Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2017 11:30 Svakalegt að sjá. Myndband sem sýnir öryggisverði draga farþega út úr vél United Airlines á leið frá Chicago til Louisville hefur vakið mikla athygli. Framkvæmdastjóri United Airlines hefur beðist afsökunar á atvikinu og segir að það verði skoðað. Chicago Tribune greinir frá. „Teymi á okkar vegum vinnur hörðum höndum með yfirvöldum og rannsakar sömuleiðis á eigin vegum hvað gerðist,“ segir Oscar Munoz í yfirlýsingu sem send var í dag. Flugfélagið sé að reyna að hafa uppi á farþeganum. Fjölmargir farþegar voru með síma sína á lofti þegar atvikið varð eins og sjá má hér að neðan. Heyra má mann öskra þegar öryggisverðir reyna að draga hann úr sæti sínu. Svo þagnar hann og verðirnir sjást draga hann eftir gólfinu við undrun annarra farþega. „Guð minn góður, sjáið hvað þið gerðuð við hann,“ segir ein kona á meðal farþega í myndbandinu. Gleraugu mannsins eru skökk og peysa hann lyftist. Audra Bridges, farþegi í fluginu, sagði við Louisville Courier-Journal að United hefði fyrir brottför óskað eftir sjálfboðaliða til að fara með öðru flugi gegn 400 dollara greiðslu og hótelgistingu. Í framhaldinu fengu farþegar að fara um borð. Þegar allir höfðu fengið sér sæti og allt að verða klárt fyrir flugtaka var farþegum tjáð að fjórir þeirra þyrftu að yfirgefa vélina þar sem fjórir starfsmenn United þyrftu að fljúga með vélinni en þeir áttu að vera í áhöfn í flugi United frá Louisville síðar um daginn. Vélin færi ekki frá borði fyrr en fjögur sæti hefðu losnað. Farþegar sýndu lítil viðbrögð þótt 800 dollarar væru í boði. Þá var farþegum tjáð að tölva myndi velja farþegana fjóra af handahófi. Par var valið og í framhaldinu maðurinn sem síðar var fjarlægður. Maðurinn neitaði, sagðist vera læknir sem þyrfti að hitta sjúklingana sína. Bridges birti myndband af atvikinu sem hefur verið horft á yfir milljón sinnum og deilt í tug þúsund skipta. Bridges segir manninn hafa komið aftur um borð í vélina nokkru síðar og muldrað: „Ég verð að komast heim. Ég verð að komast heim.“ Alþekkt er að flugfélög yfirbóki í flug sín en vandamálið er sjaldnast leyst þegar komið er um borð í vélina. Er vandamálið yfirleitt leyst með boðum um greiðslur og/eða gistingu fyrir að ferðast með síðara flugi.Uppfært klukkan 18:07 Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um það sem gerðist fluginu í morgun. Farþeginn var kallaður flugdólgur í fyrri útgáfu fréttar sem átti ekki við rök að styðjast. Beðist er velvirðingar á þessu. @united @FoxNews @CNN not a good way to treat a Doctor trying to get to work because they overbooked pic.twitter.com/sj9oHk94Ik— Tyler Bridges (@Tyler_Bridges) April 9, 2017 @United overbook #flight3411 and decided to force random passengers off the plane. Here's how they did it: pic.twitter.com/QfefM8X2cW— Jayse D. Anspach (@JayseDavid) April 10, 2017 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira
Myndband sem sýnir öryggisverði draga farþega út úr vél United Airlines á leið frá Chicago til Louisville hefur vakið mikla athygli. Framkvæmdastjóri United Airlines hefur beðist afsökunar á atvikinu og segir að það verði skoðað. Chicago Tribune greinir frá. „Teymi á okkar vegum vinnur hörðum höndum með yfirvöldum og rannsakar sömuleiðis á eigin vegum hvað gerðist,“ segir Oscar Munoz í yfirlýsingu sem send var í dag. Flugfélagið sé að reyna að hafa uppi á farþeganum. Fjölmargir farþegar voru með síma sína á lofti þegar atvikið varð eins og sjá má hér að neðan. Heyra má mann öskra þegar öryggisverðir reyna að draga hann úr sæti sínu. Svo þagnar hann og verðirnir sjást draga hann eftir gólfinu við undrun annarra farþega. „Guð minn góður, sjáið hvað þið gerðuð við hann,“ segir ein kona á meðal farþega í myndbandinu. Gleraugu mannsins eru skökk og peysa hann lyftist. Audra Bridges, farþegi í fluginu, sagði við Louisville Courier-Journal að United hefði fyrir brottför óskað eftir sjálfboðaliða til að fara með öðru flugi gegn 400 dollara greiðslu og hótelgistingu. Í framhaldinu fengu farþegar að fara um borð. Þegar allir höfðu fengið sér sæti og allt að verða klárt fyrir flugtaka var farþegum tjáð að fjórir þeirra þyrftu að yfirgefa vélina þar sem fjórir starfsmenn United þyrftu að fljúga með vélinni en þeir áttu að vera í áhöfn í flugi United frá Louisville síðar um daginn. Vélin færi ekki frá borði fyrr en fjögur sæti hefðu losnað. Farþegar sýndu lítil viðbrögð þótt 800 dollarar væru í boði. Þá var farþegum tjáð að tölva myndi velja farþegana fjóra af handahófi. Par var valið og í framhaldinu maðurinn sem síðar var fjarlægður. Maðurinn neitaði, sagðist vera læknir sem þyrfti að hitta sjúklingana sína. Bridges birti myndband af atvikinu sem hefur verið horft á yfir milljón sinnum og deilt í tug þúsund skipta. Bridges segir manninn hafa komið aftur um borð í vélina nokkru síðar og muldrað: „Ég verð að komast heim. Ég verð að komast heim.“ Alþekkt er að flugfélög yfirbóki í flug sín en vandamálið er sjaldnast leyst þegar komið er um borð í vélina. Er vandamálið yfirleitt leyst með boðum um greiðslur og/eða gistingu fyrir að ferðast með síðara flugi.Uppfært klukkan 18:07 Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um það sem gerðist fluginu í morgun. Farþeginn var kallaður flugdólgur í fyrri útgáfu fréttar sem átti ekki við rök að styðjast. Beðist er velvirðingar á þessu. @united @FoxNews @CNN not a good way to treat a Doctor trying to get to work because they overbooked pic.twitter.com/sj9oHk94Ik— Tyler Bridges (@Tyler_Bridges) April 9, 2017 @United overbook #flight3411 and decided to force random passengers off the plane. Here's how they did it: pic.twitter.com/QfefM8X2cW— Jayse D. Anspach (@JayseDavid) April 10, 2017
Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira