Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar Henry Birgir Gunnarsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 30. apríl 2017 22:00 Kristófer Acox treður með látum. vísir/andri marinó KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. Stemningin fyrir leik var einstök. 2.700 manns í húsinu og uppselt. Fólki var vísað frá hálftíma fyrir leik. Vinsamlegast beðið um að fara á Rauða ljónið að horfa. Bæði lið mættu nokkuð vel stemmd í stemningunni. Grindvíkingar skrefi á undan í upphafi og komust í 6-10. Þá sagði KR hingað og ekki lengra. KR skoraði næstu 13 stig leiksins og þegar fyrsti leikhlutinn var allur var munurinn 9 stig, 19-10. Öðrum leikhlutanum verður ekki lýst á annan hátt en sem slátrun. KR-ingar gjörsamlega völtuðu yfir útúrtaugaða Grindvíkinga sem þorðu ekki einu sinni á skjóta á körfuna. Lewis Clinch klúðraði öllum níu skotum sínum í hálfleiknum og Grindvíkingar vissu ekki sitt rjúkandi ráð.Dagur Kár Jónsson rotaðist í leiknum.Vísir/Andri MarinóÞegar upp var staðið var munurinn í hálfleik 31 stig, 49-18, en KR skoraði 21 síðustu stig hálfleiksins. Það er auðvitað fáranlegt. Grindavík var yfir 6-10 eins og menn muna líklega. Brynjar Þór elskar þessa stóru leiki og hann sýndi það með 15 stigum í fyrri hálfleik. Það voru allir að skila sínu hjá KR-ingum og frábær liðsheild KR-inga blómstraði loksins sem aldrei fyrr. KR-ingar mættu vel stemmdir út úr klefanum og ætluðu ekki að hleypa Grindavík inn í leikinn. Er munurinn var að detta í 40 stig þá fóru Grindvíkingar loksins að sprikla í neti KR-inga. Meistararnir voru þó fljótir að rota þá aftur og munurinn fyrir lokaleikhlutann var 28 stig, 68-40. Baráttan í lagi en það bara dugði ekki til. Fjórði leikhlutinn var síðan algjört formsatriði sem stuðningsmenn og leikmenn KR nutu í botn. Það vissu allir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn fjórða árið í röð.Kristófer Acox treður með tilþrifum.Vísir/Andri MarinóAf hverju vann KR? Í stuttu máli af því KR er langbesta lið landsins. KR-ingar hafa ekki alltaf sýnt það en þeir þurftu allra stærsta sviðið til þess að geta sýnt allar sínar bestu hliðar. Þannig gera bara alvöru lið. KR er með innanborðs heilan haug af sigurvegurum. Það sem meira er að þá eru þeir allir KR-ingar inn að beini. Það lögðu allir sín lóð á vogarskálarnar og hrein unun að fylgjast með liðinu spila í kvöld. Þetta eru menn stóru leikjanna. Þeir mættu gríðarlega vel stemmdir, nutu stemningarinnar og spiluðu hver fyrir annan.Bestu menn vallarins? Fyrirliðinn Brynjar Þór var bestur á vellinum í kvöld. Það sem sá maður elskar stóru leikina. Kristófer spilaði sinn besta leik síðan hann kom heim og Sigurður Þorvalds kom líka með flott framlag af bekknum. Annars var ekki veikur blettur á þessu KR-liði og enginn ekki að skila sínu. Það voru allir að skila sínu hjá KR. Jón Arnór var besti leikmaður úrslitakeppninnar Hann var ekki áberandi í stigaskorinu í kvöld en tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Alvöru liðsmaður. Sama með Pavel sem gaf 13 stoðsendingar í kvöld og tók átta fráköst. Þetta var eiginlega fullkomið hjá KR eins og tölurnar sanna. Það er því miður erfitt að hrósa einhverjum Grindvíkingum. Þar fóru allir á taugum og réðu ekki við verkefnið.Vísir/Andri MarinóÁhugaverð tölfræði KR skoraði 21 stig í röð í fyrri hálfleik. Síðustu 21 stig hálfleiksins. Það er algerlega ótrúlegt. KR fær líka 43 stig af bekknum gegn aðeins 13 hinum megin. Skottölfræðin er 47 prósent hjá KR gegn 29 prósent hinum megin. KR vann frákastabaráttuna 64-41 og stoðsendingarnar fóru 29-12. Grindavík var aðeins með tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik. Lewis Clinch var 2 af 13 í kvöld og fyrsta stigið kom í lok þriðja leikhluta. Hann var sá lykilleikmaður sem mátti alls ekki eiga sinn langversta leik vetrarins í kvöld.Hvað gekk illa? Hjá KR nákvæmlega ekkert. Það var ekkert að. Nákvæmlega ekkert. Að sama skapi var allt að hjá Grindavík. Þeirra sterkasta vopn, leikgleðin og að njóta hverrar sóknar og varnar til hins ítrasta. KR einfaldlega stal því vopni af þeim. Á meðan Grindvíkingar virtust vera bugaðir af stressi fyrir framan allt fólkið, fundu ekki gleðina hafði KR-ingum aldrei liðið betur en í þessari umgjörð. Þar af leiðandi féll Grindvíkingum allur ketill í eld og sama hvað liðið reyndi. Það gekk ekki upp og leikmenn voru orðnir skíthræddir við að skjóta. Þá var þetta búið. Því miður fyrir Grindavík, og alla hlutlausa, þá gerðist það snemma í fyrri hálfleik.KR-Grindavík 95-56 (19-10, 30-8, 19-22, 27-16)KR: Brynjar Þór Björnsson 23/9 fráköst, Kristófer Acox 14/8 fráköst/3 varin skot, Sigurður Á. Þorvaldsson 11/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 9, Darri Hilmarsson 8, Jón Arnór Stefánsson 8/10 fráköst/8 stoðsendingar, Philip Alawoya 8/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 5/8 fráköst/13 stoðsendingar, Sigvaldi Eggertsson 5/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 4.Grindavík: Dagur Kár Jónsson 15, Þorleifur Ólafsson 8/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/10 fráköst/4 varin skot, Þorsteinn Finnbogason 7, Ingvi Þór Guðmundsson 7, Lewis Clinch Jr. 6/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 5/7 fráköst. Jóhann: Við skitum á okkurJóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var í hálfgerðu losti eftir skellinn gegn KR í kvöld. Gríðarlega svekkjandi endir á mögnuðu tímabili hjá hans liði. „Þetta er eitt mesta choke sem ég hef orðið vitni að hjá mínum mönnum. Við bara skitum á okkur og misstum trúna strax. KR-ingarnir spiluðu mjög vel og fóru að gera það sem maður óttaðist að þeir myndu fara að gera. Njóta og hafa gaman af þessu. Við féllum á eigin bragði þar,“ sagði Jóhann yfir sig svekktur. „KR-ingana langaði þetta miklu meira. Þeir föttuðu að njóta, hafa gaman og virða það að vera bestir. Ekki bara halda að þetta komi af sjálfu sér. Við gáfumst upp í öðrum leikhluta og þetta var búið í hálfleik.“ Grindavík er búið að koma öllum á óvart í vetur en var þetta risastóra svið í kvöld of stórt fyrir þá? „Mögulega. Við lærum af þessu. Ég þar á meðal en ég hef aldrei lent í svona áður. Það er erfitt að segja af hverju samt svona snemma eftir leik,“ segir Jóhann en það gekk ekkert upp hjá hans liði og Lewis Clinch skoraði ekki sitt fyrsta stig fyrr en í blálok þriðja leikhluta. „Hann átti ekki sinn besta leik og það var ekki bara hann sem „chokeaði“. Það gerðu allir. Við duttum úr okkar leik allt of snemma. Hittum ekki úr góðum skotum og þetta var bara slakt.“ Jón Arnór: Enduðum mótið í fimmta gír„Við höfum verið að sjá þetta fyrir okkur undanfarna daga, sjá fyrir okkur að við séum að halda á bikarnum,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum bara okkar bestu hliðar í kvöld, og sérstaklega varnarlega og ná sem flestum fráköstum. Við vorum búnir að sjá fyrir okkur stemmninguna þegar við myndum hampa þessum titli og fórum bara inn í þennan leik bara mjög auðmjúkir." Jón segir að KR-liðið hafi gert sér grein fyrir því að liðið gæti hæglega tapað þessum leik. „Þetta er bara úrslitaleikur og hefði getað farið hvernig sem er. Við komum rétt innstilltir.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi áttað sig á því að leikurinn í kvöld snérist bara um þá sjálfa og enga aðra. Mikið hefur verið talað um það að KR hafi aldrei náð að spila sinn besta leik á tímabilinu. „Við unnum bikarinn nánast í þriðja gír og við kláruðum þennan leik í fimmta gír.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Jón.Pavel: Hitinn var svo mikill að ég varð að fara inn í klefa í upphitun„Mér líður bara mjög vel. Það var ákveðin léttir að ná að klára þetta og geggjað að fá að upplifa það loksins í Vesturbænum,“ segir Pavel Ermolinskij, eftir leikinn í kvöld. „Við hittum á mjög góðan dag og ég held að þeir hafi átt afskaplega lélegan dag sóknarlega séð. Við tókum ákvörðun fyrir leikinn að gera bara okkur og hugsa ekki um neinn annan. Það kom síðan kannski ekkert á óvart að Brynjar [Þór Björnsson] skildi eiga góðan leik.“ Gríðarlegur hiti var í DHL-höllinni í kvöld og voru 2700 manns á svæðinu. „Það var afskaplega heitt. Ég þurfti að fara inn í klefa í upphitun, hitinn var svo mikill. Þetta er samt það sem maður vill, þessar aðstæður.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Pavel.Kristófer: Ólýsanleg tilfinning„Þetta er ólýsanleg tilfinning,“ segir Kristófer Acox, eftir leikinn í kvöld en hann var að verða Íslandsmeistari með KR í fyrsta sinn. „Þetta einvígi var ekki alveg eins og við bjuggumst við eftir að hafa komist 2-0 yfir. Við verðum að hrósa Grindvíkingum. Þeir eru með virkilega gott lið og spiluðu mjög vel og við þurftum að hafa mikið fyrir þessum titli.“ Hann segir að leikmenn KR hafi hreinsað til í hausnum fyrir leikinn í kvöld. „Við fórum bara að spila okkar bolta og hætta að ofhugsa allt. Svo máttu menn ekki vera hræddir við það að gera mistök. Það er mjög erfitt að eig við KR-liðið þegar við spilum svona.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kristófer.Brynjar: Þetta er bara gullaldartímabil KR og við ætlum ekkert að hætta„Það væri gaman að slá metið hans Teits, maður verður að skoða það,“ segir Brynjar Þór Björnsson, eftir leikinn í kvöld en hann var að verða Íslandsmeistari með KR í sjöunda sinn. „Konan er reyndar að fara út í sérnám bráðum og maður veit ekki alveg hvernig framtíðin verður en vonandi vinnum við aftur á næsta ári og þá er maður komnir með fimm ár í röð og maður er einhverju nær.“ Brynjar segir að það hafi sést í kvöld að ef KR spilar sinn leik þá á ekkert lið séns í þá. „Við komum þannig stilltir inn í þennan leik að við vorum alltaf að fara vinna. Það var bara mjög mikil jákvæðni í hópnum síðustu daga og það skilaði sér heldur betur. Þetta er bara gullaldartímabil KR og við ætlum ekkert að hætta.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. Stemningin fyrir leik var einstök. 2.700 manns í húsinu og uppselt. Fólki var vísað frá hálftíma fyrir leik. Vinsamlegast beðið um að fara á Rauða ljónið að horfa. Bæði lið mættu nokkuð vel stemmd í stemningunni. Grindvíkingar skrefi á undan í upphafi og komust í 6-10. Þá sagði KR hingað og ekki lengra. KR skoraði næstu 13 stig leiksins og þegar fyrsti leikhlutinn var allur var munurinn 9 stig, 19-10. Öðrum leikhlutanum verður ekki lýst á annan hátt en sem slátrun. KR-ingar gjörsamlega völtuðu yfir útúrtaugaða Grindvíkinga sem þorðu ekki einu sinni á skjóta á körfuna. Lewis Clinch klúðraði öllum níu skotum sínum í hálfleiknum og Grindvíkingar vissu ekki sitt rjúkandi ráð.Dagur Kár Jónsson rotaðist í leiknum.Vísir/Andri MarinóÞegar upp var staðið var munurinn í hálfleik 31 stig, 49-18, en KR skoraði 21 síðustu stig hálfleiksins. Það er auðvitað fáranlegt. Grindavík var yfir 6-10 eins og menn muna líklega. Brynjar Þór elskar þessa stóru leiki og hann sýndi það með 15 stigum í fyrri hálfleik. Það voru allir að skila sínu hjá KR-ingum og frábær liðsheild KR-inga blómstraði loksins sem aldrei fyrr. KR-ingar mættu vel stemmdir út úr klefanum og ætluðu ekki að hleypa Grindavík inn í leikinn. Er munurinn var að detta í 40 stig þá fóru Grindvíkingar loksins að sprikla í neti KR-inga. Meistararnir voru þó fljótir að rota þá aftur og munurinn fyrir lokaleikhlutann var 28 stig, 68-40. Baráttan í lagi en það bara dugði ekki til. Fjórði leikhlutinn var síðan algjört formsatriði sem stuðningsmenn og leikmenn KR nutu í botn. Það vissu allir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn fjórða árið í röð.Kristófer Acox treður með tilþrifum.Vísir/Andri MarinóAf hverju vann KR? Í stuttu máli af því KR er langbesta lið landsins. KR-ingar hafa ekki alltaf sýnt það en þeir þurftu allra stærsta sviðið til þess að geta sýnt allar sínar bestu hliðar. Þannig gera bara alvöru lið. KR er með innanborðs heilan haug af sigurvegurum. Það sem meira er að þá eru þeir allir KR-ingar inn að beini. Það lögðu allir sín lóð á vogarskálarnar og hrein unun að fylgjast með liðinu spila í kvöld. Þetta eru menn stóru leikjanna. Þeir mættu gríðarlega vel stemmdir, nutu stemningarinnar og spiluðu hver fyrir annan.Bestu menn vallarins? Fyrirliðinn Brynjar Þór var bestur á vellinum í kvöld. Það sem sá maður elskar stóru leikina. Kristófer spilaði sinn besta leik síðan hann kom heim og Sigurður Þorvalds kom líka með flott framlag af bekknum. Annars var ekki veikur blettur á þessu KR-liði og enginn ekki að skila sínu. Það voru allir að skila sínu hjá KR. Jón Arnór var besti leikmaður úrslitakeppninnar Hann var ekki áberandi í stigaskorinu í kvöld en tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Alvöru liðsmaður. Sama með Pavel sem gaf 13 stoðsendingar í kvöld og tók átta fráköst. Þetta var eiginlega fullkomið hjá KR eins og tölurnar sanna. Það er því miður erfitt að hrósa einhverjum Grindvíkingum. Þar fóru allir á taugum og réðu ekki við verkefnið.Vísir/Andri MarinóÁhugaverð tölfræði KR skoraði 21 stig í röð í fyrri hálfleik. Síðustu 21 stig hálfleiksins. Það er algerlega ótrúlegt. KR fær líka 43 stig af bekknum gegn aðeins 13 hinum megin. Skottölfræðin er 47 prósent hjá KR gegn 29 prósent hinum megin. KR vann frákastabaráttuna 64-41 og stoðsendingarnar fóru 29-12. Grindavík var aðeins með tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik. Lewis Clinch var 2 af 13 í kvöld og fyrsta stigið kom í lok þriðja leikhluta. Hann var sá lykilleikmaður sem mátti alls ekki eiga sinn langversta leik vetrarins í kvöld.Hvað gekk illa? Hjá KR nákvæmlega ekkert. Það var ekkert að. Nákvæmlega ekkert. Að sama skapi var allt að hjá Grindavík. Þeirra sterkasta vopn, leikgleðin og að njóta hverrar sóknar og varnar til hins ítrasta. KR einfaldlega stal því vopni af þeim. Á meðan Grindvíkingar virtust vera bugaðir af stressi fyrir framan allt fólkið, fundu ekki gleðina hafði KR-ingum aldrei liðið betur en í þessari umgjörð. Þar af leiðandi féll Grindvíkingum allur ketill í eld og sama hvað liðið reyndi. Það gekk ekki upp og leikmenn voru orðnir skíthræddir við að skjóta. Þá var þetta búið. Því miður fyrir Grindavík, og alla hlutlausa, þá gerðist það snemma í fyrri hálfleik.KR-Grindavík 95-56 (19-10, 30-8, 19-22, 27-16)KR: Brynjar Þór Björnsson 23/9 fráköst, Kristófer Acox 14/8 fráköst/3 varin skot, Sigurður Á. Þorvaldsson 11/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 9, Darri Hilmarsson 8, Jón Arnór Stefánsson 8/10 fráköst/8 stoðsendingar, Philip Alawoya 8/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 5/8 fráköst/13 stoðsendingar, Sigvaldi Eggertsson 5/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 4.Grindavík: Dagur Kár Jónsson 15, Þorleifur Ólafsson 8/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/10 fráköst/4 varin skot, Þorsteinn Finnbogason 7, Ingvi Þór Guðmundsson 7, Lewis Clinch Jr. 6/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 5/7 fráköst. Jóhann: Við skitum á okkurJóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var í hálfgerðu losti eftir skellinn gegn KR í kvöld. Gríðarlega svekkjandi endir á mögnuðu tímabili hjá hans liði. „Þetta er eitt mesta choke sem ég hef orðið vitni að hjá mínum mönnum. Við bara skitum á okkur og misstum trúna strax. KR-ingarnir spiluðu mjög vel og fóru að gera það sem maður óttaðist að þeir myndu fara að gera. Njóta og hafa gaman af þessu. Við féllum á eigin bragði þar,“ sagði Jóhann yfir sig svekktur. „KR-ingana langaði þetta miklu meira. Þeir föttuðu að njóta, hafa gaman og virða það að vera bestir. Ekki bara halda að þetta komi af sjálfu sér. Við gáfumst upp í öðrum leikhluta og þetta var búið í hálfleik.“ Grindavík er búið að koma öllum á óvart í vetur en var þetta risastóra svið í kvöld of stórt fyrir þá? „Mögulega. Við lærum af þessu. Ég þar á meðal en ég hef aldrei lent í svona áður. Það er erfitt að segja af hverju samt svona snemma eftir leik,“ segir Jóhann en það gekk ekkert upp hjá hans liði og Lewis Clinch skoraði ekki sitt fyrsta stig fyrr en í blálok þriðja leikhluta. „Hann átti ekki sinn besta leik og það var ekki bara hann sem „chokeaði“. Það gerðu allir. Við duttum úr okkar leik allt of snemma. Hittum ekki úr góðum skotum og þetta var bara slakt.“ Jón Arnór: Enduðum mótið í fimmta gír„Við höfum verið að sjá þetta fyrir okkur undanfarna daga, sjá fyrir okkur að við séum að halda á bikarnum,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum bara okkar bestu hliðar í kvöld, og sérstaklega varnarlega og ná sem flestum fráköstum. Við vorum búnir að sjá fyrir okkur stemmninguna þegar við myndum hampa þessum titli og fórum bara inn í þennan leik bara mjög auðmjúkir." Jón segir að KR-liðið hafi gert sér grein fyrir því að liðið gæti hæglega tapað þessum leik. „Þetta er bara úrslitaleikur og hefði getað farið hvernig sem er. Við komum rétt innstilltir.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi áttað sig á því að leikurinn í kvöld snérist bara um þá sjálfa og enga aðra. Mikið hefur verið talað um það að KR hafi aldrei náð að spila sinn besta leik á tímabilinu. „Við unnum bikarinn nánast í þriðja gír og við kláruðum þennan leik í fimmta gír.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Jón.Pavel: Hitinn var svo mikill að ég varð að fara inn í klefa í upphitun„Mér líður bara mjög vel. Það var ákveðin léttir að ná að klára þetta og geggjað að fá að upplifa það loksins í Vesturbænum,“ segir Pavel Ermolinskij, eftir leikinn í kvöld. „Við hittum á mjög góðan dag og ég held að þeir hafi átt afskaplega lélegan dag sóknarlega séð. Við tókum ákvörðun fyrir leikinn að gera bara okkur og hugsa ekki um neinn annan. Það kom síðan kannski ekkert á óvart að Brynjar [Þór Björnsson] skildi eiga góðan leik.“ Gríðarlegur hiti var í DHL-höllinni í kvöld og voru 2700 manns á svæðinu. „Það var afskaplega heitt. Ég þurfti að fara inn í klefa í upphitun, hitinn var svo mikill. Þetta er samt það sem maður vill, þessar aðstæður.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Pavel.Kristófer: Ólýsanleg tilfinning„Þetta er ólýsanleg tilfinning,“ segir Kristófer Acox, eftir leikinn í kvöld en hann var að verða Íslandsmeistari með KR í fyrsta sinn. „Þetta einvígi var ekki alveg eins og við bjuggumst við eftir að hafa komist 2-0 yfir. Við verðum að hrósa Grindvíkingum. Þeir eru með virkilega gott lið og spiluðu mjög vel og við þurftum að hafa mikið fyrir þessum titli.“ Hann segir að leikmenn KR hafi hreinsað til í hausnum fyrir leikinn í kvöld. „Við fórum bara að spila okkar bolta og hætta að ofhugsa allt. Svo máttu menn ekki vera hræddir við það að gera mistök. Það er mjög erfitt að eig við KR-liðið þegar við spilum svona.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Kristófer.Brynjar: Þetta er bara gullaldartímabil KR og við ætlum ekkert að hætta„Það væri gaman að slá metið hans Teits, maður verður að skoða það,“ segir Brynjar Þór Björnsson, eftir leikinn í kvöld en hann var að verða Íslandsmeistari með KR í sjöunda sinn. „Konan er reyndar að fara út í sérnám bráðum og maður veit ekki alveg hvernig framtíðin verður en vonandi vinnum við aftur á næsta ári og þá er maður komnir með fimm ár í röð og maður er einhverju nær.“ Brynjar segir að það hafi sést í kvöld að ef KR spilar sinn leik þá á ekkert lið séns í þá. „Við komum þannig stilltir inn í þennan leik að við vorum alltaf að fara vinna. Það var bara mjög mikil jákvæðni í hópnum síðustu daga og það skilaði sér heldur betur. Þetta er bara gullaldartímabil KR og við ætlum ekkert að hætta.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum