Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Seðlabankinn neitar að gefa upp hversu háa þóknun hann greiddi bankanum Morgan Stanley fyrir ráðgjöf í aðdraganda sölu á hlut í Kaupþingi.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar verður einnig rætt við forystufólk sex flokka á Alþingi sem telja að gera eigi breytingar á lögum um helgidagafrið.

Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir lögin úrelt. Síðan fjöllum við um kiðlinga tólf sem vekja þessa dagana mikla lukku í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum og við kynnum okkur biblíustef Tortímandans sem könnuð eru í Laugarneskirkju þessa stundina.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×