið hratt á síðustu árum. Hún var aðeins 6% árið 2006, 18% árið 2011 og 33% í fyrra og stefnir í 50% á næstu árum að sögn þeirra Audi manna. Mercedes Benz býður nú meira úrval af jeppum og jepplingum en Audi, alls 7 gerðir og BMW er með 5 gerðir. BMW vinnur að komu X7 flaggskips, sem og X2 jepplings. Það er því ekki nema von að Audi slái nú í hestinn hvað fjölgun bílgerða í flokknum varðar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent
Í herbúðum Audi er sú trú að innan fárra ára verði sala jeppa og jepplinga fyrirtækisns orðinn helmingur af heildarsölunni. Sívaxandi vinsældir þeirra um allan heim nú eflir þá trú og til að bregðast við því ætlar Audi að auka mjög við úrvalið í þesskonar bílum og flýta komu þeirra umfram fólksbíla. Audi stefnir að því að eftir aðeins tvö ár verði úrval jeppa og jepplinga komin í 7 gerðir frá 4 nú. Jeppar og jepplingar eru nú um þriðjungur sölu Audi, en 40% sölunnar í Kína og 47% sölunnar í Bandaríkjunum. Á næsta ári mun Q8 flaggskipið í þessum flokki líta dagsljósið. Einnig mun á næsta ári koma fram hreinræktaður rafmagnsjepplingur og á eftir honum Q4 jepplingur, en hann mun fá heilmikil útlitseinkenni frá TT Offroad tilraunabílnum. Audi hefur nýverið kynnt nýja kynslóð Q5 jepplingsins og ný kynslóð Q3 kemur á næsta ári. Á síðasta ári kynnti Audi glænýjan smáan Q2 jeppling.Seldu 622.000 jeppa og jepplinga í fyrra Í fyrra seldi Audi 622.000 jeppa og jepplinga og nam sala Q5 jepplingsins 279.000 af þeim og var hann þeirra söluhæstur. Sala jeppa og jepplinga Audi hefur risið hratt á síðustu árum. Hún var aðeins 6% árið 2006, 18% árið 2011 og 33% í fyrra og stefnir í 50% á næstu árum að sögn þeirra Audi manna. Mercedes Benz býður nú meira úrval af jeppum og jepplingum en Audi, alls 7 gerðir og BMW er með 5 gerðir. BMW vinnur að komu X7 flaggskips, sem og X2 jepplings. Það er því ekki nema von að Audi slái nú í hestinn hvað fjölgun bílgerða í flokknum varðar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent