Ólafía Þórunn fékk sér að sjálfsögðu Hawaii pizzu á Hawaii Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2017 13:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/Instagram Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. Mótið fer fram hjá Ko Olina golfklúbbnum á Oahu-eyju en golfvöllurinn er norðvestur af höfuðborginni Honolulu. Þetta er fimmta LPGA-mótið hjá Ólafíu Þórunni sem er fyrsti íslenski kylfingurinn sem fær keppnisrétt á þessari sterkustu mótaröð heims hjá konunum. Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum en hefur nú tvisvar í röð dottið út eftir niðurskurðinn. Það voru vissulega vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlar ekkert að gefast upp. Hún setti inn „Ég kem aftur“ áTwitter-síðu sína og það verður fróðlegt að sjá hvernig henni gengur á þessu móti. Ólafía Þórunn er þekkt fyrir að bregða á leik á samfélagsmiðlum. Hún hélt upp á komuna til Hawaiieyja með því að panta sér girnilega Hawaii pizzu eins og sjá má hér fyrir neðan. Ólafía Þórunn er í ráshóp með þeim Annie Park frá Bandaríkjunum og Hye Jin Choi frá Suður-Kóreu og hefja þær leik klukkan 13.45 á staðartíma á Skírdag eða klukkan 23.45 að íslenskum tíma. Hawaii A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Apr 7, 2017 at 5:15pm PDT Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. Mótið fer fram hjá Ko Olina golfklúbbnum á Oahu-eyju en golfvöllurinn er norðvestur af höfuðborginni Honolulu. Þetta er fimmta LPGA-mótið hjá Ólafíu Þórunni sem er fyrsti íslenski kylfingurinn sem fær keppnisrétt á þessari sterkustu mótaröð heims hjá konunum. Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum en hefur nú tvisvar í röð dottið út eftir niðurskurðinn. Það voru vissulega vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlar ekkert að gefast upp. Hún setti inn „Ég kem aftur“ áTwitter-síðu sína og það verður fróðlegt að sjá hvernig henni gengur á þessu móti. Ólafía Þórunn er þekkt fyrir að bregða á leik á samfélagsmiðlum. Hún hélt upp á komuna til Hawaiieyja með því að panta sér girnilega Hawaii pizzu eins og sjá má hér fyrir neðan. Ólafía Þórunn er í ráshóp með þeim Annie Park frá Bandaríkjunum og Hye Jin Choi frá Suður-Kóreu og hefja þær leik klukkan 13.45 á staðartíma á Skírdag eða klukkan 23.45 að íslenskum tíma. Hawaii A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Apr 7, 2017 at 5:15pm PDT
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira