Villta vestrið Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 08:00 Laxeldi í sjókvíum hefur vaxið hratt á síðustu árum í skjóli þess að ríkið hefur ekki haft skoðun á því hvað sé gott eða slæmt þegar ræktun á fiski í íslenskum sjó er annars vegar. Atvinnugreinin hefur vaxið svo hratt í skjóli stefnuleysis ríkisins að embættismenn, fluguveiðimenn og aðrir sem þekkja til kalla hana „villta vestrið“ sín á milli. Það er með nokkrum ólíkindum að Matvælastofnun hafi gefið út mikinn fjölda leyfa til að stunda laxeldi í sjókvíum án þess að það liggi fyrir fullnægjandi greining á því hvaða áhrif þetta hefur á lífríki villtra fiska. Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis, er orðinn talsmaður laxeldisfyrirtækja en hann er formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Hann hefur það hlutverk að verja hagsmuni fyrirtækjanna í opinberri umræðu. Í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag sagði Einar að fyrirtækin sjálf hefðu beinan fjárhagslegan hag af því að passa upp á það að ræktaði laxinn slyppi ekki úr sjókvíunum. Þess vegna hefðu fyrirtæki eins og Arnarlax sérstakar myndavélar í kvíunum til að fylgjast með því að laxinn myndi ekki sleppa. Skoskt dagblað greindi frá því í gær að í lok mars hefðu 20 þúsund eldislaxar sloppið úr sjókvíum í Bloody Bay á eyjunni Mull í suðvesturhluta Skotlands. Talið er að selir hafi nagað gat á kvíarnar með fyrrgreindum afleiðingum. Þetta getur hæglega gerst hér. Myndavélar hrökkva skammt og það þarf bara eitt pínulítið gat til að laxinn sleppi út. „Auðvitað er ekki hægt að útiloka að einhver tilvik komi upp þar sem menn vita þetta ekki nákvæmlega,“ sagði Einar á fimmtudag. Auðvitað er ekki nokkur leið að vita þetta með vissu. Norðmenn eru ein fremsta fiskeldisþjóð heims. Þeir hafa líka haslað sér völl á Íslandi því stærstur hluti laxeldis í sjókvíum hér á landi er í eigu norskra fyrirtækja. Mikil mengun er í norskum laxastofnum. Um það bil þriðjungur af rannsökuðum stofnum höfðu að geyma mikið erfðamengaðan lax eða blöndun við eldislax. Líffræðingar og erfðafræðingar sem hafa rannsakað erfðafræði laxfiska segja að þegar genetískt breyttur lax sleppur út í náttúruna og eignast afkvæmi með villtum laxi eru líkur til þess að hæfni villtra stofna rýrni. Þeir fái inn í sig gen úr eldislaxinum sem eru ekki heppileg fyrir villtar aðstæður og standi sig verr í lífsbaráttunni. Með laxeldi í sjókvíum erum við án nokkurs vafa að fikta í íslenskri náttúru án þess að vita til fulls hvaða afleiðingar það mun hafa. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði að hún vildi hægja á útgáfu nýrra leyfa til laxeldis í sjókvíum á meðan starfshópur um stefnu stjórnvalda væri að störfum. Starfshópurinn á að skila niðurstöðum í ágúst. Svo virðist sem Matvælastofnun líti svo á að þetta nái ekki til leyfa sem langt eru komin í umsóknarferli. Það væri tilhlýðilegra og heiðarlegra ef stofnunin myndi bíða með afgreiðslu umsókna á meðan starfshópurinn er að störfum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Laxeldi í sjókvíum hefur vaxið hratt á síðustu árum í skjóli þess að ríkið hefur ekki haft skoðun á því hvað sé gott eða slæmt þegar ræktun á fiski í íslenskum sjó er annars vegar. Atvinnugreinin hefur vaxið svo hratt í skjóli stefnuleysis ríkisins að embættismenn, fluguveiðimenn og aðrir sem þekkja til kalla hana „villta vestrið“ sín á milli. Það er með nokkrum ólíkindum að Matvælastofnun hafi gefið út mikinn fjölda leyfa til að stunda laxeldi í sjókvíum án þess að það liggi fyrir fullnægjandi greining á því hvaða áhrif þetta hefur á lífríki villtra fiska. Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis, er orðinn talsmaður laxeldisfyrirtækja en hann er formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Hann hefur það hlutverk að verja hagsmuni fyrirtækjanna í opinberri umræðu. Í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag sagði Einar að fyrirtækin sjálf hefðu beinan fjárhagslegan hag af því að passa upp á það að ræktaði laxinn slyppi ekki úr sjókvíunum. Þess vegna hefðu fyrirtæki eins og Arnarlax sérstakar myndavélar í kvíunum til að fylgjast með því að laxinn myndi ekki sleppa. Skoskt dagblað greindi frá því í gær að í lok mars hefðu 20 þúsund eldislaxar sloppið úr sjókvíum í Bloody Bay á eyjunni Mull í suðvesturhluta Skotlands. Talið er að selir hafi nagað gat á kvíarnar með fyrrgreindum afleiðingum. Þetta getur hæglega gerst hér. Myndavélar hrökkva skammt og það þarf bara eitt pínulítið gat til að laxinn sleppi út. „Auðvitað er ekki hægt að útiloka að einhver tilvik komi upp þar sem menn vita þetta ekki nákvæmlega,“ sagði Einar á fimmtudag. Auðvitað er ekki nokkur leið að vita þetta með vissu. Norðmenn eru ein fremsta fiskeldisþjóð heims. Þeir hafa líka haslað sér völl á Íslandi því stærstur hluti laxeldis í sjókvíum hér á landi er í eigu norskra fyrirtækja. Mikil mengun er í norskum laxastofnum. Um það bil þriðjungur af rannsökuðum stofnum höfðu að geyma mikið erfðamengaðan lax eða blöndun við eldislax. Líffræðingar og erfðafræðingar sem hafa rannsakað erfðafræði laxfiska segja að þegar genetískt breyttur lax sleppur út í náttúruna og eignast afkvæmi með villtum laxi eru líkur til þess að hæfni villtra stofna rýrni. Þeir fái inn í sig gen úr eldislaxinum sem eru ekki heppileg fyrir villtar aðstæður og standi sig verr í lífsbaráttunni. Með laxeldi í sjókvíum erum við án nokkurs vafa að fikta í íslenskri náttúru án þess að vita til fulls hvaða afleiðingar það mun hafa. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði að hún vildi hægja á útgáfu nýrra leyfa til laxeldis í sjókvíum á meðan starfshópur um stefnu stjórnvalda væri að störfum. Starfshópurinn á að skila niðurstöðum í ágúst. Svo virðist sem Matvælastofnun líti svo á að þetta nái ekki til leyfa sem langt eru komin í umsóknarferli. Það væri tilhlýðilegra og heiðarlegra ef stofnunin myndi bíða með afgreiðslu umsókna á meðan starfshópurinn er að störfum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun