Lífið

Ástmaður Aaron Hernandez var sá síðasti sem sá hann á lífi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá réttarhöldunum fyrr í þessum mánuði.
Frá réttarhöldunum fyrr í þessum mánuði. vísir/getty
Fyrrum NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez fyrirfór sér í fangelsi í Massachusettes þann 18. apríl síðastliðinn.

Hernandez hengdi sig en hann notaði til þess lakið á rúmi sínu. Hann hafði einnig troðið ýmsu í hurðina á klefanum til þess að aftra fangavörðum inngöngu. Hann fannst í klefa sínum um sjö í morgun og var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi klukkustund síðar.

Ekki er langt síðan að Hernandez var sýknaður í máli þar sem hann var sakaður um tvöfalt morð. Það breytti litlu því hann sat þegar í steininum fyrir annað morð. Var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir það morð.

Martröð

Líf Hernandez hefur verið algjör martröð undanfarin ár en hann var einn allra besti leikmaður NFL-deildarinnar fyrir nokkrum árum. Hann spilaði með New England Patriots frá 2010 til 2012.

Erlendir miðlar greina frá því að Hernandez hafi átt ástmann.

Kyle Kennedy.
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að Hernandez hafi skilið eftir þrjú bréf við hlið biblíu í klefa sínum. Eitt bréfið var til elskhuga hans í fangelsinu, eitt til barnsmóður sinnar, Shayanna Jenkins-Hernandez, og að lokum eitt til dóttur hans. 

Hann á líka að hafa skrifað „John 3:16“ á enni sitt en það er tilvísun í biblíuversið „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“

Kyle Kennedy var ástmaður Hernandez í fangelsinu en hann situr inni fyrir vopnað rán. Kennedy er 22 ára og á að baki langa glæpasögu. Fangelsisyfirvöld höfðu áður neitað ósk Hernandez um að deila klefa með Kyle Kennedy.

Larry Army, lögfræðingur Kennedy, hefur staðfest að skjólstæðingur hans hafi ekki enn lesið bréfið sem Hernandez skildi eftir til hans. Kennedy mun vera á mjög vondum stað og er sérstök vakt yfir honum allan sólahringinn þar sem hann er talinn líklegur til að skaða sig.

Kennedy mun vera síðasti maðurinn sem sá Hernandez á lífi.






Tengdar fréttir

Hernandez svipti sig lífi

Fyrrum NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez er látinn en hann fyrirfór sér í fangelsi í Massachusettes í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.