Dagar New Girl taldir? Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 18:44 Úr fjórðu seríu New Girl. vísir/getty Allar líkur eru á að dagar gamanþáttanna New Girl séu taldir. Þetta sagði Jake Johnson, einn leikenda þáttanna í samtali við vefmiðilinn The Daily Beast. „Fox [sjónvarpsstöðin sem framleiðir þættina] vill ekki upplýsa okkur um áframhald þáttanna,“ sagði hann í viðtalinu. Johnson tók það jafnframt fram að síðasti þátturinn í nýjustu seríunni sæmdi sér vel sem lokaþáttur og taldi að aðdáendur myndu sætta sig ágætlega við þann endapunkt. Leikkonan Zooey Dechanel leikur aðalhlutverkið í New Girl en seríurnar eru orðnar sex talsins. Fyrsti þátturinn, eða svokallaður pilot, sló öll met í áhorfi en tíu milljónir manna sáu þáttinn. Vinsældirnar fóru svo þverrandi, að meðaltali horfðu fjórar milljónir manna á seríu fimm og aðeins rúmar tvær milljónir á sjöttu seríu. Fox hefur ekki gefið frá sér opinbera yfirlýsingu um málið. Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Allar líkur eru á að dagar gamanþáttanna New Girl séu taldir. Þetta sagði Jake Johnson, einn leikenda þáttanna í samtali við vefmiðilinn The Daily Beast. „Fox [sjónvarpsstöðin sem framleiðir þættina] vill ekki upplýsa okkur um áframhald þáttanna,“ sagði hann í viðtalinu. Johnson tók það jafnframt fram að síðasti þátturinn í nýjustu seríunni sæmdi sér vel sem lokaþáttur og taldi að aðdáendur myndu sætta sig ágætlega við þann endapunkt. Leikkonan Zooey Dechanel leikur aðalhlutverkið í New Girl en seríurnar eru orðnar sex talsins. Fyrsti þátturinn, eða svokallaður pilot, sló öll met í áhorfi en tíu milljónir manna sáu þáttinn. Vinsældirnar fóru svo þverrandi, að meðaltali horfðu fjórar milljónir manna á seríu fimm og aðeins rúmar tvær milljónir á sjöttu seríu. Fox hefur ekki gefið frá sér opinbera yfirlýsingu um málið.
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein