Stjarnan og Fram eru sterkustu liðin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 06:00 Fram og Stjarnan tókust fast á er þau mættust í lokaumferð deildarinnar. Það munu þau gera aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar að því er markahæsti leikmaður deildarinnar spáir. vísir/andri marinó Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hefst í kvöld. Fjögur efstu lið deildarinnar komust í hana og von er á hörkurimmum. Deildarmeistarar Stjörnunnar koma sjóðheitar inn í úrslitakeppnina gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir þeim síðustu tvö ár, Gróttu. „Mér líst mjög vel á þessa rimmu en Stjarnan kemur sterkari inn í þessa rimmu eftir að hafa unnið deildarmeistaratitilinn með stæl. Mér finnst þær vera líklegri til þess að taka þessa rimmu,“ segir Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður deildarinnar í vetur.Grótta með tak á Stjörnunni „Þær hafa oft átt í vandræðum með Gróttu og ef Gróttustúlkur mæta vel stemmdar geta þær hæglega gert Stjörnuliðinu erfitt fyrir í þessum leikjum. Stjarnan er aftur á móti með mjög flottan og breiðan hóp þannig að þær ættu að taka þessa rimmu að mínu mati.“ Stjarnan hefur lent í öðru sæti fjögur ár í röð og tapað fyrir Gróttu í úrslitunum síðustu tvö ár. Stjörnustúlkur eru því líklega komnar með upp í kok af silfri og ætla að ryðja sínum helsta andstæðingi síðustu ár úr vegi til þess að komast í gullið. „Sú tölfræði er til að krydda þetta og ég trúi ekki öðru en að Stjörnustúlkur séu virkilega vel stemmdar til að klára loksins einvígi gegn Gróttu. Stjarnan er með betri hóp en síðustu ár á meðan Grótta er ekki jafn sterk. Svo er engin Íris Björk í markinu hjá Gróttu en hún var mikilvæg í fyrra. Þær eru með efnilega stelpu í markinu en það munar um leikmann eins og Írisi. Ég hallast að því að Stjarnan vinni 2-0 en þori samt ekki alveg að fullyrða það. Þetta verða hörkuleikir.“Haukar geta stolið þessu Hin rimma kvöldsins er viðureign Fram og Hauka. Fram varð í öðru sæti í deildinni en Haukar því þriðja. Fram stóð vel að vígi fyrir lokaumferð deildarinnar en tapaði stórt gegn Stjörnunni og missti af deildarmeistaratitlinum. „Ég hugsa að Fram taki þessa rimmu. Mér finnst þær vera með sterkari hóp. Fram og Stjarnan eru með sterkustu hópana eins og staðan á töflunni sýndi,“ segir Hrafnhildur Hanna en segir að Haukarnir séu samt klárlega með lið til þess að stríða Frömurum. „Haukarnir gætu alveg stolið þessu ef þær detta í gang. Þær hafa verið vaxandi í vetur og gætu verið að toppa á réttum tíma. Það verður áhugavert að sjá hvernig Fram mætir til leiks eftir svekkjandi tap fyrir Stjörnunni í síðasta leik. Ég held að þær mæti mjög grimmar.“Fimm leikja einvígi Gangi þessi spá stórskyttunnar eftir þá fáum við rimmu Stjörnunnar og Fram í úrslitum. Þar á Hrafnhildur Hanna von á veislu. „Það verður fimm leikja rimma sem ræðst undir lok síðasta leiks. Mér finnst þessi lið vera það jöfn. Það verður einvígi sem áhorfendur ættu að hafa mjög gaman af. Svo höfum við séð í karlaboltanum að það getur allt gerst í þessu og litla liðið getur alveg unnið.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hefst í kvöld. Fjögur efstu lið deildarinnar komust í hana og von er á hörkurimmum. Deildarmeistarar Stjörnunnar koma sjóðheitar inn í úrslitakeppnina gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir þeim síðustu tvö ár, Gróttu. „Mér líst mjög vel á þessa rimmu en Stjarnan kemur sterkari inn í þessa rimmu eftir að hafa unnið deildarmeistaratitilinn með stæl. Mér finnst þær vera líklegri til þess að taka þessa rimmu,“ segir Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður deildarinnar í vetur.Grótta með tak á Stjörnunni „Þær hafa oft átt í vandræðum með Gróttu og ef Gróttustúlkur mæta vel stemmdar geta þær hæglega gert Stjörnuliðinu erfitt fyrir í þessum leikjum. Stjarnan er aftur á móti með mjög flottan og breiðan hóp þannig að þær ættu að taka þessa rimmu að mínu mati.“ Stjarnan hefur lent í öðru sæti fjögur ár í röð og tapað fyrir Gróttu í úrslitunum síðustu tvö ár. Stjörnustúlkur eru því líklega komnar með upp í kok af silfri og ætla að ryðja sínum helsta andstæðingi síðustu ár úr vegi til þess að komast í gullið. „Sú tölfræði er til að krydda þetta og ég trúi ekki öðru en að Stjörnustúlkur séu virkilega vel stemmdar til að klára loksins einvígi gegn Gróttu. Stjarnan er með betri hóp en síðustu ár á meðan Grótta er ekki jafn sterk. Svo er engin Íris Björk í markinu hjá Gróttu en hún var mikilvæg í fyrra. Þær eru með efnilega stelpu í markinu en það munar um leikmann eins og Írisi. Ég hallast að því að Stjarnan vinni 2-0 en þori samt ekki alveg að fullyrða það. Þetta verða hörkuleikir.“Haukar geta stolið þessu Hin rimma kvöldsins er viðureign Fram og Hauka. Fram varð í öðru sæti í deildinni en Haukar því þriðja. Fram stóð vel að vígi fyrir lokaumferð deildarinnar en tapaði stórt gegn Stjörnunni og missti af deildarmeistaratitlinum. „Ég hugsa að Fram taki þessa rimmu. Mér finnst þær vera með sterkari hóp. Fram og Stjarnan eru með sterkustu hópana eins og staðan á töflunni sýndi,“ segir Hrafnhildur Hanna en segir að Haukarnir séu samt klárlega með lið til þess að stríða Frömurum. „Haukarnir gætu alveg stolið þessu ef þær detta í gang. Þær hafa verið vaxandi í vetur og gætu verið að toppa á réttum tíma. Það verður áhugavert að sjá hvernig Fram mætir til leiks eftir svekkjandi tap fyrir Stjörnunni í síðasta leik. Ég held að þær mæti mjög grimmar.“Fimm leikja einvígi Gangi þessi spá stórskyttunnar eftir þá fáum við rimmu Stjörnunnar og Fram í úrslitum. Þar á Hrafnhildur Hanna von á veislu. „Það verður fimm leikja rimma sem ræðst undir lok síðasta leiks. Mér finnst þessi lið vera það jöfn. Það verður einvígi sem áhorfendur ættu að hafa mjög gaman af. Svo höfum við séð í karlaboltanum að það getur allt gerst í þessu og litla liðið getur alveg unnið.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira