Lífið

Kryddpía fær nálgunarbann á eiginmanninn sem beitti hana ofbeldi í áratug og neyddi í kynlífsathafnir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sláandi frásögn frá Mel B.
Sláandi frásögn frá Mel B.
Kryddpían Mel B hefur fengið nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginmanni sínum Stephen Belafonte en hann mun hafa beitt hana mjög alvarlegu ofbeldi í áraraðir.

Daily Mail fjallar ítarlega um málið og þar koma fram myndir af söngkonunni þar sem greinilega má sjá að hann lagði ítrekað hendur á hana.

Mel B heldur því fram að Belafonte hafi neytt barnfóstruna til að stunda kynlíf með þeim hjónunum og í kjölfarið hafi hún orðið ólétt. Að lokum borgaði parið barnfóstrunni 300.000 dollara fyrir að fara í fóstureyðingu.

Mel B sótti um skilnað frá Belafonte í síðasta mánuði og sóttist eftir nálgunarbanni á gær. Þar lagði hún fram sönnunargögn um málið og sýndi fram á að hann hefði beitt hana ofbeldi í áraraðir.

Þau voru gift í tíu ár og á þeim tíma beitti hann Mel B andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann neyddi hana oft til að taka þátt í trekanti en samkvæmt nálgunarbanninu má Belafonte ekki koma nálægt Mel B og þremur börnum hennar.

Þessi 41 árs kona hefur ítrekað orðið fyrir alvarlegri árás Belafonte og segir hún að ofbeldið hafi byrjað strax árið 2007. Mel B varð heimsfræg á sínum tíma þegar hún sló í gegn í hljómsveitinni Spice Girls. 

Hún var á sínum tíma í sambandi við Fjölni Þorgeirsson og var þá tengdadóttir Íslands. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.