Skýrsla í skúffu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. apríl 2017 07:00 Krabbameinsáætlun mun líta dagsins ljós fljótlega, að því er fram kom hér í blaðinu á skírdag. Það er vel. En gagnrýnt hefur verið hversu langan tíma hefur tekið að ýta áætluninni úr vör. Eftir nokkurra missera vinnu var boðað að um mitt ár 2014 yrði áætlunin lögð fram fyrir árslok. Í apríl 2017 hefur hún enn ekki litið dagsins ljós. Gagnrýnin hefur ekki síst komið frá félagasamtökum, Krabbameinsfélagi Íslands og Reykjavíkur, sem hafa ályktað að undanförnu og sent ráðuneytinu erindi til að grafast fyrir um stöðuna. Þeim skrifum hefur ekki verið svarað formlega. Minnt hefur verið á að Ísland eitt Norðurlanda hefur ekki enn gert krabbameinsáætlun. Þó hafi mikil vinna verið lögð í áætlunina og hætta sé á að hún verði til lítils ef upplýsingar og gögn úreldast. Til samanburðar má nefna, að árið 1998 var áætlun af þessu tagi lögð fram í Noregi. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, læknir og formaður ráðgjafarhópsins, tekur í samtali við Fréttablaðið, undir gagnrýni á seinagang í stjórnsýslunni. Hann bendir á að hópurinn hafi skilað af sér í nóvember 2015. Tæpum tveimur árum og tveimur heilbrigðisráðherrum síðar rykfellur skýrslan enn í skúffu í ráðuneytinu. Árlega greinast um 1.500 manns með krabbamein hér á landi og eftir fimmtán ár má búast við fjölgun krabbameinssjúklinga um næstum þriðjung. Skýringin er hækkandi meðalaldur og fjölgun landsmanna. Tæplega fimmtán þúsund manns, sem hafa fengið krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni, eru enn á lífi. Skýrslur staðfesta þá eðlilegu ályktun að stór hluti þessa hóps sé fyrirferðarmikill bæði í heilbrigðis- og félagsþjónustunni. Í krabbameinsáætlun á að gera ráð fyrir stuðningi við krabbameinssjúka og þeirra fólk frá fyrsta degi og áfram meðan aðstoðar er þörf. Ruglingslegt kerfi mætir krabbameinssjúkum í dag. Ung eiginkona krabbameinssjúklings, Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaformaður Krafts, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra, lýsti lífi þeirra hjóna á einlægan og hispurslausan hátt á ljósvakanum nýlega. Hún gaf okkur innsýn í líf þeirra sem stríða árum saman við vágesti sem knýja dyra og umturna lífi heilu fjölskyldnanna. Í nokkur ár hafa þessi ungu hjón barist saman, ekki bara fyrir því að eiginmaðurinn nái heilsu og þau geti lifað eins bærilegu lífi og kostur er – heldur hafa þau líka þurft að berjast við ómanneskjulegt kerfi. Það var þyngra en tárum tekur að hlusta á frásögn Ástrósar Rutar. Hún hreyfði við öllum sem á hlustuðu. Ekki vanþörf á. Við þurfum að taka okkur tak og hlúa betur að fólki sem stríðir við erfiða sjúkdóma í langan tíma. Aðgerðir þola enga bið. Við eigum að létta þeim byrðarnar með ráðum og dáð. Erfitt er að benda á leið til að verja skattpeningum betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Krabbameinsáætlun mun líta dagsins ljós fljótlega, að því er fram kom hér í blaðinu á skírdag. Það er vel. En gagnrýnt hefur verið hversu langan tíma hefur tekið að ýta áætluninni úr vör. Eftir nokkurra missera vinnu var boðað að um mitt ár 2014 yrði áætlunin lögð fram fyrir árslok. Í apríl 2017 hefur hún enn ekki litið dagsins ljós. Gagnrýnin hefur ekki síst komið frá félagasamtökum, Krabbameinsfélagi Íslands og Reykjavíkur, sem hafa ályktað að undanförnu og sent ráðuneytinu erindi til að grafast fyrir um stöðuna. Þeim skrifum hefur ekki verið svarað formlega. Minnt hefur verið á að Ísland eitt Norðurlanda hefur ekki enn gert krabbameinsáætlun. Þó hafi mikil vinna verið lögð í áætlunina og hætta sé á að hún verði til lítils ef upplýsingar og gögn úreldast. Til samanburðar má nefna, að árið 1998 var áætlun af þessu tagi lögð fram í Noregi. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, læknir og formaður ráðgjafarhópsins, tekur í samtali við Fréttablaðið, undir gagnrýni á seinagang í stjórnsýslunni. Hann bendir á að hópurinn hafi skilað af sér í nóvember 2015. Tæpum tveimur árum og tveimur heilbrigðisráðherrum síðar rykfellur skýrslan enn í skúffu í ráðuneytinu. Árlega greinast um 1.500 manns með krabbamein hér á landi og eftir fimmtán ár má búast við fjölgun krabbameinssjúklinga um næstum þriðjung. Skýringin er hækkandi meðalaldur og fjölgun landsmanna. Tæplega fimmtán þúsund manns, sem hafa fengið krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni, eru enn á lífi. Skýrslur staðfesta þá eðlilegu ályktun að stór hluti þessa hóps sé fyrirferðarmikill bæði í heilbrigðis- og félagsþjónustunni. Í krabbameinsáætlun á að gera ráð fyrir stuðningi við krabbameinssjúka og þeirra fólk frá fyrsta degi og áfram meðan aðstoðar er þörf. Ruglingslegt kerfi mætir krabbameinssjúkum í dag. Ung eiginkona krabbameinssjúklings, Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaformaður Krafts, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra, lýsti lífi þeirra hjóna á einlægan og hispurslausan hátt á ljósvakanum nýlega. Hún gaf okkur innsýn í líf þeirra sem stríða árum saman við vágesti sem knýja dyra og umturna lífi heilu fjölskyldnanna. Í nokkur ár hafa þessi ungu hjón barist saman, ekki bara fyrir því að eiginmaðurinn nái heilsu og þau geti lifað eins bærilegu lífi og kostur er – heldur hafa þau líka þurft að berjast við ómanneskjulegt kerfi. Það var þyngra en tárum tekur að hlusta á frásögn Ástrósar Rutar. Hún hreyfði við öllum sem á hlustuðu. Ekki vanþörf á. Við þurfum að taka okkur tak og hlúa betur að fólki sem stríðir við erfiða sjúkdóma í langan tíma. Aðgerðir þola enga bið. Við eigum að létta þeim byrðarnar með ráðum og dáð. Erfitt er að benda á leið til að verja skattpeningum betur.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun