Murphy var ein af stjörnum grínþáttarins Chappelle‘s Show sem frumsýndur var í janúar 2003 en alls voru framleiddar þrjár þáttaraðir. Murphy birtist reyndar fyrst á skjánum í Harlem Nights, sem bróðir hans Eddie leikstýrði, árið 1989 og í kjölfarið fékk hann hlutverk í myndum Spike Lee, Mo‘ Better Blues og Jungle Fever.
Þá tók Murphy þátt í að skrifa handritið að myndinni Vampire in Brooklyn, sem Eddie leikstýrði einnig, og þá lék hann í mynd Ice Cube, The Player‘s Club árið 1998.
Á meðal þeirra sem minnast Murphy á Twitter eru Neal Brennan úr Chappelle‘s Show og grínistinn Chris Rock.
Charlie Murphy changed my life. One of the most original people I've ever met. Hilarious dude. Habitual Line Stepper. So sad. pic.twitter.com/MltwzHAR9v
— Neal Brennan (@nealbrennan) April 12, 2017
We just lost one of the funniest most real brothers of all time . Charlie Murphy RIP. pic.twitter.com/AAwItp5AJC
— Chris Rock (@chrisrock) April 12, 2017