Margar tenniskonur eru ósáttar við að Maria Sharapova sé byrjuð að spila aftur eftir fimmtán mánaða bann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.
Ein þeirra er Eugenie Bouchard sem komst í úrslit á Wimbledon árið 2014.
„Hún er svindlari og ég er á því að svindlarar eigi ekki að fá að spila aftur. Alveg sama í hvaða íþrótt það er. Svindlarar eiga að vera í banni,“ sagði Bouchard reið en hún er í 59. sæti á heimslistanum.
„Ég tel að það sé verið að senda unga fólkinu röng skilaboð með þessu. Þið megið svindla og við tökum samt fagnandi á móti ykkur aftur. Það er ekki rétt og Sharapova er ekki einstaklingur sem ég get litið upp til lengur.“
Sharapova snéri til baka í Stuttgart í gær og vann sinn fyrsta leik eftir bannið.
Sharapova er svindlari sem ætti ekki að fá að keppa
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti