Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 31-28 | Fram komið í úrslit eftir sigur í maraþonleik Smári Jökull Jónsson skrifar 25. apríl 2017 23:00 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/eyþór Fram er komið í úrslit Olís-deildar kvenna í handknattleik eftir þriggja marka sigur á Haukum. Lokatölur urðu 31-28 eftir tvíframlengdan maraþonleik og Fram vinnur því einvígið 3-0. Haukar mættu til leiks af gríðarlegum krafti. Þær voru afar grimmar í vörninni og mikið duglegri að keyra á Framliðið þegar færi gafst heldur en í síðasta leik að Ásvöllum. Sóknarleikur Fram var slakur og gerðu leikmenn liðsins sig seka um mikið af mistökum. Eftir 10 mínútna leik var munurinn orðinn fimm mörk, staðan 7-2, og Fram tók leikhlé. Leikur þeirra batnaði aðeins í kjölfarið og þær náðu muninum niður í eitt mark þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar, staðan þá 10-9 fyrir Hauka. Þá hrökk hins vegar allt í baklás á ný hjá Fram. Þær köstuðu boltanum ítrekað í hendur Haukaliðsins sem skoruðu sex af síðustu sjö mörkum hálfleiksins. Haukar hefðu auðveldlega getað skorað fleiri meiri þvi þær klikkuðu þrisvar í hraðaupphlaupi þar sem þær voru einar gegn Guðrúnu Ósk markverði. Staðan í hálfleik var 16-10 og gestirnir í góðri stöðu. Fram gekk illa að saxa á forskot gestanna í upphafi síðari hálfleiks. Haukar spiluðu skynsamlega og nýttu sóknir sínar nokkuð vel. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði fyrstu þrjú mörk Fram í hálfleiknum og hélt þeim inni í leiknum. Staðan var 20-14 þegar tuttugu mínútur voru eftir. Þá tóku Framarar hins vegar heldur betur við sér. Þær skelltu í lás í vörninni og Haukarnir gerðu klaufaleg mistök í sínum sóknarleik. Heimastúlkur söxuðu á forskotið jafnt og þétt og leikhlé Óskars Ármannssonar þjálfara hafði lítið að segja. Þegar níu mínútur voru eftir var eins marks munur 22-21 og farið að fara um stuðningsmenn Hauka. Fram fékk færi til að jafna metin en fór illa með tvö góð tækifæri í sókninni. Þeim tókst loks að jafna í 24-24 þegar innan við tvær mínútur voru eftir en þá höfðu liðin skipst á að skora í nokkur skipti. Haukar náðu ekki að skora í sókninni sem fylgdi í kjölfarið og Fram gat komist yfir í fyrsta skipti í leiknum. Skot Ragnheiðar Júlíusdóttur fór hins vegar í varnarvegginn og Óskar Ármannsson þjálfari Hauka tók leikhlé þegar 5 sekúndur voru eftir. Haukar voru afar nálægt því að skora sigurmarkið á lokasekúndunni eftir ágæta fléttu en skot Sigrúnar Jóhannsdóttur fór í þverslá og því varð að framlengja. Haukar voru sterkari aðilinn í fyrri hluta framlengingar. Þær skoruðu fyrsta markið en í kjölfarið fékk Ramune Pekarskyte tveggja mínútna brottvísun. Það nýttu Framarar sér alls ekki en þær höfðu farið afar illa að ráði sínu í yfirtölu í tvígang í leiknum þar á undan. Haukar skoruðu annað mark fyrir hálfleik framlengingar og staðan þá 26-24. Fram skoraði fyrsta markið í seinni hlutanum en Haukar komust á ný tveimur mörkum yfir. Eftir misheppnaða sókn Fram virtist leikurinn vera að renna úr höndunum á þeim. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði þó og minnkaði muninn í 27-26 þegar innan við mínúta var eftir. Fram fékk boltann á ný þegar 15 sekúndur voru eftir eftir vörslu frá Guðrúnu Ósk Maríasdóttur í markinu. Þessar sekúndur nýttu þær vel því Sigurbjörg Jóhannsdóttir jafnaði metin í 27-27 þegar 5 sekúndur voru eftir og önnur framlenging staðreynd. Haukar voru afar ósáttir að ekki skyldi vera dæmt þegar Sigrún Jóhannsdóttir fór í gegn í sókninni á undan og höfðu nokkuð til síns máls. Það virtist brotið á Sigrúnu og þá hefði lítið annað verið hægt en að dæma víti. Þess í stað jafnaði Fram þegar Sigrún lá eftir og Óskar Ármannsson fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir mótmæli. Haukar hófu því seinni framlenginguna einum færri. Það reyndist þeim dýkeypt því Fram skoraði þrjú mörk í röð og leiddu 30-27 eftir fyrri hálfleik seinni framleningar. Þann mun náðu Haukar aldrei að brúa þrátt fyrir að hefja seinni hálfleikinn einum fleiri eftir brottvísun Steinunnar Björnsdóttur. Guðrún Ósk í markinu var sú sem sá til þess en hún varði frábærlega á lokamínútunum þegar Haukar reyndu að minnka muninn og Fram vann að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Fram er því komið í úrslit Olís-deildarinnar þar sem þær mæta annaðhvort Stjörnunni eða Gróttu.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 10, Steinunn Björnsdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Marthe Sördal 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 1 og Elísabet Gunnarsdóttir 1. Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 21/1. Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 10, Ragnheiður Ragnarsdóttir 5, Maria Ines Pereira 5, Guðrún Erla Bjarnadóttir 5, Sigrún Jóhannsdóttir 3. Varin skot: Elín Jóna Þórsteinsdóttir 15. Stefán: Þarf að hætta að tala um að mæta vel til leiksStefán Arnarson þjálfari Fram íbygginn á svip á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/EyþórStefán Arnarson þjálfari Fram var ánægður að klára einvígið gegn Haukum í þremur leikjum og sagðist ekki eiga neinn óskamótherja í úrslitaeinvíginu þar sem liðið mun annaðhvort mæta Stjörnunni eða Gróttu. „Ég held að þetta sé sjöundi leikurinn við Hauka og við höfum unnið sex þannig að við ættum að vera sterkara lið samkvæmt þeirri tölfræði. En allir leikirnir hafa verið jafnir og fyrstu 25 mínúturnar í dag voru einstefna af hálfu Hauka. Við náðum áttum í seinni hálfleik og jöfnuðum. Við sýndum síðan ótrúlegan styrk að jafna í framlengingunni þegar Haukar höfðu yfirhöndina en í seinni framlengingu vorum við mun betri og kláruðum þetta á þægilegan hátt," sagði Stefán í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Í fyrri hálfleik var lítið sem gekk upp hjá Framliðinu og Haukar hefðu hæglega getað haft meira forskot en þau sex mörk sem liðið hafði eftir fyrri hálfleikinn. „Sennilega er ég búinn að tala svo mikið um að við þurfum að mæta vel til leiks að það hefur farið öfugt í þær. Ég verð bara að hætta því,“ sagði Stefán kíminn. Guðrún Ósk Maríasdóttir markvörður Fram spilaði veik í dag og átti stórleik. Stefán sagði ýmislegt hafa gengið á í hans herbúðum síðustu dagana. „Guðrún var fárveik og það voru fleiri veikar. Það var matareitrun hjá okkur fyrir fyrsta leik og þessi hópur er að sýna ótrúlegan styrk að klára þetta miðað við hvað hefur gengið á í þessu einvígi.“ Óskar Ármannsson þjálfari Hauka gagnrýndi dómara harðlega eftir tapið í kvöld og talaði um dómaramafíu HSÍ. Fannst Stefáni hans lið fá hjálp frá dómurunum í þessu einvígi? „Mér hefur alltaf fundist Arnar og Svavar góðir dómarar en þeirra áherslur eru öðruvísi en annarra. Það er það eina sem ég gagnrýni þegar við erum búin að spila þrjá leiki og þá koma öðruvísi áherslur, mikið fleiri brottvísanir en hafa verið í þessum leikjum. Ég er búinn að vera mjög ánægður með dómarana í vetur.“ Mótherjar Fram í úrslitaeinvíginu verða annað hvort Grótta eða Stjarnan en Stefán sagðist enga óskamótherja eiga. „Nei, ég held að betra liðið þar eigi bara skilið að fara áfram og við þurfum bara að taka því sem við fáum. Við þurfum að anda aðeins og við fáum fínan tíma núna. Við munum skoða andstæðingana ágætlega en einbeita okkur að okkur. Það hefur tekist ágætlega,“ sagði Stefán að lokum. Óskar: Skömmin er hjá dómaramafíunniÓskar Ármannsson þjálfari Hauka gagnrýndi dómara harðlega eftir tapið gegn Fram í kvöld.Vísir/EyþórÓskar Ármannsson þjálfari Hauka var ómyrkur í máli eftir að hans lið féll úr leik gegn Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Hann sagði að hallað hefði á hans lið allt einvígið og talaði um dómaramafíu HSÍ. „Fyrst og fremst langar mig að nefna gríðarlegt þakklæti til minna leikmanna fyrir að leggja svona mikið á sig. Þær eru búnar að standa sig gríðarlega vel og ég hef aldrei á mínum ferli séð lið standa í eins miklu mótlæti og þetta lið hefur þurft að gera í þessu einvígi. Ég vil skrifa það á ónákvæma dómaravinnslu á móti okkur,“ sagði Óskar í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég er búinn að taka saman aragrúa af atriðum þar sem við áttum að fá fjöldan allan af vítaköstum auk brottrekstra sem við höfum fengið. Nefndu það bara. Það er þessari dómaramafíu til háborinnar skammar og í raun algjör skandall að þetta skuli líðast leik eftir leik,“ bætti Óskar við. Undir lok fyrri framlengingar fékk Sigrún Jóhannsdóttir leikmaður Hauka tækifæri til að koma Haukum tveimur mörkum yfir og tryggja sigur. Guðrún Ósk Maríasdóttir í marki Fram varði hins vegar frá henni og Fram tókst að jafna. Gestirnir voru afar ósáttir við að ekki skyldi vera dæmt víti þegar Sigrún fór í gegn og höfðu töluvert til síns máls. „Eins og svo margt annað bæði í þessum leik og síðustu leikjum þá get ég ekki annað en talað um hreinan og beinan skandal. Þetta er algjör vanvirðing við mitt lið og mér finnst með ólíkindum, með ólíkindum að menn skuli ekki funda eftir hvern einasta leik og drullast til að taka sig saman í andlitinu. Þetta er gjörsamlega óþolandi að vinna undir svona kringumstæðum. Ég vil ítreka að Framliðið er fínt lið en mitt lið stóð sig eins og hetjur í þessu einvígi. Dómaramafíunnar er mesta skömmin í þessu.“ Óskar hélt áfram að tala um atriði sem hann vildi meina að hefðu komið niður á hans liði og meðal annars atvik í fyrsta leik liðanna þar sem Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sigurmark Fram beint úr aukakasti eftir að tíminn rann út. „Í fyrsta leiknum skora þær tvo síðustu mörkin ólögleg. Það er með ólíkindum að Fram byrjar allar sínar hröðu miðjur með því að vera komnar 3-4 metrum innfyrir og skora þannig mörk í hverjum leik. Við erum að komast á milli þeirra og fáum brot og það eru fimm, sex eða sjö víti í hverjum einasta leik sem við fáum ekki. Svona er þetta búið að vera og miðað við það finnst mér með ólíkindum að stelpurnar hafi haldið haus. Mig langar bara að ítreka þakklæti og virðingu fyrir þessu liði.“ Eftir fyrri hálfleikinn í dag leiddu Haukar með sex mörkum en höfðu þá farið illa með nokkur dauðafæri og meðal annars þrjú hraðaupphlaup. „Þegar maður fer að greina svona leiki þá eru svona atriði sem telja líka. Burt séð frá öllu tali um dómgæslu þá erum við með einhver tólf dauðafæri sem við klikkum á maður á móti markmanni. Bara helmingur af þeim hefði tryggt okkur eitthvað meira. Maður getur tekið svona atriði saman þegar er tapað með minnsta mun." „Í lokin er auðvitað smá sök hjá sjálfum mér að fá tveggja mínútna brottvísun. Mér fannst ég fá þá brottvísun fyrir saklausa ábendingu. Auðvitað á ég sem reynslumikill þjálfari að vera skynsamari,“ bætti Óskar við en hann fékk brottvísun undir lok fyrri framlengingar og einum færri lentu Haukar þremur mörkum undir í upphafi seinni framlengingar. Óskar mun nú hætta þjálfun Haukaliðsins og Elías Már Halldórsson tekur við en hann hefur leikið með karlaliði Hauka um árabil. Óskar átti ekki von á miklum breytingum á liðinu. „Mér skilst að beinagrindin að liðinu verði sú sama, ég veit ekki með Ramune og hún verður að svara því sjálf hvað hún gerir. Hún er einstakur leikmaður en ég hef bent á og við höfum hugað að því að það þarf að byggja upp nýtt lið án hennar,“ sagði Óskar og var alveg með á hreinu hvaða lið myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum þegar blaðamaður spurði. „Ég held að Grótta hampi titlinum,“ sagði Óskar að lokum. Sigurbjörg: Fundum hvað trúin var mikilSigurbjörg Jóhannsdóttir í leiknum í kvöld.Vísír/EyþórSigurbjörg Jóhannsdóttir jafnaði metin fyrir Fram í lok fyrri framlengingar og kom þar með í veg fyrir sigur Hauka. Hún var vitaskuld hæstánægð með sigurinn í kvöld. „Fyrri hálfleikur var hrikalega lélegur og setti okkur í slæma stöðu. Við þurftum virkilega að hafa fyrir því að koma til baka. Við vissum að við ættum mikið inni og að ef við myndum malla þetta jafnt og þétt í síðari hálfleik þá ættum við möguleika. Við náðum að koma til baka og við fundum hvað trúin var mikil þegar við náðum að jafna,“ sagði Sigurbjörg eftir leik. Sigurbjörg jafnaði metin eins og áður segir þegar 5 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingu. Hún braust þá í gegnum vörn Hauka og skoraði örugglega. „Tilfinningin var góð, það kom ekkert annað til greina en að skora. Þessi vilji að fara ekki í fjórða leikinn var mikill og við keyrðum á þær og ég fékk öruggt færi.“ Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stóran þátt í sigri Fram því hún stóð sig vel í marki Fram og sérstaklega í seinni framlengingunni þegar hún lokaði markinu. „Hún var frábær en hún var veik með hita og streptókokkasýkingu. Ekki nóg með að hún stæði í markinu í 80 mínútur þá var hún að standa sig fáránlega vel í að klára sitt 100%. Hún gerði þetta í dag, Steinunn í fyrsta leik og það hefur gengið á ýmsu. En liðsheildin kom sterk inn og Guðrún þarf að hvíla sig núna. Það er bara beint undir sæng og að ná sér,“ sagði Sigurbjörg að lokum.Guðrún Ósk átti frábæran leik í marki Fram.vísir/eyþór31-28 (Leik lokið) - Guðrún Ósk ver enn á ný og Guðrún Þóra skorar um leið og flautan gellur. Fram er komið í úrslit!30-28 (79.mín) - Elín Jóna ver neyðarskot frá Ragnheiði. Guðrún Ósk bjargar Fram enn á ný og ver frábærlega frá Mariu. Haukar vinna boltann á ný og eru í sókn, 50 sekúndur eftir.30-28 (78.mín) - Ragnheiður Júlíusdóttir óskynsöm og skýtur slöku skoti alltof snemma. Haukar halda í sókn og Ragnheiður Ragnarsdóttir fær fínt færi í horninu en Guðrún ver.30-28 (77.mín) - Sókn Fram fer forgörðum og Ramune sækir víti. Guðrún Erla skorar og minnkar muninn.30-27 (Fyrri hálfleik framlengingar lokið) - Fram leiðir með þremur mörkum og er í ansi góðri stöðu. Haukar þurfa að halda hreinu og skora þrjú mörk. Það verður erfitt en ekki ómögulegt.30-27 (75.mín) - Steinunn fær tveggja mínútna brottvísun og þetta verða Haukar að nýta sér. Það gera þær þó ekki en óheppnar voru þær. Ragnheiður Ragnarsdóttir fer inn úr horninu og skýtur í samskeytin. Fram á aukakast þegar tíminn er liðinn sem fer yfir.30-27 (74.mín) - Ruðningur dæmdur á Elínu Önnu, hárrétt. Rétt á undan vildu Haukar fá víti en fengu ekki. Ragnheiður skorar síðan sitt tíunda mark. Þetta fer að verða erfitt fyrir Hauka. 29-27 (73.mín) - Sigurbjörg kastar boltanum útaf og Haukar halda í sókn þegar tvær mínútur eru eftir af fyrri hálfleik framlengingar. 29-27 (73.mín) - Rándýrt mark frá Sigurbjörgu sem skýtur í vörnina og Elín Jóna nær ekki að verja en hún hefði átt að gera betur. Haukar missa síðan boltan enn á ný og Fram getur komist þremur mörkum yfir.28-27 (71.mín) - Fram kemst yfir í fyrsta sinn eftir mark Guðrúnar Þóru úr horninu. Maria hafði þar áður látið Guðrúnu Ósk verja frá sér. Fram er komið aftur með boltann eftir misheppnaða sókn Hauka.27-27 (Fyrri framlengingu lokið) - Ég skil svekkelsi Hauka vel. Mér fannst augljóslega brotið á Sigrúnu þegar hún reyndi að fara í gegn og hefði haldið að dæma ætti víti. Þess í stað fer Fram upp völlinn og jafnar. Það verður áhugavert að skoða þetta atvik í sjónvarpinu í kvöld.27-27 (Fyrri framlengingu lokið) - Ramune reynir að koma boltanum á Mariu sem nær ekki að grípa. Vill meina að það sé brotið á henni en ekkert dæmt. Önnur framlenging og hana hefja Haukar einum færri í 1 mínútu og 57 sekúndur.27-27 (70.mín) - Hvílík dramatík! Ragnheiður skorar þegar tæp mínúta er eftir og Sigrún fer síðan í gegn og það virðist brotið á henni en ekkert dæmt. Hún liggur eftir og einum fleiri skorar Sigurbjörg og jafnar. 4 sekúndur eftir og Óskar er brjálaður og fær tveggja mínútna brottvísun á bekkinn!25-27 (68.mín) - Haukar stela boltanum! Ramune skýtur síðan í slá úr næstu sókn og Fram hefur mínútu til að jafna. 25-27 (68.mín) - Guðrún Erla skorar úr vítinu og munurinn tvö mörk. Fram hefur rúmar tvær mínútur.25-26 (68.mín) - Elín Jóna ver frá Steinunni á línunni og Elín Anna sækir víti. 2:30 eftir.25-26 (66.mín) - Steinunn skorar og minnkar muninn. Ruðningur dæmdur á Hauka í næstu sókn og Fram getur jafnað.24-26 (Fyrri hálfleik framlengingar lokið) - Fram tókst ekki að skora í fyrri hálfleik þessarar framlengingar, það gerðu Haukar hins vegar tvívegis. Ragnheiður reyndi að endurtaka leikinn frá því í fyrsta leik liðanna með því að skora beint úr aukakasti en skot hennar fór vel yfir.24-26 (65.mín) - Elín Jóna ver skot Ragnheiðar Júlíusdóttur og svo aftur þegar Ragnheiður hirðir frákastið og er ein fyrir opnu marki. Frábær tilþrif.24-26 (64.mín) - Frábær samleikur Sigrúnar og Mariu Ines skilar góðu marki. Enn og aftur gengur Fram illa einum fleiri.24-25 (64.mín) - Sigrún stelur boltanum þegar Hildur reynir sendingu út í hornið. Mikilvægt fyrir Hauka.24-25 (63.mín) - Maria Ines skorar fyrsta mark framlengingarinnar. Ramune fær svo tveggja mínútna brottvísun fyrir brot eftir hraða miðju Fram. Svona lagað er dýrt!24-24 (62.mín) - Fram glatar boltanum og Haukar gera það sömuleiðis í hraðaupphlaupinu sem þær reyna. Fram fær annað tækifæri.24-24 (62.mín) - Guðrún Ósk ver skot Ramune sem fer af vörninni. Fram heldur í sókn.24-24 (61.mín) - Framlengingin hafin og Haukar byrja í sókn. Leikið er í 2x5 mínútur.24-24 (Venjulegum leiktíma lokið) - Þarna munaði litlu. Haukar settu upp í kerfi og virtist sem Ramune ætlaði að skjóta frá miðju. Hún sendi hins vegar á Sigrúnu sem skaut fyrir utan teig en í þverslána. Framlenging framundan!24-24 (60.mín) - Ragnheiður skýtur á markið en í vörnina og beint til Elínar Jónu. Haukar fá boltann og Óskar tekur leikhlé þegar um 5 sekúndur eru eftir. Stefnir allt í framlengingu.24-24 (59.mín) - Guðrún Ósk ver. Fram í sókn þegar mínúta er eftir. Stefán tekur leikhlé.24-24 (58.mín) - Loks tókst Fram að jafna. Það gerði Steinunn af línunni. Tæpar tvær eftir.23-24 (57.mín) - Ragnheiður Ragnarsdóttir skorar sitt fimmta mark fyrir Hauka en nafna hennar Júlíusdóttir skorar strax fyrir Fram. Þvílík spenna!22-23 (57.mín) - Guðrún Erla skorar loksins fyrir Hauka úr horninu en Steinunn er fljót að minnka muninn á nýjan leik. Tæpar fjórar mínútur eftir.21-22 (55.mín) - Guðrún Ósk er búin að skella í lás í markinu, varði núna frá Mariu í hraðaupphlaupi. Fram hefur hins vegar farið illa að ráði sínu í síðustu sóknum liðsins.21-22 (53.mín) - Fram hefur fengið tvö góð færi til að jafna en misnotað þau bæði. Sókn Hauka er í miklu basli gegn afar sterkri Framvörn.21-22 (50.mín) - Ramune skorar en Steinunn svarar beint úr miðjunni. Fram vinnur síðan boltann og getur jafnað metin. Ótrúlegur viðsnúningur, staðan var 14-20 fyrir um tíu mínútum.20-21 (49.mín) - Sókn Hauka fer forgörðum og Steinunn fær víti eftir hraðaupphlaup. Ragnheiður skorar úr því og munurinn eitt mark.19-21 (47.mín) - Rebekka skorar tvö mörk í röð úr hraðaupphlaupum og Haukum tekst síðan á einhvern ótrúlegan hátt að senda útaf úr miðjunni. Fram í sókn og getur minnkað muninn í eitt mark.16-21 (46.mín) - Ramune að reynast Fram erfið. Sækir víti sem hún skorar svo sjálf úr af öryggi.16-20 (45.mín) - Rebekka Rut skorar sitt fyrsta mark og munurinn kominn í fjögur mörk. Óskar tekur leikhlé og vill skerpa á leik sinna stúlkna.15-20 (44.mín) - Haukar fögnuðu gríðarlega góðum varnarleik sínum. Kannski einum of vel því þær steingleymdu síðan Steinunni á línunni sem skoraði örugglega.14-20 (43.mín) - Maria Ines skorar tuttugasta mark Hauka. Fram gengur illa að saxa á forskot gestanna.14-19 (42.mín) - Klaufaskapur í vörn Fram. Elín Anna var á leið inn úr vonlausu færi en Marthe labbar inn í teiginn og stendur fyrir henni í skotinu. Ramune skorar úr vítinu sem dæmt var. Ragnheiður fljót að svara.13-18 (40.mín) - Ragnheiður skorar sitt þriðja mark í hálfleiknum og munurinn fimm mörk. Fyrsta mark Fram í yfirtölu í dag.12-18 (39.mín) - Maria Ines fær tveggja mínútna brottvísun. Ragnheiður fær hins vegar dæmdan á sig fót strax í kjölfarið, fékk lélega sendingu og Haukar halda í sókn. Enn gengur Framliðinu illa einum fleiri.12-18 (38.mín) - Ragnheiður skorar fyrir Fram og Guðrún Ósk ver síðan víti frá Guðrúnu Erlu.11-18 (36.mín) - Hafdís Iura skýtur í stöng úr dauðafæri og Ramune skorar sitt sjöunda mark og eykur muninn á ný.11-17 (34.mín) - Tölvan eitthvað að stríða mér. Haukar skoruðu fyrsta markið eftir að Ragnheiður Júlíusdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun í upphafi hálfleiksins. Liðin hafa síðan misnotað sínar sóknir þar til Ragnheiður skoraði nú með góðu skoti.10-16 (Hálfleikur) - Ramune er markahæst Hauka með 5 mörk og Ragnheiður Ragnarsdóttir hefur skorað 4. Marthe Sördal hefur skorað mest fyrir Fram, 6 mörk og Ragnheiður Júlíusdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir eru með 2 mörk hvor. Markmennirnir, þær Guðrún Ósk hjá Haukum og Elín Jóna hjá Haukum hafa varið sex skot hvor.10-16 (Fyrri hálfleik) - Hildur klikkaði á vítinu, skaut í stöng. Ragnheiður Ragnarsdóttir skoraði svo sitt fjórða mark og munurinn sex mörk í hálfleik. Ragnheiður Sveinsdóttir fær tveggja mínútna brottvísun fyrir brot þegar tvær sekúndur eru eftir, hennar önnur brottvísun í dag. Fram þarf að gera eitthvað í sínum sóknarleik, þær hafa ekki skorað í nærri 8 mínútur. Stefán fær hálfleikinn til að laga það sem þarf að laga.10-15 (29.mín) - Sigrún sækir víti af miklu harðfylgi og Guðrún Erla skorar sitt þriðja mark. Elísabet sækir víti hinu megin og Haukar mótmæla ákaft. Óskar þarf að passa sig á bekknum, hann er búinn að fá gult spjald. 10-14 (28.mín) - Vörn Hauka er gríðarlega öflug og hefur þvingað Fram í afar marga tapaða bolta og í annað skiptið núna ná Haukar að halda hreinu þegar þær eru einum færri í tvær mínútur. Sóknarleikur Fram er ekki burðugur.10-14 (26.mín) - Stefán klórar sér í höfðinu því Haukar skora enn á ný einum færri. María Karlsdóttir fékk brottvísun áðan en Sigrún Jóhannsdóttir spólar sig í gegnum vörn heimastúlkna og skorar.10-13 (24.mín) - Maria skorar úr hraðaupphlaupi eftir enn einn tapaðan bolta Framara í sókninni. Rétt áður hafði Ramune skotið rétt yfir úr hraðaupphlaupi en það var þriðja færið sem þær klúðra einar gegn markmanni. Munurinn gæti því hæglega verið meiri.10-12 (23.mín) - Fram alls ekki gert vel einum fleiri. Misnotað báðar sóknir sínar og fengið á sig tvö mörk. Að þessu sinni skoraði Sigrún Jóhannsdóttir úr hraðaupphlaupi. Ragnheiður Júlíusdóttir þó fljót að minnka muninn á ný.9-11 (20.mín) - Guðrún Erla skorar á ný úr víti sem Maria sótti. Bæði vítin farið í samskeytin hjá henni en hún klikkaði á tveimur fyrstu vítum sínum í síðasta leik.9-10 (19.mín) - Guðrún Erla skorar úr víti og munurinn tvö mörk á ný. Steinunn skorar úr hraðaupphlaupi eftir hraða miðju. Ótrúlegt að Haukar láti þetta gerast þegar eftir að þær taka víti. Ragnheiður Sveinsdóttir fær tveggja mínútna brottvísun þar að auki. Óskar tekur leikhlé.8-9 (19.mín) - Sóknarbrot dæmt á Hauka og Marthe skorar úr hraðaupphlaupi.7-9 (17.mín) - Ramune skorar eftir að dæmd var línu á Steinunni þegar hún gat jafnað fyrir Fram. Mikilvægt fyrir Hauka.7-8 (16.mín) - Aftur eru Haukar klaufar í sókninni. Ramune kemst inn í sendingu þegar Fram er að fara í sókn en reynir að vippa yfir Guðrúnu Ósk sem grípur boltann. Marthe minnkar muninn síðan í eitt mark.6-8 (15.mín) - Haukar klaufar. Ragnheiður komst ein gegn Guðrúnu í hraðaupphlaupi en skaut eiginlega bara beint í hana. Fram fór í sókn og Elísabet skoraði af línunni.5-8 (13.mín) - Marthe Sördal minnkaði muninn fyrir Fram en Marie Ines jók hann á ný fyrir Hauka.4-7 (11.mín) - Ragnheiður skorar með góðu skoti fyrir Fram sem vinna boltann strax aftur og Elva Þóra skorar úr hraðaupphlaupi. Fram búið að vinna boltann á ný eftir misheppnað skot Ramune.2-7 (10.mín) - Ragnheiður ver skot í vörninni frá Mariu en boltinn berst á Ragnheiði í horni Hauka sem skorar sitt þriðja mark. Aðeins tvær komnar á blað hjá Haukum með sjö mörk samtals.2-6 (9.mín) - Stefán setur inn annan línumann en spilar með fjóra fyrir utan. Haukar sjá við því og Elín Jóna ver skot frá Sigurbjörgu.2-6 (8.mín) - Stefán tekur leikhlé hjá Fram þegar Ramune skorar sitt fjórða mark og kemur Haukum fjórum mörkum yfir. Heldur betur góð byrjun hjá gestunum og Stefán ekki sáttur. Kæmi mér ekki á óvart þó hann myndi bæta sjöunda sóknarmanninum inn í næstu sókn.2-5 (7.mín) - Sigurbjörg skorar sitt annað mark með gegnumbroti. Haukar eru að keyra miklu hraðar á Framliðið eftir miðjur og þegar þær vinna boltann. Ramune skorar sitt þriðja mark og Haukar vinna boltann á ný.1-4 (6.mín) - Enn stendur vörn Hauka vel og sókn Fram endar með þrumuskoti Ragnheiðar í slá. Ragnheiður Ragnarsdóttir er hins vegar fyrst fram hinu megin og skorar. Þriggja marka munur.1-3 (3.mín) - Tvö mörk í röð frá Haukum sem byrja af miklum krafti. Eru gríðaröflugar í vörninni og ætla sér greinilega ekki í sumarfrí eftir leikinn í kvöld.1-1 (1.mín) - Haukar byrja þetta vel. Elín Jóna ver vel frá Ragnheiði og Maria Ines sækir víti. Ramune skorar örugglega úr því. Sigurbjörg jafnar strax eftir hraða miðju.0-0 (1.mín) - Fram hefur leikinn í sókn. Marthe, Ragnheiður, Sigurbjörg, Hildur, Guðrún Þóra og Steinunn hefja leikinn hjá þeim.19:28: Þá eru liðin kynnt til leiks og styttist í að þeir Arnar og Svavar flauti til leiks.19:25: Við fengum að vita rétt í þessu að Guðrún Ósk markvörður Fram verður á skýrslu í kvöld þrátt fyrir veikindin. Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir fer af skýrslunni. Svo á eftir að koma í ljós hvort Guðrún Ósk geti spilað af fullum krafti.19:25: Í fjórum af þeim fimm skiptum sem liðin hafa mæst í vetur hefur munað einu marki á liðunum í leikslok. Við skulum vona að sama spenna verði í leiknum í kvöld. Liðin eru nú komin inn í klefa og trommusveit Framara mætt á pallana.19:20: Í síðasta leik Fram og Hauka gerðu Framstúlkur afar mikið af tæknifeilum í upphafi leiks sem Haukar náðu þó ekki að nýta sér. Fram spilar hraðan leik og því fylgja tapaðir boltar en Haukar verða að nýta sér það betur ætli þær sér að eiga möguleika. 19:15: Korter í leik og það fer vonandi að fjölga á pöllunum. Guðjón L Sigurðsson eftirlitsdómari er mættur hingað í hús en hann var í eldlínunni í leik Gróttu og Stjörnunnar á sunnudag þar sem allt fór í háaloft, bæði þá og nú eftir leik.19:05: Guðrún Ósk Maríasdóttir markvörður Framara er veik og því er heimaliðið með þrjá markmenn á skýrslu í dag. Ein þeirra mun væntanlega detta út þegar kemur í ljós hvort Guðrún Ósk getur spilað. Það yrði skarð fyrir skildi hjá Frömurum geti hún ekki verið með, hún er feykisterkur markvörður og var sterk í síðasta leik á Ásvöllum. Hún situr eins og er við varamannabekkinn með boozt drykk sér við hlið.19:05: Lið Fram: Markverðir: Guðrún Ósk Maríasdóttir, Heiðrún Dís Magnúsdóttir og Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir. Útileikmenn: Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, Hafdís Shizuka Iura, Marthe Sördal, Ragnheiður Júlíusdóttir, Rebekka Rut Skúladóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Elva Þór Arnardóttir, Hildur Þorgeirsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Arna Þyrí Ólafsdóttir.Lið Hauka: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Tinna Húnbjörg Útileikmenn: Ragnheiður Sveinsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Erla Eiríksdóttir, Elín Anna Baldursdóttir, Guðrún Erla Bjarnadóttir, Maria Ines Da Silva Pereira, María Karlsdóttir, Ramune Pekarskyte, Alexandra Líf Arnarsdóttir, Brynhildur Sól Eddudóttir, Vilborg Pétursdóttir.19:00: Leikurinn hér í Framhúsinu hefst klukkan 19:30 og því réttur hálftími til leiks. Leikmenn eru að tínast hægt og rólega inn á völlinn og byrja upphitun. Það er ekki seinna vænna. Þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson sjá um að dæma leikinn en þeir eru eitt okkar reynslumesta dómarapar.19:00: Fram rétt missti af deildarmeistaratitlinum eftir tap í lokaleik deildarkeppninnar gegn Stjörnunni. Stórskyttan Hildur Þorgeirsdóttir sagði Framliðið vera þyrst í titil og ætlaði sér að hefna fyrir þær ófarir. Hvort þær fái tækifæri til þess yfirhöfuð verður að koma í ljós en það verður þá annaðhvort gegn Stjörnunni eða Gróttu sem eigast við í hinu undanúrslitaeinvíginu, en þar leiðir Grótta 2-0 eins og frægt er orðið.18:55: Óskar Ármannsson þjálfari Hauka sagði eftir síðasta leik að það væri engin ástæða fyrir hans stúlkur að missa trú á verkefninu miðað við fyrstu tvo leikina. Þær þurfa þó toppleik í kvöld ætli þær sér í úrslit enda Fram með geysisterkt lið.18:55: Ragnheiður Júlíusdóttir hefur verið mikill örlagavaldur í leikjunum tveimur. Fyrir utan að skora mikið af mörkum hefur hún skorað sigurmarkið í bæði skiptin. Í fyrsta leiknum skoraði hún beint úr aukakasti þegar tíminn var liðinn og í síðasta leik skoraði hún síðasta mark leiksins þegar 30 sekúndur voru eftir og tryggði þá 20-19 sigur Fram.18:55: Eins og flestir væntanlega vita er Fram með pálmann í höndunum í þessu einvígi. Þær hafa unnið fyrstu tvo leikina og fara í úrslit með sigri hér í kvöld. Leikirnir hafa þó verið jafnir og spennandi en Fram hefur unnið með einu marki í þeim báðum.18:50: Góða kvöldið og verið velkomin með Vísi í Framhúsið í Safamýri þar sem heimastúlkur í Fram taka á móti Haukum í þriðja leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís-deildinni. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Óskar: Skömmin er hjá dómaramafíunni Óskar Ármannsson þjálfari Hauka var ómyrkur í máli eftir að Haukar féllu úr leik gegn Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handknattleik. Hann sagði að hallað hefði á hans lið allt einvígið og talaði um dómaramafíu HSÍ. 25. apríl 2017 22:19 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Fram er komið í úrslit Olís-deildar kvenna í handknattleik eftir þriggja marka sigur á Haukum. Lokatölur urðu 31-28 eftir tvíframlengdan maraþonleik og Fram vinnur því einvígið 3-0. Haukar mættu til leiks af gríðarlegum krafti. Þær voru afar grimmar í vörninni og mikið duglegri að keyra á Framliðið þegar færi gafst heldur en í síðasta leik að Ásvöllum. Sóknarleikur Fram var slakur og gerðu leikmenn liðsins sig seka um mikið af mistökum. Eftir 10 mínútna leik var munurinn orðinn fimm mörk, staðan 7-2, og Fram tók leikhlé. Leikur þeirra batnaði aðeins í kjölfarið og þær náðu muninum niður í eitt mark þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar, staðan þá 10-9 fyrir Hauka. Þá hrökk hins vegar allt í baklás á ný hjá Fram. Þær köstuðu boltanum ítrekað í hendur Haukaliðsins sem skoruðu sex af síðustu sjö mörkum hálfleiksins. Haukar hefðu auðveldlega getað skorað fleiri meiri þvi þær klikkuðu þrisvar í hraðaupphlaupi þar sem þær voru einar gegn Guðrúnu Ósk markverði. Staðan í hálfleik var 16-10 og gestirnir í góðri stöðu. Fram gekk illa að saxa á forskot gestanna í upphafi síðari hálfleiks. Haukar spiluðu skynsamlega og nýttu sóknir sínar nokkuð vel. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði fyrstu þrjú mörk Fram í hálfleiknum og hélt þeim inni í leiknum. Staðan var 20-14 þegar tuttugu mínútur voru eftir. Þá tóku Framarar hins vegar heldur betur við sér. Þær skelltu í lás í vörninni og Haukarnir gerðu klaufaleg mistök í sínum sóknarleik. Heimastúlkur söxuðu á forskotið jafnt og þétt og leikhlé Óskars Ármannssonar þjálfara hafði lítið að segja. Þegar níu mínútur voru eftir var eins marks munur 22-21 og farið að fara um stuðningsmenn Hauka. Fram fékk færi til að jafna metin en fór illa með tvö góð tækifæri í sókninni. Þeim tókst loks að jafna í 24-24 þegar innan við tvær mínútur voru eftir en þá höfðu liðin skipst á að skora í nokkur skipti. Haukar náðu ekki að skora í sókninni sem fylgdi í kjölfarið og Fram gat komist yfir í fyrsta skipti í leiknum. Skot Ragnheiðar Júlíusdóttur fór hins vegar í varnarvegginn og Óskar Ármannsson þjálfari Hauka tók leikhlé þegar 5 sekúndur voru eftir. Haukar voru afar nálægt því að skora sigurmarkið á lokasekúndunni eftir ágæta fléttu en skot Sigrúnar Jóhannsdóttur fór í þverslá og því varð að framlengja. Haukar voru sterkari aðilinn í fyrri hluta framlengingar. Þær skoruðu fyrsta markið en í kjölfarið fékk Ramune Pekarskyte tveggja mínútna brottvísun. Það nýttu Framarar sér alls ekki en þær höfðu farið afar illa að ráði sínu í yfirtölu í tvígang í leiknum þar á undan. Haukar skoruðu annað mark fyrir hálfleik framlengingar og staðan þá 26-24. Fram skoraði fyrsta markið í seinni hlutanum en Haukar komust á ný tveimur mörkum yfir. Eftir misheppnaða sókn Fram virtist leikurinn vera að renna úr höndunum á þeim. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði þó og minnkaði muninn í 27-26 þegar innan við mínúta var eftir. Fram fékk boltann á ný þegar 15 sekúndur voru eftir eftir vörslu frá Guðrúnu Ósk Maríasdóttur í markinu. Þessar sekúndur nýttu þær vel því Sigurbjörg Jóhannsdóttir jafnaði metin í 27-27 þegar 5 sekúndur voru eftir og önnur framlenging staðreynd. Haukar voru afar ósáttir að ekki skyldi vera dæmt þegar Sigrún Jóhannsdóttir fór í gegn í sókninni á undan og höfðu nokkuð til síns máls. Það virtist brotið á Sigrúnu og þá hefði lítið annað verið hægt en að dæma víti. Þess í stað jafnaði Fram þegar Sigrún lá eftir og Óskar Ármannsson fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir mótmæli. Haukar hófu því seinni framlenginguna einum færri. Það reyndist þeim dýkeypt því Fram skoraði þrjú mörk í röð og leiddu 30-27 eftir fyrri hálfleik seinni framleningar. Þann mun náðu Haukar aldrei að brúa þrátt fyrir að hefja seinni hálfleikinn einum fleiri eftir brottvísun Steinunnar Björnsdóttur. Guðrún Ósk í markinu var sú sem sá til þess en hún varði frábærlega á lokamínútunum þegar Haukar reyndu að minnka muninn og Fram vann að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Fram er því komið í úrslit Olís-deildarinnar þar sem þær mæta annaðhvort Stjörnunni eða Gróttu.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 10, Steinunn Björnsdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Marthe Sördal 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 1 og Elísabet Gunnarsdóttir 1. Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 21/1. Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 10, Ragnheiður Ragnarsdóttir 5, Maria Ines Pereira 5, Guðrún Erla Bjarnadóttir 5, Sigrún Jóhannsdóttir 3. Varin skot: Elín Jóna Þórsteinsdóttir 15. Stefán: Þarf að hætta að tala um að mæta vel til leiksStefán Arnarson þjálfari Fram íbygginn á svip á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/EyþórStefán Arnarson þjálfari Fram var ánægður að klára einvígið gegn Haukum í þremur leikjum og sagðist ekki eiga neinn óskamótherja í úrslitaeinvíginu þar sem liðið mun annaðhvort mæta Stjörnunni eða Gróttu. „Ég held að þetta sé sjöundi leikurinn við Hauka og við höfum unnið sex þannig að við ættum að vera sterkara lið samkvæmt þeirri tölfræði. En allir leikirnir hafa verið jafnir og fyrstu 25 mínúturnar í dag voru einstefna af hálfu Hauka. Við náðum áttum í seinni hálfleik og jöfnuðum. Við sýndum síðan ótrúlegan styrk að jafna í framlengingunni þegar Haukar höfðu yfirhöndina en í seinni framlengingu vorum við mun betri og kláruðum þetta á þægilegan hátt," sagði Stefán í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Í fyrri hálfleik var lítið sem gekk upp hjá Framliðinu og Haukar hefðu hæglega getað haft meira forskot en þau sex mörk sem liðið hafði eftir fyrri hálfleikinn. „Sennilega er ég búinn að tala svo mikið um að við þurfum að mæta vel til leiks að það hefur farið öfugt í þær. Ég verð bara að hætta því,“ sagði Stefán kíminn. Guðrún Ósk Maríasdóttir markvörður Fram spilaði veik í dag og átti stórleik. Stefán sagði ýmislegt hafa gengið á í hans herbúðum síðustu dagana. „Guðrún var fárveik og það voru fleiri veikar. Það var matareitrun hjá okkur fyrir fyrsta leik og þessi hópur er að sýna ótrúlegan styrk að klára þetta miðað við hvað hefur gengið á í þessu einvígi.“ Óskar Ármannsson þjálfari Hauka gagnrýndi dómara harðlega eftir tapið í kvöld og talaði um dómaramafíu HSÍ. Fannst Stefáni hans lið fá hjálp frá dómurunum í þessu einvígi? „Mér hefur alltaf fundist Arnar og Svavar góðir dómarar en þeirra áherslur eru öðruvísi en annarra. Það er það eina sem ég gagnrýni þegar við erum búin að spila þrjá leiki og þá koma öðruvísi áherslur, mikið fleiri brottvísanir en hafa verið í þessum leikjum. Ég er búinn að vera mjög ánægður með dómarana í vetur.“ Mótherjar Fram í úrslitaeinvíginu verða annað hvort Grótta eða Stjarnan en Stefán sagðist enga óskamótherja eiga. „Nei, ég held að betra liðið þar eigi bara skilið að fara áfram og við þurfum bara að taka því sem við fáum. Við þurfum að anda aðeins og við fáum fínan tíma núna. Við munum skoða andstæðingana ágætlega en einbeita okkur að okkur. Það hefur tekist ágætlega,“ sagði Stefán að lokum. Óskar: Skömmin er hjá dómaramafíunniÓskar Ármannsson þjálfari Hauka gagnrýndi dómara harðlega eftir tapið gegn Fram í kvöld.Vísir/EyþórÓskar Ármannsson þjálfari Hauka var ómyrkur í máli eftir að hans lið féll úr leik gegn Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Hann sagði að hallað hefði á hans lið allt einvígið og talaði um dómaramafíu HSÍ. „Fyrst og fremst langar mig að nefna gríðarlegt þakklæti til minna leikmanna fyrir að leggja svona mikið á sig. Þær eru búnar að standa sig gríðarlega vel og ég hef aldrei á mínum ferli séð lið standa í eins miklu mótlæti og þetta lið hefur þurft að gera í þessu einvígi. Ég vil skrifa það á ónákvæma dómaravinnslu á móti okkur,“ sagði Óskar í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég er búinn að taka saman aragrúa af atriðum þar sem við áttum að fá fjöldan allan af vítaköstum auk brottrekstra sem við höfum fengið. Nefndu það bara. Það er þessari dómaramafíu til háborinnar skammar og í raun algjör skandall að þetta skuli líðast leik eftir leik,“ bætti Óskar við. Undir lok fyrri framlengingar fékk Sigrún Jóhannsdóttir leikmaður Hauka tækifæri til að koma Haukum tveimur mörkum yfir og tryggja sigur. Guðrún Ósk Maríasdóttir í marki Fram varði hins vegar frá henni og Fram tókst að jafna. Gestirnir voru afar ósáttir við að ekki skyldi vera dæmt víti þegar Sigrún fór í gegn og höfðu töluvert til síns máls. „Eins og svo margt annað bæði í þessum leik og síðustu leikjum þá get ég ekki annað en talað um hreinan og beinan skandal. Þetta er algjör vanvirðing við mitt lið og mér finnst með ólíkindum, með ólíkindum að menn skuli ekki funda eftir hvern einasta leik og drullast til að taka sig saman í andlitinu. Þetta er gjörsamlega óþolandi að vinna undir svona kringumstæðum. Ég vil ítreka að Framliðið er fínt lið en mitt lið stóð sig eins og hetjur í þessu einvígi. Dómaramafíunnar er mesta skömmin í þessu.“ Óskar hélt áfram að tala um atriði sem hann vildi meina að hefðu komið niður á hans liði og meðal annars atvik í fyrsta leik liðanna þar sem Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sigurmark Fram beint úr aukakasti eftir að tíminn rann út. „Í fyrsta leiknum skora þær tvo síðustu mörkin ólögleg. Það er með ólíkindum að Fram byrjar allar sínar hröðu miðjur með því að vera komnar 3-4 metrum innfyrir og skora þannig mörk í hverjum leik. Við erum að komast á milli þeirra og fáum brot og það eru fimm, sex eða sjö víti í hverjum einasta leik sem við fáum ekki. Svona er þetta búið að vera og miðað við það finnst mér með ólíkindum að stelpurnar hafi haldið haus. Mig langar bara að ítreka þakklæti og virðingu fyrir þessu liði.“ Eftir fyrri hálfleikinn í dag leiddu Haukar með sex mörkum en höfðu þá farið illa með nokkur dauðafæri og meðal annars þrjú hraðaupphlaup. „Þegar maður fer að greina svona leiki þá eru svona atriði sem telja líka. Burt séð frá öllu tali um dómgæslu þá erum við með einhver tólf dauðafæri sem við klikkum á maður á móti markmanni. Bara helmingur af þeim hefði tryggt okkur eitthvað meira. Maður getur tekið svona atriði saman þegar er tapað með minnsta mun." „Í lokin er auðvitað smá sök hjá sjálfum mér að fá tveggja mínútna brottvísun. Mér fannst ég fá þá brottvísun fyrir saklausa ábendingu. Auðvitað á ég sem reynslumikill þjálfari að vera skynsamari,“ bætti Óskar við en hann fékk brottvísun undir lok fyrri framlengingar og einum færri lentu Haukar þremur mörkum undir í upphafi seinni framlengingar. Óskar mun nú hætta þjálfun Haukaliðsins og Elías Már Halldórsson tekur við en hann hefur leikið með karlaliði Hauka um árabil. Óskar átti ekki von á miklum breytingum á liðinu. „Mér skilst að beinagrindin að liðinu verði sú sama, ég veit ekki með Ramune og hún verður að svara því sjálf hvað hún gerir. Hún er einstakur leikmaður en ég hef bent á og við höfum hugað að því að það þarf að byggja upp nýtt lið án hennar,“ sagði Óskar og var alveg með á hreinu hvaða lið myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum þegar blaðamaður spurði. „Ég held að Grótta hampi titlinum,“ sagði Óskar að lokum. Sigurbjörg: Fundum hvað trúin var mikilSigurbjörg Jóhannsdóttir í leiknum í kvöld.Vísír/EyþórSigurbjörg Jóhannsdóttir jafnaði metin fyrir Fram í lok fyrri framlengingar og kom þar með í veg fyrir sigur Hauka. Hún var vitaskuld hæstánægð með sigurinn í kvöld. „Fyrri hálfleikur var hrikalega lélegur og setti okkur í slæma stöðu. Við þurftum virkilega að hafa fyrir því að koma til baka. Við vissum að við ættum mikið inni og að ef við myndum malla þetta jafnt og þétt í síðari hálfleik þá ættum við möguleika. Við náðum að koma til baka og við fundum hvað trúin var mikil þegar við náðum að jafna,“ sagði Sigurbjörg eftir leik. Sigurbjörg jafnaði metin eins og áður segir þegar 5 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingu. Hún braust þá í gegnum vörn Hauka og skoraði örugglega. „Tilfinningin var góð, það kom ekkert annað til greina en að skora. Þessi vilji að fara ekki í fjórða leikinn var mikill og við keyrðum á þær og ég fékk öruggt færi.“ Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stóran þátt í sigri Fram því hún stóð sig vel í marki Fram og sérstaklega í seinni framlengingunni þegar hún lokaði markinu. „Hún var frábær en hún var veik með hita og streptókokkasýkingu. Ekki nóg með að hún stæði í markinu í 80 mínútur þá var hún að standa sig fáránlega vel í að klára sitt 100%. Hún gerði þetta í dag, Steinunn í fyrsta leik og það hefur gengið á ýmsu. En liðsheildin kom sterk inn og Guðrún þarf að hvíla sig núna. Það er bara beint undir sæng og að ná sér,“ sagði Sigurbjörg að lokum.Guðrún Ósk átti frábæran leik í marki Fram.vísir/eyþór31-28 (Leik lokið) - Guðrún Ósk ver enn á ný og Guðrún Þóra skorar um leið og flautan gellur. Fram er komið í úrslit!30-28 (79.mín) - Elín Jóna ver neyðarskot frá Ragnheiði. Guðrún Ósk bjargar Fram enn á ný og ver frábærlega frá Mariu. Haukar vinna boltann á ný og eru í sókn, 50 sekúndur eftir.30-28 (78.mín) - Ragnheiður Júlíusdóttir óskynsöm og skýtur slöku skoti alltof snemma. Haukar halda í sókn og Ragnheiður Ragnarsdóttir fær fínt færi í horninu en Guðrún ver.30-28 (77.mín) - Sókn Fram fer forgörðum og Ramune sækir víti. Guðrún Erla skorar og minnkar muninn.30-27 (Fyrri hálfleik framlengingar lokið) - Fram leiðir með þremur mörkum og er í ansi góðri stöðu. Haukar þurfa að halda hreinu og skora þrjú mörk. Það verður erfitt en ekki ómögulegt.30-27 (75.mín) - Steinunn fær tveggja mínútna brottvísun og þetta verða Haukar að nýta sér. Það gera þær þó ekki en óheppnar voru þær. Ragnheiður Ragnarsdóttir fer inn úr horninu og skýtur í samskeytin. Fram á aukakast þegar tíminn er liðinn sem fer yfir.30-27 (74.mín) - Ruðningur dæmdur á Elínu Önnu, hárrétt. Rétt á undan vildu Haukar fá víti en fengu ekki. Ragnheiður skorar síðan sitt tíunda mark. Þetta fer að verða erfitt fyrir Hauka. 29-27 (73.mín) - Sigurbjörg kastar boltanum útaf og Haukar halda í sókn þegar tvær mínútur eru eftir af fyrri hálfleik framlengingar. 29-27 (73.mín) - Rándýrt mark frá Sigurbjörgu sem skýtur í vörnina og Elín Jóna nær ekki að verja en hún hefði átt að gera betur. Haukar missa síðan boltan enn á ný og Fram getur komist þremur mörkum yfir.28-27 (71.mín) - Fram kemst yfir í fyrsta sinn eftir mark Guðrúnar Þóru úr horninu. Maria hafði þar áður látið Guðrúnu Ósk verja frá sér. Fram er komið aftur með boltann eftir misheppnaða sókn Hauka.27-27 (Fyrri framlengingu lokið) - Ég skil svekkelsi Hauka vel. Mér fannst augljóslega brotið á Sigrúnu þegar hún reyndi að fara í gegn og hefði haldið að dæma ætti víti. Þess í stað fer Fram upp völlinn og jafnar. Það verður áhugavert að skoða þetta atvik í sjónvarpinu í kvöld.27-27 (Fyrri framlengingu lokið) - Ramune reynir að koma boltanum á Mariu sem nær ekki að grípa. Vill meina að það sé brotið á henni en ekkert dæmt. Önnur framlenging og hana hefja Haukar einum færri í 1 mínútu og 57 sekúndur.27-27 (70.mín) - Hvílík dramatík! Ragnheiður skorar þegar tæp mínúta er eftir og Sigrún fer síðan í gegn og það virðist brotið á henni en ekkert dæmt. Hún liggur eftir og einum fleiri skorar Sigurbjörg og jafnar. 4 sekúndur eftir og Óskar er brjálaður og fær tveggja mínútna brottvísun á bekkinn!25-27 (68.mín) - Haukar stela boltanum! Ramune skýtur síðan í slá úr næstu sókn og Fram hefur mínútu til að jafna. 25-27 (68.mín) - Guðrún Erla skorar úr vítinu og munurinn tvö mörk. Fram hefur rúmar tvær mínútur.25-26 (68.mín) - Elín Jóna ver frá Steinunni á línunni og Elín Anna sækir víti. 2:30 eftir.25-26 (66.mín) - Steinunn skorar og minnkar muninn. Ruðningur dæmdur á Hauka í næstu sókn og Fram getur jafnað.24-26 (Fyrri hálfleik framlengingar lokið) - Fram tókst ekki að skora í fyrri hálfleik þessarar framlengingar, það gerðu Haukar hins vegar tvívegis. Ragnheiður reyndi að endurtaka leikinn frá því í fyrsta leik liðanna með því að skora beint úr aukakasti en skot hennar fór vel yfir.24-26 (65.mín) - Elín Jóna ver skot Ragnheiðar Júlíusdóttur og svo aftur þegar Ragnheiður hirðir frákastið og er ein fyrir opnu marki. Frábær tilþrif.24-26 (64.mín) - Frábær samleikur Sigrúnar og Mariu Ines skilar góðu marki. Enn og aftur gengur Fram illa einum fleiri.24-25 (64.mín) - Sigrún stelur boltanum þegar Hildur reynir sendingu út í hornið. Mikilvægt fyrir Hauka.24-25 (63.mín) - Maria Ines skorar fyrsta mark framlengingarinnar. Ramune fær svo tveggja mínútna brottvísun fyrir brot eftir hraða miðju Fram. Svona lagað er dýrt!24-24 (62.mín) - Fram glatar boltanum og Haukar gera það sömuleiðis í hraðaupphlaupinu sem þær reyna. Fram fær annað tækifæri.24-24 (62.mín) - Guðrún Ósk ver skot Ramune sem fer af vörninni. Fram heldur í sókn.24-24 (61.mín) - Framlengingin hafin og Haukar byrja í sókn. Leikið er í 2x5 mínútur.24-24 (Venjulegum leiktíma lokið) - Þarna munaði litlu. Haukar settu upp í kerfi og virtist sem Ramune ætlaði að skjóta frá miðju. Hún sendi hins vegar á Sigrúnu sem skaut fyrir utan teig en í þverslána. Framlenging framundan!24-24 (60.mín) - Ragnheiður skýtur á markið en í vörnina og beint til Elínar Jónu. Haukar fá boltann og Óskar tekur leikhlé þegar um 5 sekúndur eru eftir. Stefnir allt í framlengingu.24-24 (59.mín) - Guðrún Ósk ver. Fram í sókn þegar mínúta er eftir. Stefán tekur leikhlé.24-24 (58.mín) - Loks tókst Fram að jafna. Það gerði Steinunn af línunni. Tæpar tvær eftir.23-24 (57.mín) - Ragnheiður Ragnarsdóttir skorar sitt fimmta mark fyrir Hauka en nafna hennar Júlíusdóttir skorar strax fyrir Fram. Þvílík spenna!22-23 (57.mín) - Guðrún Erla skorar loksins fyrir Hauka úr horninu en Steinunn er fljót að minnka muninn á nýjan leik. Tæpar fjórar mínútur eftir.21-22 (55.mín) - Guðrún Ósk er búin að skella í lás í markinu, varði núna frá Mariu í hraðaupphlaupi. Fram hefur hins vegar farið illa að ráði sínu í síðustu sóknum liðsins.21-22 (53.mín) - Fram hefur fengið tvö góð færi til að jafna en misnotað þau bæði. Sókn Hauka er í miklu basli gegn afar sterkri Framvörn.21-22 (50.mín) - Ramune skorar en Steinunn svarar beint úr miðjunni. Fram vinnur síðan boltann og getur jafnað metin. Ótrúlegur viðsnúningur, staðan var 14-20 fyrir um tíu mínútum.20-21 (49.mín) - Sókn Hauka fer forgörðum og Steinunn fær víti eftir hraðaupphlaup. Ragnheiður skorar úr því og munurinn eitt mark.19-21 (47.mín) - Rebekka skorar tvö mörk í röð úr hraðaupphlaupum og Haukum tekst síðan á einhvern ótrúlegan hátt að senda útaf úr miðjunni. Fram í sókn og getur minnkað muninn í eitt mark.16-21 (46.mín) - Ramune að reynast Fram erfið. Sækir víti sem hún skorar svo sjálf úr af öryggi.16-20 (45.mín) - Rebekka Rut skorar sitt fyrsta mark og munurinn kominn í fjögur mörk. Óskar tekur leikhlé og vill skerpa á leik sinna stúlkna.15-20 (44.mín) - Haukar fögnuðu gríðarlega góðum varnarleik sínum. Kannski einum of vel því þær steingleymdu síðan Steinunni á línunni sem skoraði örugglega.14-20 (43.mín) - Maria Ines skorar tuttugasta mark Hauka. Fram gengur illa að saxa á forskot gestanna.14-19 (42.mín) - Klaufaskapur í vörn Fram. Elín Anna var á leið inn úr vonlausu færi en Marthe labbar inn í teiginn og stendur fyrir henni í skotinu. Ramune skorar úr vítinu sem dæmt var. Ragnheiður fljót að svara.13-18 (40.mín) - Ragnheiður skorar sitt þriðja mark í hálfleiknum og munurinn fimm mörk. Fyrsta mark Fram í yfirtölu í dag.12-18 (39.mín) - Maria Ines fær tveggja mínútna brottvísun. Ragnheiður fær hins vegar dæmdan á sig fót strax í kjölfarið, fékk lélega sendingu og Haukar halda í sókn. Enn gengur Framliðinu illa einum fleiri.12-18 (38.mín) - Ragnheiður skorar fyrir Fram og Guðrún Ósk ver síðan víti frá Guðrúnu Erlu.11-18 (36.mín) - Hafdís Iura skýtur í stöng úr dauðafæri og Ramune skorar sitt sjöunda mark og eykur muninn á ný.11-17 (34.mín) - Tölvan eitthvað að stríða mér. Haukar skoruðu fyrsta markið eftir að Ragnheiður Júlíusdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun í upphafi hálfleiksins. Liðin hafa síðan misnotað sínar sóknir þar til Ragnheiður skoraði nú með góðu skoti.10-16 (Hálfleikur) - Ramune er markahæst Hauka með 5 mörk og Ragnheiður Ragnarsdóttir hefur skorað 4. Marthe Sördal hefur skorað mest fyrir Fram, 6 mörk og Ragnheiður Júlíusdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir eru með 2 mörk hvor. Markmennirnir, þær Guðrún Ósk hjá Haukum og Elín Jóna hjá Haukum hafa varið sex skot hvor.10-16 (Fyrri hálfleik) - Hildur klikkaði á vítinu, skaut í stöng. Ragnheiður Ragnarsdóttir skoraði svo sitt fjórða mark og munurinn sex mörk í hálfleik. Ragnheiður Sveinsdóttir fær tveggja mínútna brottvísun fyrir brot þegar tvær sekúndur eru eftir, hennar önnur brottvísun í dag. Fram þarf að gera eitthvað í sínum sóknarleik, þær hafa ekki skorað í nærri 8 mínútur. Stefán fær hálfleikinn til að laga það sem þarf að laga.10-15 (29.mín) - Sigrún sækir víti af miklu harðfylgi og Guðrún Erla skorar sitt þriðja mark. Elísabet sækir víti hinu megin og Haukar mótmæla ákaft. Óskar þarf að passa sig á bekknum, hann er búinn að fá gult spjald. 10-14 (28.mín) - Vörn Hauka er gríðarlega öflug og hefur þvingað Fram í afar marga tapaða bolta og í annað skiptið núna ná Haukar að halda hreinu þegar þær eru einum færri í tvær mínútur. Sóknarleikur Fram er ekki burðugur.10-14 (26.mín) - Stefán klórar sér í höfðinu því Haukar skora enn á ný einum færri. María Karlsdóttir fékk brottvísun áðan en Sigrún Jóhannsdóttir spólar sig í gegnum vörn heimastúlkna og skorar.10-13 (24.mín) - Maria skorar úr hraðaupphlaupi eftir enn einn tapaðan bolta Framara í sókninni. Rétt áður hafði Ramune skotið rétt yfir úr hraðaupphlaupi en það var þriðja færið sem þær klúðra einar gegn markmanni. Munurinn gæti því hæglega verið meiri.10-12 (23.mín) - Fram alls ekki gert vel einum fleiri. Misnotað báðar sóknir sínar og fengið á sig tvö mörk. Að þessu sinni skoraði Sigrún Jóhannsdóttir úr hraðaupphlaupi. Ragnheiður Júlíusdóttir þó fljót að minnka muninn á ný.9-11 (20.mín) - Guðrún Erla skorar á ný úr víti sem Maria sótti. Bæði vítin farið í samskeytin hjá henni en hún klikkaði á tveimur fyrstu vítum sínum í síðasta leik.9-10 (19.mín) - Guðrún Erla skorar úr víti og munurinn tvö mörk á ný. Steinunn skorar úr hraðaupphlaupi eftir hraða miðju. Ótrúlegt að Haukar láti þetta gerast þegar eftir að þær taka víti. Ragnheiður Sveinsdóttir fær tveggja mínútna brottvísun þar að auki. Óskar tekur leikhlé.8-9 (19.mín) - Sóknarbrot dæmt á Hauka og Marthe skorar úr hraðaupphlaupi.7-9 (17.mín) - Ramune skorar eftir að dæmd var línu á Steinunni þegar hún gat jafnað fyrir Fram. Mikilvægt fyrir Hauka.7-8 (16.mín) - Aftur eru Haukar klaufar í sókninni. Ramune kemst inn í sendingu þegar Fram er að fara í sókn en reynir að vippa yfir Guðrúnu Ósk sem grípur boltann. Marthe minnkar muninn síðan í eitt mark.6-8 (15.mín) - Haukar klaufar. Ragnheiður komst ein gegn Guðrúnu í hraðaupphlaupi en skaut eiginlega bara beint í hana. Fram fór í sókn og Elísabet skoraði af línunni.5-8 (13.mín) - Marthe Sördal minnkaði muninn fyrir Fram en Marie Ines jók hann á ný fyrir Hauka.4-7 (11.mín) - Ragnheiður skorar með góðu skoti fyrir Fram sem vinna boltann strax aftur og Elva Þóra skorar úr hraðaupphlaupi. Fram búið að vinna boltann á ný eftir misheppnað skot Ramune.2-7 (10.mín) - Ragnheiður ver skot í vörninni frá Mariu en boltinn berst á Ragnheiði í horni Hauka sem skorar sitt þriðja mark. Aðeins tvær komnar á blað hjá Haukum með sjö mörk samtals.2-6 (9.mín) - Stefán setur inn annan línumann en spilar með fjóra fyrir utan. Haukar sjá við því og Elín Jóna ver skot frá Sigurbjörgu.2-6 (8.mín) - Stefán tekur leikhlé hjá Fram þegar Ramune skorar sitt fjórða mark og kemur Haukum fjórum mörkum yfir. Heldur betur góð byrjun hjá gestunum og Stefán ekki sáttur. Kæmi mér ekki á óvart þó hann myndi bæta sjöunda sóknarmanninum inn í næstu sókn.2-5 (7.mín) - Sigurbjörg skorar sitt annað mark með gegnumbroti. Haukar eru að keyra miklu hraðar á Framliðið eftir miðjur og þegar þær vinna boltann. Ramune skorar sitt þriðja mark og Haukar vinna boltann á ný.1-4 (6.mín) - Enn stendur vörn Hauka vel og sókn Fram endar með þrumuskoti Ragnheiðar í slá. Ragnheiður Ragnarsdóttir er hins vegar fyrst fram hinu megin og skorar. Þriggja marka munur.1-3 (3.mín) - Tvö mörk í röð frá Haukum sem byrja af miklum krafti. Eru gríðaröflugar í vörninni og ætla sér greinilega ekki í sumarfrí eftir leikinn í kvöld.1-1 (1.mín) - Haukar byrja þetta vel. Elín Jóna ver vel frá Ragnheiði og Maria Ines sækir víti. Ramune skorar örugglega úr því. Sigurbjörg jafnar strax eftir hraða miðju.0-0 (1.mín) - Fram hefur leikinn í sókn. Marthe, Ragnheiður, Sigurbjörg, Hildur, Guðrún Þóra og Steinunn hefja leikinn hjá þeim.19:28: Þá eru liðin kynnt til leiks og styttist í að þeir Arnar og Svavar flauti til leiks.19:25: Við fengum að vita rétt í þessu að Guðrún Ósk markvörður Fram verður á skýrslu í kvöld þrátt fyrir veikindin. Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir fer af skýrslunni. Svo á eftir að koma í ljós hvort Guðrún Ósk geti spilað af fullum krafti.19:25: Í fjórum af þeim fimm skiptum sem liðin hafa mæst í vetur hefur munað einu marki á liðunum í leikslok. Við skulum vona að sama spenna verði í leiknum í kvöld. Liðin eru nú komin inn í klefa og trommusveit Framara mætt á pallana.19:20: Í síðasta leik Fram og Hauka gerðu Framstúlkur afar mikið af tæknifeilum í upphafi leiks sem Haukar náðu þó ekki að nýta sér. Fram spilar hraðan leik og því fylgja tapaðir boltar en Haukar verða að nýta sér það betur ætli þær sér að eiga möguleika. 19:15: Korter í leik og það fer vonandi að fjölga á pöllunum. Guðjón L Sigurðsson eftirlitsdómari er mættur hingað í hús en hann var í eldlínunni í leik Gróttu og Stjörnunnar á sunnudag þar sem allt fór í háaloft, bæði þá og nú eftir leik.19:05: Guðrún Ósk Maríasdóttir markvörður Framara er veik og því er heimaliðið með þrjá markmenn á skýrslu í dag. Ein þeirra mun væntanlega detta út þegar kemur í ljós hvort Guðrún Ósk getur spilað. Það yrði skarð fyrir skildi hjá Frömurum geti hún ekki verið með, hún er feykisterkur markvörður og var sterk í síðasta leik á Ásvöllum. Hún situr eins og er við varamannabekkinn með boozt drykk sér við hlið.19:05: Lið Fram: Markverðir: Guðrún Ósk Maríasdóttir, Heiðrún Dís Magnúsdóttir og Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir. Útileikmenn: Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, Hafdís Shizuka Iura, Marthe Sördal, Ragnheiður Júlíusdóttir, Rebekka Rut Skúladóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Elva Þór Arnardóttir, Hildur Þorgeirsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Arna Þyrí Ólafsdóttir.Lið Hauka: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Tinna Húnbjörg Útileikmenn: Ragnheiður Sveinsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Erla Eiríksdóttir, Elín Anna Baldursdóttir, Guðrún Erla Bjarnadóttir, Maria Ines Da Silva Pereira, María Karlsdóttir, Ramune Pekarskyte, Alexandra Líf Arnarsdóttir, Brynhildur Sól Eddudóttir, Vilborg Pétursdóttir.19:00: Leikurinn hér í Framhúsinu hefst klukkan 19:30 og því réttur hálftími til leiks. Leikmenn eru að tínast hægt og rólega inn á völlinn og byrja upphitun. Það er ekki seinna vænna. Þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson sjá um að dæma leikinn en þeir eru eitt okkar reynslumesta dómarapar.19:00: Fram rétt missti af deildarmeistaratitlinum eftir tap í lokaleik deildarkeppninnar gegn Stjörnunni. Stórskyttan Hildur Þorgeirsdóttir sagði Framliðið vera þyrst í titil og ætlaði sér að hefna fyrir þær ófarir. Hvort þær fái tækifæri til þess yfirhöfuð verður að koma í ljós en það verður þá annaðhvort gegn Stjörnunni eða Gróttu sem eigast við í hinu undanúrslitaeinvíginu, en þar leiðir Grótta 2-0 eins og frægt er orðið.18:55: Óskar Ármannsson þjálfari Hauka sagði eftir síðasta leik að það væri engin ástæða fyrir hans stúlkur að missa trú á verkefninu miðað við fyrstu tvo leikina. Þær þurfa þó toppleik í kvöld ætli þær sér í úrslit enda Fram með geysisterkt lið.18:55: Ragnheiður Júlíusdóttir hefur verið mikill örlagavaldur í leikjunum tveimur. Fyrir utan að skora mikið af mörkum hefur hún skorað sigurmarkið í bæði skiptin. Í fyrsta leiknum skoraði hún beint úr aukakasti þegar tíminn var liðinn og í síðasta leik skoraði hún síðasta mark leiksins þegar 30 sekúndur voru eftir og tryggði þá 20-19 sigur Fram.18:55: Eins og flestir væntanlega vita er Fram með pálmann í höndunum í þessu einvígi. Þær hafa unnið fyrstu tvo leikina og fara í úrslit með sigri hér í kvöld. Leikirnir hafa þó verið jafnir og spennandi en Fram hefur unnið með einu marki í þeim báðum.18:50: Góða kvöldið og verið velkomin með Vísi í Framhúsið í Safamýri þar sem heimastúlkur í Fram taka á móti Haukum í þriðja leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís-deildinni.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Óskar: Skömmin er hjá dómaramafíunni Óskar Ármannsson þjálfari Hauka var ómyrkur í máli eftir að Haukar féllu úr leik gegn Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handknattleik. Hann sagði að hallað hefði á hans lið allt einvígið og talaði um dómaramafíu HSÍ. 25. apríl 2017 22:19 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Óskar: Skömmin er hjá dómaramafíunni Óskar Ármannsson þjálfari Hauka var ómyrkur í máli eftir að Haukar féllu úr leik gegn Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handknattleik. Hann sagði að hallað hefði á hans lið allt einvígið og talaði um dómaramafíu HSÍ. 25. apríl 2017 22:19