Baltasar Kormákur og RVK Studios ætla ráðast í gerð leikinnar þáttaraðar byggða á Guðmundar og Geirfinns málinu í samstarfi við Buccaneer Media en þetta kemur fram í frétt á vefnum Deadline.
Simon Cox, fréttamaður BBC, fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma fyrir BBC 4 og er sú umfjöllun kveikjan að verkinu.
Buccaneer Media framleiddi meðal annars þættina Marcella fyrir BBC. Handritshöfundur verður John Brownlow sem gerði meðal annars sjónvarpsþætti um Ian Fleming, manninn á bakvið karakterinn James Bond.
Á síðasta ári kom fram að bandaríska efnisveitan Netflix vinni einnig að heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Heildarkostnaður myndarinnar nemur um 100 miljónum íslenskra króna en Sagafilm vinnur að gerð myndarinnar ásamt RÚV og BBC.
