Úr iðrum Sjöunnar Bergur Ebbi skrifar 28. apríl 2017 07:00 Nokkrir hlutir verða útskýrðir í þessum pistli. Fyrst þarf ég að útskýra titilinn. „Sjöan“ er 8. áratugurinn. Hvers vegna sjöan? Vegna þess að persónulega hefur mér alltaf fundist það til trafala í íslensku að árin sem byrja á orðunum „sjötíu” séu nefnd eftir áratug sem heitir „áttundi“. Ég veit vel að merkingarlega er ekkert athugavert við það en ég bara fíla það ekki og hef aldrei gert. Til að negla þetta betur inn í vitund ykkar: Fiftís (6. áratugurinn) er „fimman“, sixtís (7. áratugurinn) er „sexan“, seventís (8. áratugurinn) er „sjöan“. Og svo framvegis. Að lokum tel ég skylt að geta þess að ég lærði þessa orðanotkun af Dr. Gunna, rithöfundi, tónlistarmanni og pistlahöfundi, sem einnig hefur skrifað mikið um poppkúltúr á íslensku og tók upp þennan sið af sömu ástæðu og ég. Næsta mál á dagskrá. „Nordic Noir“ er sú bókmenntastefna kölluð sem kenna má við höfunda eins og Stieg Larson, Arnald Indriðason og fleiri. Að sjálfsögðu er þetta fremur markaðshugtak en nafn á alvöru bókmenntastefnu, en merking og þungi þess er samt þó nokkur. Hugtakið fangar ákveðna stemningu. Lykilorðin fyrir íslenskt nordic noir gætu til dæmis verið: myrkur, sérviska, leyndarmál, skammdegi, morð, félagsleg vandamál, kvíði, snjór, drungi, ull, gamlar sveitakirkjur og bjúga. Íslenska glæpasagnahefðin er nefnilega engin froða. Hún er byggð á djúpum grunni sem snýr að uppgjöri íslenskrar nútímaþjóðar við aðra þjóð sem bjó hérna fyrir aðeins rúmlega einni kynslóð síðan, en það var þjóð dulmagns, forlagatrúar og hörku. Sjáið til. Ísland breyttist hraðar en önnur samfélög. Í sjöunni var enn til draughrætt fólk sem meig í kamra. Það var ekkert litasjónvarp og enginn skyndibiti og taktur samfélagsins var sleginn með reglulegum hvellum frá þeirri iðju að skjóta fjárhunda bak við hlöðuveggi. Það er svo stutt síðan þetta var svona að það verður að teljast algjör manía, í sögulegu samhengi, að Ísland teljist í dag nútímavædd þjóð. Og svo eru það öll leyndarmálin, misnotkunin, kvölin, eymdin, myrkrið og vormaníugulan og myndlistarmanna-sjöu-geðklofagulan. Sjöan er kyndiklefinn í kjallaranum, þar sem eldurinn brennur, þar sem galdrar og bartar ráða ríkjum og þó að sjöan sé liðin þá er hún þarna enn þá að framleiða dulmagn fyrir þessa þjóð, framleiða dulmagn og aðdráttarafl sem nú er verið að selja á flöskum. Í þekktasta óuppgerða sakamáli Íslandsögunnar kristallast öll þessi atriði. Geirfinnsmálið er eitthvað sem við sækjum djúpt úr iðrum sjöunnar. Þegar karlmenn gengu í útvíðum ullarbuxum með broti við Álafoss úlpur og reyktu sígarettur og spiluðu snóker og hurfu svo í myrkrinu. Hurfu svo í myrkrinu í myrkasta árstímanum í myrkasta landinu á myrkasta áratugnum. Ó myrka sjöa. Myrkrið í Geirfinnsmálinu er svo mikið að enginn höfundur gæti gert það skarpara með stílfæringu. Myrkur er nefnilega eitt af fáu sem tækni getur ekki betrumbætt. Það skiptir engu hversu margir pixlar eru í boði á símanum þínum – hann nær samt ekki að gera myrkrið svartara. Myrkur er myrkur og Geirfinnsmálið upplýsist aldrei, sama hversu margar Netflix-seríur verða gerðar um það. Því meiri athygli sem það fær, því horfnari eru fórnarlömbin. Næsta atriði. Þegar ég gekk út um lendingarhlið Icelandair flugvélarinnar eftir að hafa lent á Leifsstöð í síðustu viku blasti við mér stór áletrun á vegg flugstöðvarinnar. Á vegginn var ritað fyrsta erindið úr fyrstu ljóðabók Péturs Gunnarssonar, í enskri þýðingu. Ljóðið er úr bókinni Splunkunýr dagur, sem kom út 1973, og það var eitthvað við samhengið sem stakk mig þó ég vilji taka sérstaklega fram að ég hef ekkert á móti því að ljóð séu prentuð með hástöfum á veggi. Mér finnst ljóð ekkert betri ef þau liggja hógvær í rykföllnum hillum á bókasöfnum. En hvers vegna þetta ljóð? Kannski var akkúrat þetta erindi valið því það inniheldur orðið „volcanoes“ og nær þannig að falla betur inn í kreditkortaauglýsingar með jöklamyndum sem annars prýða veggi flugstöðvarinnar. En ég sá eitthvað allt annað. Ég sá skilaboð djúpt úr iðrum sjöunnar, beint úr vitund síðhærðs ljóðskálds í Álafoss-úlpu. Ég sá sjöuna. Við lendingarhliðið. Þau mega fá allt hitt. Jöklana, hreina vatnið, lakkrísinn, úlpurnar og djammið. En ekki gefa þeim sjöuna og ekki gefa þeim myrkrið. Og hvað á ég með að ráðskast með sjöuna? Ég lifði hana ekki einu sinni. Og það er einmitt málið. Þess vegna er hún svo dimm, því ég var ekki einu sinni til og stórskáld þessarar þjóðar geta ekki amast við mér fyrir að vera meyr yfir þessu enda hafa þau varla ort neitt fyrir mig nema nostalgíska þroskasögudrullu og breytt mér í varðhund sjöunnar. Urr. Snáfið túristar. Ekki sniffa af sjöunni. Drullið ykkur burt. Þið snertið ekki sjöuna, kamelgula, reykmettaða snókerstofuna. Horfðu til himins og sjáðu gang tunglanna. Hér er línan dregin. Værukæra þjóð. Ekki sjöuna því þar býr samviska þín og leyndarmálin sem aðeins þeir mega heyra sem gengið hafa slyddublautir inn í karrílyktandi heimili með dánarfregnir og jarðarfarir-stefið lemjandi heilahvelin að innan. Hugsaðu þig um áður en þú framkvæmir. Hugsaðu þjóð, hugsaðu, þó að vitundarstigið sé brenglað eftir vökuna og sólin vilji ekki setjast. Það er eftirpartí á Njálsgötu, hér eru allir svangir og ruglaðir. Og þarna er hún. Sjálf Sjöan. Svona er hún þá. Sexí og dimm, og rugluð því pabbi hennar var drullusokkur sem veigraði sér ekki við að aflífa hunda. Sjöan dillar sér hægt við hálfkæfða tóna frá Patti Smith Group, í síðu pilsi, stúlka með ógæfuáru og aðdráttarafl myrkursins. Þú liggur í sófanum. Er ekki nóg að dást að henni? Þarftu að snerta, þarftu að ganga alla leið? Og þér, værukæra þjóð, er drullusama því þú veist að Sjöan er full af myrki og þú vilt þetta myrkur. Þú vilt munda hnífinn og sjá myrkrið sullast og frussast og smyrjast þunnt yfir teppið og henda kamelstubb oní og drepa í með gúmmískó. Því þú, kæra þjóð, getur aldrei hrist úr þér Mórann sem þú ert. Þú ert draugur úr Skútustaðahreppi að sturta í þig drykk í Icelandair vél með Geirfinn í afþreyingarkerfinu og þú starir á skjáinn í von um að hverfa eins og hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Nokkrir hlutir verða útskýrðir í þessum pistli. Fyrst þarf ég að útskýra titilinn. „Sjöan“ er 8. áratugurinn. Hvers vegna sjöan? Vegna þess að persónulega hefur mér alltaf fundist það til trafala í íslensku að árin sem byrja á orðunum „sjötíu” séu nefnd eftir áratug sem heitir „áttundi“. Ég veit vel að merkingarlega er ekkert athugavert við það en ég bara fíla það ekki og hef aldrei gert. Til að negla þetta betur inn í vitund ykkar: Fiftís (6. áratugurinn) er „fimman“, sixtís (7. áratugurinn) er „sexan“, seventís (8. áratugurinn) er „sjöan“. Og svo framvegis. Að lokum tel ég skylt að geta þess að ég lærði þessa orðanotkun af Dr. Gunna, rithöfundi, tónlistarmanni og pistlahöfundi, sem einnig hefur skrifað mikið um poppkúltúr á íslensku og tók upp þennan sið af sömu ástæðu og ég. Næsta mál á dagskrá. „Nordic Noir“ er sú bókmenntastefna kölluð sem kenna má við höfunda eins og Stieg Larson, Arnald Indriðason og fleiri. Að sjálfsögðu er þetta fremur markaðshugtak en nafn á alvöru bókmenntastefnu, en merking og þungi þess er samt þó nokkur. Hugtakið fangar ákveðna stemningu. Lykilorðin fyrir íslenskt nordic noir gætu til dæmis verið: myrkur, sérviska, leyndarmál, skammdegi, morð, félagsleg vandamál, kvíði, snjór, drungi, ull, gamlar sveitakirkjur og bjúga. Íslenska glæpasagnahefðin er nefnilega engin froða. Hún er byggð á djúpum grunni sem snýr að uppgjöri íslenskrar nútímaþjóðar við aðra þjóð sem bjó hérna fyrir aðeins rúmlega einni kynslóð síðan, en það var þjóð dulmagns, forlagatrúar og hörku. Sjáið til. Ísland breyttist hraðar en önnur samfélög. Í sjöunni var enn til draughrætt fólk sem meig í kamra. Það var ekkert litasjónvarp og enginn skyndibiti og taktur samfélagsins var sleginn með reglulegum hvellum frá þeirri iðju að skjóta fjárhunda bak við hlöðuveggi. Það er svo stutt síðan þetta var svona að það verður að teljast algjör manía, í sögulegu samhengi, að Ísland teljist í dag nútímavædd þjóð. Og svo eru það öll leyndarmálin, misnotkunin, kvölin, eymdin, myrkrið og vormaníugulan og myndlistarmanna-sjöu-geðklofagulan. Sjöan er kyndiklefinn í kjallaranum, þar sem eldurinn brennur, þar sem galdrar og bartar ráða ríkjum og þó að sjöan sé liðin þá er hún þarna enn þá að framleiða dulmagn fyrir þessa þjóð, framleiða dulmagn og aðdráttarafl sem nú er verið að selja á flöskum. Í þekktasta óuppgerða sakamáli Íslandsögunnar kristallast öll þessi atriði. Geirfinnsmálið er eitthvað sem við sækjum djúpt úr iðrum sjöunnar. Þegar karlmenn gengu í útvíðum ullarbuxum með broti við Álafoss úlpur og reyktu sígarettur og spiluðu snóker og hurfu svo í myrkrinu. Hurfu svo í myrkrinu í myrkasta árstímanum í myrkasta landinu á myrkasta áratugnum. Ó myrka sjöa. Myrkrið í Geirfinnsmálinu er svo mikið að enginn höfundur gæti gert það skarpara með stílfæringu. Myrkur er nefnilega eitt af fáu sem tækni getur ekki betrumbætt. Það skiptir engu hversu margir pixlar eru í boði á símanum þínum – hann nær samt ekki að gera myrkrið svartara. Myrkur er myrkur og Geirfinnsmálið upplýsist aldrei, sama hversu margar Netflix-seríur verða gerðar um það. Því meiri athygli sem það fær, því horfnari eru fórnarlömbin. Næsta atriði. Þegar ég gekk út um lendingarhlið Icelandair flugvélarinnar eftir að hafa lent á Leifsstöð í síðustu viku blasti við mér stór áletrun á vegg flugstöðvarinnar. Á vegginn var ritað fyrsta erindið úr fyrstu ljóðabók Péturs Gunnarssonar, í enskri þýðingu. Ljóðið er úr bókinni Splunkunýr dagur, sem kom út 1973, og það var eitthvað við samhengið sem stakk mig þó ég vilji taka sérstaklega fram að ég hef ekkert á móti því að ljóð séu prentuð með hástöfum á veggi. Mér finnst ljóð ekkert betri ef þau liggja hógvær í rykföllnum hillum á bókasöfnum. En hvers vegna þetta ljóð? Kannski var akkúrat þetta erindi valið því það inniheldur orðið „volcanoes“ og nær þannig að falla betur inn í kreditkortaauglýsingar með jöklamyndum sem annars prýða veggi flugstöðvarinnar. En ég sá eitthvað allt annað. Ég sá skilaboð djúpt úr iðrum sjöunnar, beint úr vitund síðhærðs ljóðskálds í Álafoss-úlpu. Ég sá sjöuna. Við lendingarhliðið. Þau mega fá allt hitt. Jöklana, hreina vatnið, lakkrísinn, úlpurnar og djammið. En ekki gefa þeim sjöuna og ekki gefa þeim myrkrið. Og hvað á ég með að ráðskast með sjöuna? Ég lifði hana ekki einu sinni. Og það er einmitt málið. Þess vegna er hún svo dimm, því ég var ekki einu sinni til og stórskáld þessarar þjóðar geta ekki amast við mér fyrir að vera meyr yfir þessu enda hafa þau varla ort neitt fyrir mig nema nostalgíska þroskasögudrullu og breytt mér í varðhund sjöunnar. Urr. Snáfið túristar. Ekki sniffa af sjöunni. Drullið ykkur burt. Þið snertið ekki sjöuna, kamelgula, reykmettaða snókerstofuna. Horfðu til himins og sjáðu gang tunglanna. Hér er línan dregin. Værukæra þjóð. Ekki sjöuna því þar býr samviska þín og leyndarmálin sem aðeins þeir mega heyra sem gengið hafa slyddublautir inn í karrílyktandi heimili með dánarfregnir og jarðarfarir-stefið lemjandi heilahvelin að innan. Hugsaðu þig um áður en þú framkvæmir. Hugsaðu þjóð, hugsaðu, þó að vitundarstigið sé brenglað eftir vökuna og sólin vilji ekki setjast. Það er eftirpartí á Njálsgötu, hér eru allir svangir og ruglaðir. Og þarna er hún. Sjálf Sjöan. Svona er hún þá. Sexí og dimm, og rugluð því pabbi hennar var drullusokkur sem veigraði sér ekki við að aflífa hunda. Sjöan dillar sér hægt við hálfkæfða tóna frá Patti Smith Group, í síðu pilsi, stúlka með ógæfuáru og aðdráttarafl myrkursins. Þú liggur í sófanum. Er ekki nóg að dást að henni? Þarftu að snerta, þarftu að ganga alla leið? Og þér, værukæra þjóð, er drullusama því þú veist að Sjöan er full af myrki og þú vilt þetta myrkur. Þú vilt munda hnífinn og sjá myrkrið sullast og frussast og smyrjast þunnt yfir teppið og henda kamelstubb oní og drepa í með gúmmískó. Því þú, kæra þjóð, getur aldrei hrist úr þér Mórann sem þú ert. Þú ert draugur úr Skútustaðahreppi að sturta í þig drykk í Icelandair vél með Geirfinn í afþreyingarkerfinu og þú starir á skjáinn í von um að hverfa eins og hann.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun