Fríða verið í fjörutíu ár á toppnum í Hollywood og unnið með stærstu stjörnum heims Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2017 10:30 Fríða hefur séð um hárgreiðslu fína og fræga fólksins í fjörutíu ár. Mynd/nathanael turner Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. Það þekkja eflaust ekki margir Íslendingar nafnið Fríða Aradóttir en kannski tóku sumir eftir henni í kredit listanum á kvikmyndinni La La Land. Tímaritið Glamour hafði upp á Fríðu og í ljós kom að hún hefur starfað í Hollywood í fjörutíu ár. Í La La Land sá Fríða um hárið á aðalleikkonunni Emma Stone en hún er alls ekki eina Hollywood stjarnan sem hún hefur starfað með. Fríða er til að mynda með sína eigin IMDB síðu og hefur ferill hennar verið ótrúlegur. Fríða er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Glamour.„Ég fór því mig langaði í stærri heim, að upplifa eitthvað nýtt. Og síðan eru liðin 40 ár og hér er ég enn,“ segir hárgreiðslukonan Fríða Svala Aradóttir í samtali við Glamour. Þar kemur fram að Fríða sé í innsta hring í Hollywood og hafi hafið feril sinn sem hárgreiðslukona í kvikmyndageiranum árið 1986, á ekki ómerkari kvikmynd en Dirty Dancing. „Það er eitthvað sérstakt við að vinna við kvikmynd. Það skapast mjög sérstök stemming þegar maður fer á kvikmyndasett þar sem fólk býr saman í nokkra mánuði, allir að vinna saman að einu markmiði.“Brad Pitt, Meryl Streep, Tom Hanks, Emma Stone, Julia Roberts og allir aðrir Fríða hefur starfað við ófáar stórmyndirnar, bæði sem yfirmaður í hárgreiðsludeildum kvikmyndasetta og einkahárgreiðslukona einstakra leikara. Sem dæmi starfaði hún með leikkonunni Emmu Stone fyrir eina vinsælustu verðlaunamynd síðasta árs, La La Land, og fékk hún meðal annars Guilt-verðlaun fyrir „best contemporary hair“ fyrir vinnu sína í myndinni. Fríða hefur unnið náið með stærstu stjörnum heims á sínum glæsta ferli. Hún sá til dæmis um hárið á Brad Pitt í Fight Club, Diane Keaton og Meryl Streep í mörgum myndum, Siennu Miller, Juliu Louis Dreyfus, Meg Ryan, Tom Hanks í Forrest Gump, Kate Winslet, Edward Norton Jude Law, Marion Cotillard, Juliu Roberts og svona mætti lengi telja. Hún segist ekki verða „starstruck“. „Nei, eiginlega ekki. Ég ber rosalega mikla virðingu fyrir leikurunum og þeirra vinnu. Þegar ég hitti nýjan stóran leikara hugsa ég meira um að ég vilji standa mig vel.“ Nánar er rætt við Fríðu í nýjasta tölublaði Glamour en forsíðu blaðsins má sjá hér að neðan. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. Það þekkja eflaust ekki margir Íslendingar nafnið Fríða Aradóttir en kannski tóku sumir eftir henni í kredit listanum á kvikmyndinni La La Land. Tímaritið Glamour hafði upp á Fríðu og í ljós kom að hún hefur starfað í Hollywood í fjörutíu ár. Í La La Land sá Fríða um hárið á aðalleikkonunni Emma Stone en hún er alls ekki eina Hollywood stjarnan sem hún hefur starfað með. Fríða er til að mynda með sína eigin IMDB síðu og hefur ferill hennar verið ótrúlegur. Fríða er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Glamour.„Ég fór því mig langaði í stærri heim, að upplifa eitthvað nýtt. Og síðan eru liðin 40 ár og hér er ég enn,“ segir hárgreiðslukonan Fríða Svala Aradóttir í samtali við Glamour. Þar kemur fram að Fríða sé í innsta hring í Hollywood og hafi hafið feril sinn sem hárgreiðslukona í kvikmyndageiranum árið 1986, á ekki ómerkari kvikmynd en Dirty Dancing. „Það er eitthvað sérstakt við að vinna við kvikmynd. Það skapast mjög sérstök stemming þegar maður fer á kvikmyndasett þar sem fólk býr saman í nokkra mánuði, allir að vinna saman að einu markmiði.“Brad Pitt, Meryl Streep, Tom Hanks, Emma Stone, Julia Roberts og allir aðrir Fríða hefur starfað við ófáar stórmyndirnar, bæði sem yfirmaður í hárgreiðsludeildum kvikmyndasetta og einkahárgreiðslukona einstakra leikara. Sem dæmi starfaði hún með leikkonunni Emmu Stone fyrir eina vinsælustu verðlaunamynd síðasta árs, La La Land, og fékk hún meðal annars Guilt-verðlaun fyrir „best contemporary hair“ fyrir vinnu sína í myndinni. Fríða hefur unnið náið með stærstu stjörnum heims á sínum glæsta ferli. Hún sá til dæmis um hárið á Brad Pitt í Fight Club, Diane Keaton og Meryl Streep í mörgum myndum, Siennu Miller, Juliu Louis Dreyfus, Meg Ryan, Tom Hanks í Forrest Gump, Kate Winslet, Edward Norton Jude Law, Marion Cotillard, Juliu Roberts og svona mætti lengi telja. Hún segist ekki verða „starstruck“. „Nei, eiginlega ekki. Ég ber rosalega mikla virðingu fyrir leikurunum og þeirra vinnu. Þegar ég hitti nýjan stóran leikara hugsa ég meira um að ég vilji standa mig vel.“ Nánar er rætt við Fríðu í nýjasta tölublaði Glamour en forsíðu blaðsins má sjá hér að neðan.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“