Innlent

Telur að það vanti 4.600 íbúðir til að ná jafnvægi á fasteignamarkaði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það vantar 9.000 íbúðir á næstu þremur árum hér á landi til þess að mæta eftirspurninni á fasteignamarkaði.
Það vantar 9.000 íbúðir á næstu þremur árum hér á landi til þess að mæta eftirspurninni á fasteignamarkaði. vísir/eyþór
Íbúðalánasjóður hefur unnið greiningu á vöntun á fasteignamarkaðnum að beiðni Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra.

Leiðir greining sjóðsins í ljós að á landsvísu vantar alls 4.600 íbúðir á markaðinn til þess að jafnvægi náist að teknu tilliti til þess að um 1.600 íbúðir eru á hverjum tíma í skammtímaleigu til ferðamanna.

Í frétt á vef Velferðarráðuneytisins segir að heildarþörf á uppbyggingu á íbúðarhúsnæði hér á landi á næstu þremur árum séu alls 9.000 íbúðir en fjölgun eigna hefur ekki haldist í hendur við mannfjöldaþróun í landinu undanfarin ár.

Fram kemur í greiningu sjóðsins, sem er hluti af ítarlegri greiningu á stöðu húsnæðismála sem Íbúðalánasjóður annast fyrir aðgerðahóp um húsnæðisvandann sem fjórir ráðherrar sitja í, að almennt sé „hægt að miða við að íbúðum þurfi að fjölga um það bil um 1.700 á ári á landinu öllu til að mæta eðlilegri þróun.“

Minnisblað Íbúðalánasjóðs um mat þess á þörf fyrir íbúðarhúsnæði má nálgast hér.


Tengdar fréttir

Aldrei færri fasteignir auglýstar til sölu

Háleitar hugmyndir um byggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu koma hvorki til með að lækka þrýsting á fasteignamarkaðnum á þessu ári né því næsta, segir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Í janúar voru 910 fasteignir au

Segir neyðarástand ríkja á fasteignamarkaði

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×