Vanda til verka Hörður Ægisson skrifar 31. mars 2017 06:00 Við fall fjármálakerfisins fékk Seðlabanki Íslands í fangið eignir upp á hundruð milljarða. Þar munaði mest um kröfur á hendur slitabúum gömlu bankanna. Bankinn hefur unnið að því á undanförnum árum að koma þeim eignum í verð og undir lok síðasta árs var búið að losa um eignir fyrir nærri 500 milljarða. Sú eignasala hefur að stórum hluta heppnast vel og endurheimtur verið umfram væntingar. Ein verðmætasta eign Seðlabankans var sex prósenta hlutur í Kaupþingi en eftir nauðasamninga var bankinn fjórði stærsti hluthafi félagsins. Seðlabankinn ætlaði sér ekki að halda á þeim hlut út líftíma Kaupþings og í nóvember voru bréfin seld fyrir nítján milljarða til vogunarsjóða. Salan, sem er líklega ein stærsta einstaka eignasala stjórnvalda eftir fjármálaáfallið, vekur spurningar um hvernig að henni hafi verið staðið í ljósi tíðinda af nýlegu samkomulagi Deutsche Bank og Kaupþings.Upplýst var um það í Markaðnum í vikunni að gengi bréfa Kaupþings á eftirmarkaði hefði rokið upp um liðlega 30 prósent þegar tilkynnt var í lok janúar að þýski bankinn hefði samþykkt að ljúka ágreiningsmáli við Kaupþing með 50 milljarða eingreiðslu. Sá hlutur sem Seðlabankinn hafði selt um tveimur mánuðum áður hækkaði því um leið í virði um fjóra til sex milljarða enda ljóst að endurheimtur hluthafa Kaupþings verða umtalsvert meiri en áður var áætlað. Kaupendur að hlut bankans, sem hafa hagnast stórkostlega á þeim viðskiptum á skömmum tíma, voru sömu sjóðir og eru nú komnir í eigendahóp Arion banka. Seðlabankinn segist ekki hafa haft upplýsingar á þessum tíma um viðræður Kaupþings og Deutsche Bank og að slík niðurstaða væri í burðarliðnum. Hér hefur augljóslega ekki verið nægjanlega vandað til verka þegar litið er til þeirra gríðarmiklu verðmæta sem Seðlabankinn var með í höndunum. Heildareignir Kaupþings námu ríflega 400 milljörðum í árslok 2016. Vitað var að óvissa um endanlegar heimtur hluthafa lutu einkum að tilteknu eignasafni – svonefndum vandræðaeignum – en þar undir var 500 milljóna evra krafa Kaupþings á hendur þýska bankanum. Seðlabankinn virðist ekki hafa ráðist í þá vinnu, eða aflað sér ráðgjafar í því skyni, að greina hvort þær eignir ættu eftir að skila meiri endurheimtum en bókfært virði gaf til kynna áður en hlutur bankans var boðinn til sölu. Ársfjórðungslegar kynningar Kaupþings sýndu hins vegar að félagið væri að vinna að því að ljúka stórum ágreiningsmálum með samkomulagi í stað þess að fara með þau fyrir dómstóla. Þá hefur einnig komið í ljós, eins og fram kemur í fjárfestakynningu Deutsche Bank, að samkomulagið við Kaupþing hafi í reynd klárast í október – áður en Seðlabankinn seldi hlut sinn – en fyrst verið tilkynnt hluthöfum þremur mánuðum síðar. Þrátt fyrir þessar opinberu upplýsingar segist Kaupþing ekki geta staðfest þá tímasetningu og ber fyrir sig „rík trúnaðarákvæði í samningum við Deutsche Bank“. Þótt ekki sé hægt að fullyrða neitt um það á þessu stigi þá er eðlilegt að spyrja þeirrar spurningar hvort kaupendur bréfa Seðlabankans, sem meðal annars var langsamlega stærsti og áhrifamesti hluthafi Kaupþings, hafi haft vitneskju um niðurstöðuna við Deutsche Bank á þeim tíma. Seðlabankinn hlýtur í framhaldinu að óska eftir frekari skýringum frá Kaupþingi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun
Við fall fjármálakerfisins fékk Seðlabanki Íslands í fangið eignir upp á hundruð milljarða. Þar munaði mest um kröfur á hendur slitabúum gömlu bankanna. Bankinn hefur unnið að því á undanförnum árum að koma þeim eignum í verð og undir lok síðasta árs var búið að losa um eignir fyrir nærri 500 milljarða. Sú eignasala hefur að stórum hluta heppnast vel og endurheimtur verið umfram væntingar. Ein verðmætasta eign Seðlabankans var sex prósenta hlutur í Kaupþingi en eftir nauðasamninga var bankinn fjórði stærsti hluthafi félagsins. Seðlabankinn ætlaði sér ekki að halda á þeim hlut út líftíma Kaupþings og í nóvember voru bréfin seld fyrir nítján milljarða til vogunarsjóða. Salan, sem er líklega ein stærsta einstaka eignasala stjórnvalda eftir fjármálaáfallið, vekur spurningar um hvernig að henni hafi verið staðið í ljósi tíðinda af nýlegu samkomulagi Deutsche Bank og Kaupþings.Upplýst var um það í Markaðnum í vikunni að gengi bréfa Kaupþings á eftirmarkaði hefði rokið upp um liðlega 30 prósent þegar tilkynnt var í lok janúar að þýski bankinn hefði samþykkt að ljúka ágreiningsmáli við Kaupþing með 50 milljarða eingreiðslu. Sá hlutur sem Seðlabankinn hafði selt um tveimur mánuðum áður hækkaði því um leið í virði um fjóra til sex milljarða enda ljóst að endurheimtur hluthafa Kaupþings verða umtalsvert meiri en áður var áætlað. Kaupendur að hlut bankans, sem hafa hagnast stórkostlega á þeim viðskiptum á skömmum tíma, voru sömu sjóðir og eru nú komnir í eigendahóp Arion banka. Seðlabankinn segist ekki hafa haft upplýsingar á þessum tíma um viðræður Kaupþings og Deutsche Bank og að slík niðurstaða væri í burðarliðnum. Hér hefur augljóslega ekki verið nægjanlega vandað til verka þegar litið er til þeirra gríðarmiklu verðmæta sem Seðlabankinn var með í höndunum. Heildareignir Kaupþings námu ríflega 400 milljörðum í árslok 2016. Vitað var að óvissa um endanlegar heimtur hluthafa lutu einkum að tilteknu eignasafni – svonefndum vandræðaeignum – en þar undir var 500 milljóna evra krafa Kaupþings á hendur þýska bankanum. Seðlabankinn virðist ekki hafa ráðist í þá vinnu, eða aflað sér ráðgjafar í því skyni, að greina hvort þær eignir ættu eftir að skila meiri endurheimtum en bókfært virði gaf til kynna áður en hlutur bankans var boðinn til sölu. Ársfjórðungslegar kynningar Kaupþings sýndu hins vegar að félagið væri að vinna að því að ljúka stórum ágreiningsmálum með samkomulagi í stað þess að fara með þau fyrir dómstóla. Þá hefur einnig komið í ljós, eins og fram kemur í fjárfestakynningu Deutsche Bank, að samkomulagið við Kaupþing hafi í reynd klárast í október – áður en Seðlabankinn seldi hlut sinn – en fyrst verið tilkynnt hluthöfum þremur mánuðum síðar. Þrátt fyrir þessar opinberu upplýsingar segist Kaupþing ekki geta staðfest þá tímasetningu og ber fyrir sig „rík trúnaðarákvæði í samningum við Deutsche Bank“. Þótt ekki sé hægt að fullyrða neitt um það á þessu stigi þá er eðlilegt að spyrja þeirrar spurningar hvort kaupendur bréfa Seðlabankans, sem meðal annars var langsamlega stærsti og áhrifamesti hluthafi Kaupþings, hafi haft vitneskju um niðurstöðuna við Deutsche Bank á þeim tíma. Seðlabankinn hlýtur í framhaldinu að óska eftir frekari skýringum frá Kaupþingi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun