Hnýtingarkvöld hjá SVFR í kvöld Karl Lúðvíksson skrifar 6. apríl 2017 11:02 Grey Ghost Fimmtudagskvöldið 6. apríl verður haldið Hnýtingakvöld í Dalnum í húsakynnum SVFR að Rafstöðvarvegi 14 og þetta er klárlega rétti tíminn til að setjast niður með öðrum veiðimönnum og fylla boxin. Húsið opnar kl. 20.00 og eru allir velkomnir sem vilja koma saman og hnýta flugur undir handleiðslu Sigþórs Steins Ólafssonar sem er einn af lunknari veiðimönnum landsins og afbragðshnýtari með meiru. Þar sem sjóbirtingsveiðin stendur nú yfir og styttist hratt í að silungsveiðin verði komin í fullan gang er kannski rétt að koma með tvær tillögur að flugum sem allir veiðimenn eiga að eiga í boxunum sínum þegar engt er fyrir staðbundin silung sem og göngufisk eins og sjóbirting. Fyrri flugan er afar skæð en hefur síðustu ár ekki verið jafn þekkt eða jafn mikið notuð eins og hálfbróðir hennar Black Ghost. Flugan Grey Ghost er nefnilega mjög veiðin straumfluga og hefur til að mynda verið mikið notuð í Kanada í sjógengin regnboga (Steelhead) en að sama skapi reynst mjög gjöful í sjóbirting og smærri útgáfan af henni einnig reynst vel í sjóbleikju. Þetta er ekki flókin fluga eins og sést á myndinni en klárlega skyldueign í boxinu. Síðan er það ein í vötnin. Algjör klassík og útgáfurnar af henni orðnar margar þar sem örlitlum frávikum frá upprunalegu flugunni er bætt í hana sem gerir hana jafnvel veiðnari. Flugan er Taylor eða Klæðskerinn og er afbragðs púpa sem veiðir vel jafnt á yfirborði sem og á dýpi. Í öllum vötnum getur hún gefið og vanir veiðimenn segja að hún sé best á löngum grönnum taum á flotlínu, látin sökkva vel og dregin löturhægt inn. Getur líka skipt sköpum að nota tökuvara þar sem bleikjan er oft búin að taka fluguna áður en þú finnur kippin en með tökuvaranum getur þú brugðist hraðar við og eykur líkurnar á að festa vel í fiskinum. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði
Fimmtudagskvöldið 6. apríl verður haldið Hnýtingakvöld í Dalnum í húsakynnum SVFR að Rafstöðvarvegi 14 og þetta er klárlega rétti tíminn til að setjast niður með öðrum veiðimönnum og fylla boxin. Húsið opnar kl. 20.00 og eru allir velkomnir sem vilja koma saman og hnýta flugur undir handleiðslu Sigþórs Steins Ólafssonar sem er einn af lunknari veiðimönnum landsins og afbragðshnýtari með meiru. Þar sem sjóbirtingsveiðin stendur nú yfir og styttist hratt í að silungsveiðin verði komin í fullan gang er kannski rétt að koma með tvær tillögur að flugum sem allir veiðimenn eiga að eiga í boxunum sínum þegar engt er fyrir staðbundin silung sem og göngufisk eins og sjóbirting. Fyrri flugan er afar skæð en hefur síðustu ár ekki verið jafn þekkt eða jafn mikið notuð eins og hálfbróðir hennar Black Ghost. Flugan Grey Ghost er nefnilega mjög veiðin straumfluga og hefur til að mynda verið mikið notuð í Kanada í sjógengin regnboga (Steelhead) en að sama skapi reynst mjög gjöful í sjóbirting og smærri útgáfan af henni einnig reynst vel í sjóbleikju. Þetta er ekki flókin fluga eins og sést á myndinni en klárlega skyldueign í boxinu. Síðan er það ein í vötnin. Algjör klassík og útgáfurnar af henni orðnar margar þar sem örlitlum frávikum frá upprunalegu flugunni er bætt í hana sem gerir hana jafnvel veiðnari. Flugan er Taylor eða Klæðskerinn og er afbragðs púpa sem veiðir vel jafnt á yfirborði sem og á dýpi. Í öllum vötnum getur hún gefið og vanir veiðimenn segja að hún sé best á löngum grönnum taum á flotlínu, látin sökkva vel og dregin löturhægt inn. Getur líka skipt sköpum að nota tökuvara þar sem bleikjan er oft búin að taka fluguna áður en þú finnur kippin en með tökuvaranum getur þú brugðist hraðar við og eykur líkurnar á að festa vel í fiskinum.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði