Lífeyrissjóðir kaupa Gámaþjónustuna ásamt Einari Erni og Jóni Sigurðssyni Hörður Ægisson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Heildarvelta Gámaþjónustunnar og dótturfélaga hennar á árinu 2015 var 4,45 milljarðar. VÍSIR/GVA Framtakssjóður á vegum Stefnis ásamt Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group, og Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, er að ganga frá kaupum á Gámaþjónustunni og dótturfélögum hennar fyrir milljarða króna. Jón og Einar Örn verða með um 35 prósenta hlut í félaginu sem stendur að baki kaupunum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stærsti hluthafi Gámaþjónustunnar er Benóný Ólafsson, sem stofnaði fyrirtækið 1983, með ríflega 60 prósenta hlut en aðrir hluthafar áttu í árslok 2015 allir minna en 3,7 prósent í félaginu. Gámaþjónustan hefur verið leiðandi fyrirtæki í flokkun og endurvinnslu úrgangs allt frá því að það hóf starfsemi en á árinu 2015 nam heildarvelta samstæðunnar liðlega 4,45 milljörðum. Þá var EBITDA-hagnaður fyrirtækisins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og opinber gjöld – um 524 milljónir og hélst nánast óbreyttur frá fyrra ári.Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur.Það er Framtakssjóðurinn SÍA III sem leiðir kaupin á Gámaþjónustunni en fyrirtækið var sett í söluferli á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins. SÍA III er tæplega 13 milljarða framtakssjóður sem sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, kom á fót sumarið 2016. Hluthafar í sjóðnum eru um 40 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og öðrum fagfjárfestum. Kaupin á Gámaþjónustunni eru önnur fjárfesting sjóðsins en í október í fyrra var tilkynnt að SÍA III væri á meðal innlendra og erlendra fjárfesta sem fjármagna uppbyggingu lúxushótelsins Marriott EDITION við Hörpu. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir 2016 en samkvæmt heimildum Markaðarins jókst EBITDA fyrirtækisins á milli ára. Gróflega má áætla að heildarkaupverðið – eigið fé og yfirtaka á skuldum – sé um 3,5 til 4 milljarðar króna. Heildarskuldir Gámaþjónustunnar voru um 3,6 milljarðar í árslok 2015 – þar af voru skuldir við lánastofnanir 2,35 milljarðar – en heildareignir fyrirtækisins ríflega sex milljarðar króna. Á meðal eigna Gámaþjónustunnar eru fasteignir sem voru bókfærðar á tæplega 2,6 milljarða. Einar Örn Ólafsson er á meðal stærstu hluthafa TM og settist í stjórn eftir aðalfund félagsins í síðasta mánuði.Vísir/GVAEiga samanlagt níu prósent í TM Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells eignarhaldsfélags sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur en í lok árs 2015 námu eignir fjárfestingarfélagsins yfir tveimur milljörðum. Félagið er meðal annars í hópi stærstu hluthafa TM og N1 en Jón hefur setið í stjórn olíufélagsins frá árinu 2014. Jón hætti störfum hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA Capital Management fyrir meira en ári en þar áður hafði hann verið forstjóri FL Group (síðar Stoðir) á árunum 2007 til 2010. Einar Örn er jafnframt á meðal stærstu hluthafa TM en fjárfestingarfélag hans Einir ehf. á 2,76 prósent í tryggingafélaginu. Hann var kjörinn í stjórn TM á aðalfundi félagsins í liðnum mánuði en fjárfestingarfélögin Einir og Helgafell, sem Jón stýrir, eiga samanlagt ríflega níu prósenta hlut í TM. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Framtakssjóður á vegum Stefnis ásamt Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group, og Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, er að ganga frá kaupum á Gámaþjónustunni og dótturfélögum hennar fyrir milljarða króna. Jón og Einar Örn verða með um 35 prósenta hlut í félaginu sem stendur að baki kaupunum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stærsti hluthafi Gámaþjónustunnar er Benóný Ólafsson, sem stofnaði fyrirtækið 1983, með ríflega 60 prósenta hlut en aðrir hluthafar áttu í árslok 2015 allir minna en 3,7 prósent í félaginu. Gámaþjónustan hefur verið leiðandi fyrirtæki í flokkun og endurvinnslu úrgangs allt frá því að það hóf starfsemi en á árinu 2015 nam heildarvelta samstæðunnar liðlega 4,45 milljörðum. Þá var EBITDA-hagnaður fyrirtækisins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og opinber gjöld – um 524 milljónir og hélst nánast óbreyttur frá fyrra ári.Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur.Það er Framtakssjóðurinn SÍA III sem leiðir kaupin á Gámaþjónustunni en fyrirtækið var sett í söluferli á síðasta ári, samkvæmt heimildum Markaðarins. SÍA III er tæplega 13 milljarða framtakssjóður sem sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, kom á fót sumarið 2016. Hluthafar í sjóðnum eru um 40 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og öðrum fagfjárfestum. Kaupin á Gámaþjónustunni eru önnur fjárfesting sjóðsins en í október í fyrra var tilkynnt að SÍA III væri á meðal innlendra og erlendra fjárfesta sem fjármagna uppbyggingu lúxushótelsins Marriott EDITION við Hörpu. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir 2016 en samkvæmt heimildum Markaðarins jókst EBITDA fyrirtækisins á milli ára. Gróflega má áætla að heildarkaupverðið – eigið fé og yfirtaka á skuldum – sé um 3,5 til 4 milljarðar króna. Heildarskuldir Gámaþjónustunnar voru um 3,6 milljarðar í árslok 2015 – þar af voru skuldir við lánastofnanir 2,35 milljarðar – en heildareignir fyrirtækisins ríflega sex milljarðar króna. Á meðal eigna Gámaþjónustunnar eru fasteignir sem voru bókfærðar á tæplega 2,6 milljarða. Einar Örn Ólafsson er á meðal stærstu hluthafa TM og settist í stjórn eftir aðalfund félagsins í síðasta mánuði.Vísir/GVAEiga samanlagt níu prósent í TM Jón Sigurðsson stýrir fjárfestingum Helgafells eignarhaldsfélags sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur en í lok árs 2015 námu eignir fjárfestingarfélagsins yfir tveimur milljörðum. Félagið er meðal annars í hópi stærstu hluthafa TM og N1 en Jón hefur setið í stjórn olíufélagsins frá árinu 2014. Jón hætti störfum hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA Capital Management fyrir meira en ári en þar áður hafði hann verið forstjóri FL Group (síðar Stoðir) á árunum 2007 til 2010. Einar Örn er jafnframt á meðal stærstu hluthafa TM en fjárfestingarfélag hans Einir ehf. á 2,76 prósent í tryggingafélaginu. Hann var kjörinn í stjórn TM á aðalfundi félagsins í liðnum mánuði en fjárfestingarfélögin Einir og Helgafell, sem Jón stýrir, eiga samanlagt ríflega níu prósenta hlut í TM. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira