Nýr og breyttur Land Rover Discovery kynntur hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2017 09:01 Land Rover Discovery kemur nú af talsvert breyttri gerð. BL kynnir á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16 nýjan Land Rover Discovery sem er hæfari og öflugri en nokkru sinni fyrr. Nýr Discovery er nú í fyrsta sinn með yfirbyggingu úr áli sem gerir hann 490 kg léttari en eldri gerð. Hæfni við erfiðar aðstæður hefur verið aukin með endurbættu Terrain Response drifkerfi og loftpúðafjöðrun sem gerir ökumanni kleift að hækka bílinn upp og ná allt að 28,3 cm veghæð og 90 cm vaðhæð sem er alger sérstaða í þessum flokki bíla. Nýr Disvovery er einn öflugasti og glæsilegasti jeppinn frá Land Rover til þessa og er jafnframt búinn meiri búnaði og þægindum en fyrri kynslóð. Sumir segja að á því sviði sé hann farinn að standa nokkuð upp í hárinu á Range Rover. Ytra útlit er í samræmi við nýja kynslóð bíla Land Rover sem einkennast að ávölum en ögrandi línum. Í Discovery er nú einnig boðið upp á nýja þriggja lítra SDV6 dísilvél sem er bæði öflugri og sparneytnari en fyrri vél og eyðir hún frá aðeins 7,2 lítrum á hundraði í blönduðum akstri. Hátt og lágt drif er staðalbúnaður í SDV4 og TDV6 gerðunum. Auk ríkulegs staðalbúnaðar er hægt að fá sæti fyrir 7 manns. Innréttingin hefur verið endurhönnuð frá grunni og er í algerum sérflokki hvað varðar útlit og áferð. Nýr Discovery kostar frá 9.190 þúsundum króna sem er afar hagstætt miðað við stærð og búnað bílsins. Í þeirri útfærslu er Discovery sjálfskiptur með 2,0 lítra Td4 180 hestafla Ingenium-dísilvél með um 10 sekúndna hröðun í 100/km klst. Vélin eyðir aðeins frá 6,2 lítrum að meðaltali. BL býður Discovery í fjölmörgum útgáfum í samræmi við val kaupenda. Þar á meðal er Discovery HSE Luxury sem er með 3ja lítra 258 hestafla dísilvél. Í þeirri útfærslu kostar bíllinn 13.590 þúsundir króna. Allar gerðir Disvovery eru búnar mjög miklum staðal- og þægindabúnaði eins og hægt er að kynna sér á heimasíðu BL. Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent
BL kynnir á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16 nýjan Land Rover Discovery sem er hæfari og öflugri en nokkru sinni fyrr. Nýr Discovery er nú í fyrsta sinn með yfirbyggingu úr áli sem gerir hann 490 kg léttari en eldri gerð. Hæfni við erfiðar aðstæður hefur verið aukin með endurbættu Terrain Response drifkerfi og loftpúðafjöðrun sem gerir ökumanni kleift að hækka bílinn upp og ná allt að 28,3 cm veghæð og 90 cm vaðhæð sem er alger sérstaða í þessum flokki bíla. Nýr Disvovery er einn öflugasti og glæsilegasti jeppinn frá Land Rover til þessa og er jafnframt búinn meiri búnaði og þægindum en fyrri kynslóð. Sumir segja að á því sviði sé hann farinn að standa nokkuð upp í hárinu á Range Rover. Ytra útlit er í samræmi við nýja kynslóð bíla Land Rover sem einkennast að ávölum en ögrandi línum. Í Discovery er nú einnig boðið upp á nýja þriggja lítra SDV6 dísilvél sem er bæði öflugri og sparneytnari en fyrri vél og eyðir hún frá aðeins 7,2 lítrum á hundraði í blönduðum akstri. Hátt og lágt drif er staðalbúnaður í SDV4 og TDV6 gerðunum. Auk ríkulegs staðalbúnaðar er hægt að fá sæti fyrir 7 manns. Innréttingin hefur verið endurhönnuð frá grunni og er í algerum sérflokki hvað varðar útlit og áferð. Nýr Discovery kostar frá 9.190 þúsundum króna sem er afar hagstætt miðað við stærð og búnað bílsins. Í þeirri útfærslu er Discovery sjálfskiptur með 2,0 lítra Td4 180 hestafla Ingenium-dísilvél með um 10 sekúndna hröðun í 100/km klst. Vélin eyðir aðeins frá 6,2 lítrum að meðaltali. BL býður Discovery í fjölmörgum útgáfum í samræmi við val kaupenda. Þar á meðal er Discovery HSE Luxury sem er með 3ja lítra 258 hestafla dísilvél. Í þeirri útfærslu kostar bíllinn 13.590 þúsundir króna. Allar gerðir Disvovery eru búnar mjög miklum staðal- og þægindabúnaði eins og hægt er að kynna sér á heimasíðu BL.
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent