Margar tenniskonur eru ósáttar við að Maria Sharapova sé byrjuð að spila aftur eftir fimmtán mánaða bann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.
Ein þeirra er Eugenie Bouchard sem komst í úrslit á Wimbledon árið 2014.
„Hún er svindlari og ég er á því að svindlarar eigi ekki að fá að spila aftur. Alveg sama í hvaða íþrótt það er. Svindlarar eiga að vera í banni,“ sagði Bouchard reið en hún er í 59. sæti á heimslistanum.
„Ég tel að það sé verið að senda unga fólkinu röng skilaboð með þessu. Þið megið svindla og við tökum samt fagnandi á móti ykkur aftur. Það er ekki rétt og Sharapova er ekki einstaklingur sem ég get litið upp til lengur.“
Sharapova snéri til baka í Stuttgart í gær og vann sinn fyrsta leik eftir bannið.
