Hvað er eiginlega málið með unglingaþættina Skam? Guðný Hrönn skrifar 31. mars 2017 10:30 Sigrún Einarsdóttir, Anne Duholm Jocobsen og Sigurður Ólafsson hjá Norræna húsinu eru miklir aðdáendur Skam. Unglingaþátturinn Skam hafa slegið í gegn síðan fyrsta serían kom út árið 2015 og í tilefni þess verður fjögurra daga Skam-hátíð haldin í Norræna húsinu. Í dag verður hátíðin tileinkuð eldri aðdáendum þáttanna með pallborðsumræðum og almennri gleði. „Vinsældir þáttanna eru svo miklar og það er erfitt að útskýra hvers vegna þetta nær svona gríðarlegu áhorfi hjá fólki á öllum aldri. Það er einmitt þetta sem við ætlum að ræða og kryfja á viðburðinum, af hverju erum við svona miklir Skam-aðdáendur og hvað er eiginlega málið?“ segir Sigrún Einarsdóttir, einn skipuleggjandi fjögurra daga Skam-hátíðar Norræna hússins sem ber heitið Hvað er málið með Skam eiginlega! Skam-hátíðin hófst í gær með viðburði fyrir yngri aðdáendur þáttanna. En frá klukkan 17.00 í dag verður Happy hour í Norræna húsinu og viðburður fyrir eldri áhorfendahóp. Þar koma fram Skam-sérfræðingar og þættirnir verða krufnir til mergjar. Sigrún er sjálf mikill aðdáandi Skam sem eru norskir unglingaþættir sem hafa slegið í gegn víða. „Ég hlakka mikið til að 4. þáttaröð fari í loftið. Ég vona að Sana verði aðalhetjan, en það hefur enn ekki verið gert opinbert hver það verður. Núna er keppni í Norræna húsinu þar sem fólk leggur inn sitt svar, svo verður dregið úr réttum svörum,“ segir Sigrún sem lofar flottum og „mjög norskum“ verðlaunum í boði Norræna hússins og norska sendiráðsins. En hvað er svona heillandi við þessa þætti? „Það sem gerir það að verkum að ég varð svona hrifin af þáttunum er að efnið er einfalt; líf táninga í menntaskóla í Ósló, en á sama tíma er tekið á stórum samfélagslegum málefnum og það er gert á svo heiðarlegan og blátt áfram hátt. Ástin, einmanaleiki, geðsjúkdómar, trúarbrögð, steríótýpur, samkynhneigð, átraskanir og kynferðisofbeldi kemur fyrir. Það er í raun fátt sem er ekki tvinnað inn í söguþráðinn og það er einfaldlega gert svo vel að það nær til fólks. Þessi málefni snerta alla, unga sem aldna. Svo auðvitað er þetta vel leikið, leikstýrt og ekki minnst frá markaðsfræðilegu horni þá gera þau hlutina mjög vel, t.d. samfélagsmiðlar eru notaðir á alveg frábæran hátt,“ útskýrir Sigrún.Ræða þættina út frá ýmsum sjónarhornum „Í pallborðinu hjá okkur höfum við sett saman hóp sem getur rætt þáttaraðirnar út frá mismunandi sjónarhornum,“ segir Sigrún um hópinn sem kemur fram í dag. Það eru þau Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, Anna Gyða Sigurgísladóttir, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsgagnrýnir, Nína Richter dagskrárgerðarmaður, Stella Soffía Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri útgáfu hjá Forlaginu, og Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar. „Óskar Steinn hefur t.d. búið í Noregi í fjölda ára og gekk í norskan menntaskóla og getur þá rætt það út frá því sjónarhorni. Anna Sigríður talar svo um að þættirnir hafi haft mikil jákvæð áhrif á tungumálaáhuga yngri kynslóðarinnar á norsku og norrænum tungumálum.“ Um helgina verða fyrstu þrjár þáttaraðir Skam sýndar í Norræna húsinu. Sigrún segir notalega stemningu verða í fyrirrúmi. „Fólk getur bara komið til okkar og haft það notalegt og séð eins mikið Skam og það vill. Hinn dásamlegi Aalto Bistro verður að sjálfsögðu opinn og fólk getur verið með mat og drykki á meðan það „koser seg“ í salnum yfir Skam.“ Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Unglingaþátturinn Skam hafa slegið í gegn síðan fyrsta serían kom út árið 2015 og í tilefni þess verður fjögurra daga Skam-hátíð haldin í Norræna húsinu. Í dag verður hátíðin tileinkuð eldri aðdáendum þáttanna með pallborðsumræðum og almennri gleði. „Vinsældir þáttanna eru svo miklar og það er erfitt að útskýra hvers vegna þetta nær svona gríðarlegu áhorfi hjá fólki á öllum aldri. Það er einmitt þetta sem við ætlum að ræða og kryfja á viðburðinum, af hverju erum við svona miklir Skam-aðdáendur og hvað er eiginlega málið?“ segir Sigrún Einarsdóttir, einn skipuleggjandi fjögurra daga Skam-hátíðar Norræna hússins sem ber heitið Hvað er málið með Skam eiginlega! Skam-hátíðin hófst í gær með viðburði fyrir yngri aðdáendur þáttanna. En frá klukkan 17.00 í dag verður Happy hour í Norræna húsinu og viðburður fyrir eldri áhorfendahóp. Þar koma fram Skam-sérfræðingar og þættirnir verða krufnir til mergjar. Sigrún er sjálf mikill aðdáandi Skam sem eru norskir unglingaþættir sem hafa slegið í gegn víða. „Ég hlakka mikið til að 4. þáttaröð fari í loftið. Ég vona að Sana verði aðalhetjan, en það hefur enn ekki verið gert opinbert hver það verður. Núna er keppni í Norræna húsinu þar sem fólk leggur inn sitt svar, svo verður dregið úr réttum svörum,“ segir Sigrún sem lofar flottum og „mjög norskum“ verðlaunum í boði Norræna hússins og norska sendiráðsins. En hvað er svona heillandi við þessa þætti? „Það sem gerir það að verkum að ég varð svona hrifin af þáttunum er að efnið er einfalt; líf táninga í menntaskóla í Ósló, en á sama tíma er tekið á stórum samfélagslegum málefnum og það er gert á svo heiðarlegan og blátt áfram hátt. Ástin, einmanaleiki, geðsjúkdómar, trúarbrögð, steríótýpur, samkynhneigð, átraskanir og kynferðisofbeldi kemur fyrir. Það er í raun fátt sem er ekki tvinnað inn í söguþráðinn og það er einfaldlega gert svo vel að það nær til fólks. Þessi málefni snerta alla, unga sem aldna. Svo auðvitað er þetta vel leikið, leikstýrt og ekki minnst frá markaðsfræðilegu horni þá gera þau hlutina mjög vel, t.d. samfélagsmiðlar eru notaðir á alveg frábæran hátt,“ útskýrir Sigrún.Ræða þættina út frá ýmsum sjónarhornum „Í pallborðinu hjá okkur höfum við sett saman hóp sem getur rætt þáttaraðirnar út frá mismunandi sjónarhornum,“ segir Sigrún um hópinn sem kemur fram í dag. Það eru þau Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, Anna Gyða Sigurgísladóttir, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsgagnrýnir, Nína Richter dagskrárgerðarmaður, Stella Soffía Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri útgáfu hjá Forlaginu, og Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar. „Óskar Steinn hefur t.d. búið í Noregi í fjölda ára og gekk í norskan menntaskóla og getur þá rætt það út frá því sjónarhorni. Anna Sigríður talar svo um að þættirnir hafi haft mikil jákvæð áhrif á tungumálaáhuga yngri kynslóðarinnar á norsku og norrænum tungumálum.“ Um helgina verða fyrstu þrjár þáttaraðir Skam sýndar í Norræna húsinu. Sigrún segir notalega stemningu verða í fyrirrúmi. „Fólk getur bara komið til okkar og haft það notalegt og séð eins mikið Skam og það vill. Hinn dásamlegi Aalto Bistro verður að sjálfsögðu opinn og fólk getur verið með mat og drykki á meðan það „koser seg“ í salnum yfir Skam.“
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira