Stjarnan hefði líklega unnið leikinn ef Grótta hefði ekki tilkynnt til HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 11:11 Úr leik hjá Gróttu og Stjörnunni. vísir/ernir Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. Nataly Sæunn Valencia tók þátt í leiknum fyrir Stjörnuna en gleymst hafði að skrá hana á leikskýrslu. Eftirlitsmenn tóku eftir þessu er Nataly hafði verið í stutta stund á vellinum. Stjarnan fékk tveggja mínútna brottvísun og Nataly tók ekki frekari þátt í leiknum. Á endanum vann Stjarnan leikinn, 22-25, og jafnaði metin í einvígi liðanna. Grótta ákvað aftur á móti eftir leikinn að tilkynna atvikið til mótanefndar HSÍ.Sjá einnig: Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Það er svo mótanefndin sem úrskurðar að Grótta vinni leikinn 10-0 þar sem Stjarnan notaði ólöglegan leikmann. Mótanefndin fékk álit hjá lögfræðingi HSÍ og evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þau voru sammála áliti mótanefndar HSÍ. Staðan í einvíginu er því ekki lengur 1-1 heldur 2-0 fyrir Gróttu. Áður hefur því verið haldið fram að hver sem er hefði getað tilkynnt um málið til mótanefndar, jafnvel áhorfendur, en því er starfsmaður mótanefndar, Róbert Geir Gíslason, ekki sammála. „Þetta mál er fordæmalaust og ég tel að mótanefndin hefði aldrei tekið málið upp nema af því það kom tilkynning frá Gróttu. Það er af því málið er fordæmalaust,“ segir Róbert Geir við Vísi. „Ég tel að það sé félagið sem þurfi að tilkynna inn til mótanefndar með formlegum hætti um svona atvik. Við störfum í umboði félaganna og þeir sem eru aðilar að HSÍ eru félögin. Það þarf því væntanlega að vera aðili að HSÍ sem tilkynnir um svona mál. Mótanefnd getur ekki tekið upp mál sem áhorfendur eða einhverjur utanaðkomandi tilkynna um.“vísir/ernirReglugerðin er varðar tilkynningaskyldu í svona málum er svohljóðandi: „Félag sem notar leikmann/þjálfara í leikbanni eða leikmann/þjálfara sem er að öðru leyti ólöglegur og slíkt er tilkynnt inn til mótanefndar með formlegum hætti innan 48 tíma frá lokum leiks.“ Róbert segir að mótanefnd hafi áður tekið upp mál þar sem starfsmenn HSÍ hafi tilkynnt nefndinni um ólöglega leikmenn. Í þeim tilvikum er um að ræða leikmenn sem séu ekki á leikmannasamningi eða ekki skráðir í viðkomandi félag. Það á aftur á móti ekki við í þessu tilviki. Nataly er samningsbundin Stjörnunni og spilar flesta leiki með félaginu. Mannleg mistök eru ástæðan fyrir því að það gleymdist að skrá hana á skýrsluna. „Í þessu tilviki tekur mótanefnd málið upp af því það kemur tilkynning frá Gróttu skömmu eftir leik.“Sjá einnig: Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Margir hafa gagnrýnt Gróttu fyrir að tilkynna málið inn til HSÍ þar sem þátttaka Nataly hjálpaði Stjörnunni á engan hátt að vinna leikinn. Gróttumenn spyrja að sama skapi að því af hverju það sé ekki í verkahring eftirlitsmanns HSÍ að tilkynna um svona atvik til mótanefndar. Eftirlitsmennirnir eru tveir á leikjum í úrslitakeppninni. „Þetta eru verkferlar sem við þurfum að skoða í kjölfarið á þessu máli. Þetta mál er fordæmalaust eins og ég hef sagt áður. Það reyndi ekki á það því Grótta tilkynnti málið inn strax eftir leik,“ segir Róbert Geir en ekkert kemur fram um þetta tiltekna atvik á skýrslu leiksins. Eftir stendur samt spurningin hvort eftirlitsmenn leiksins hefðu tilkynnt um málið til mótanefndar? „Nei, að öllum líkindum ekki.“ Stjarnan hefur sent inn ósk um endurupptöku ákvörðunarinnar hjá HSÍ. Málið er því aftur komið til mótanefndar og niðurstaða væntanlega í hádeginu. Þriðji leikur liðanna fer fram í Mýrinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. Nataly Sæunn Valencia tók þátt í leiknum fyrir Stjörnuna en gleymst hafði að skrá hana á leikskýrslu. Eftirlitsmenn tóku eftir þessu er Nataly hafði verið í stutta stund á vellinum. Stjarnan fékk tveggja mínútna brottvísun og Nataly tók ekki frekari þátt í leiknum. Á endanum vann Stjarnan leikinn, 22-25, og jafnaði metin í einvígi liðanna. Grótta ákvað aftur á móti eftir leikinn að tilkynna atvikið til mótanefndar HSÍ.Sjá einnig: Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Það er svo mótanefndin sem úrskurðar að Grótta vinni leikinn 10-0 þar sem Stjarnan notaði ólöglegan leikmann. Mótanefndin fékk álit hjá lögfræðingi HSÍ og evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þau voru sammála áliti mótanefndar HSÍ. Staðan í einvíginu er því ekki lengur 1-1 heldur 2-0 fyrir Gróttu. Áður hefur því verið haldið fram að hver sem er hefði getað tilkynnt um málið til mótanefndar, jafnvel áhorfendur, en því er starfsmaður mótanefndar, Róbert Geir Gíslason, ekki sammála. „Þetta mál er fordæmalaust og ég tel að mótanefndin hefði aldrei tekið málið upp nema af því það kom tilkynning frá Gróttu. Það er af því málið er fordæmalaust,“ segir Róbert Geir við Vísi. „Ég tel að það sé félagið sem þurfi að tilkynna inn til mótanefndar með formlegum hætti um svona atvik. Við störfum í umboði félaganna og þeir sem eru aðilar að HSÍ eru félögin. Það þarf því væntanlega að vera aðili að HSÍ sem tilkynnir um svona mál. Mótanefnd getur ekki tekið upp mál sem áhorfendur eða einhverjur utanaðkomandi tilkynna um.“vísir/ernirReglugerðin er varðar tilkynningaskyldu í svona málum er svohljóðandi: „Félag sem notar leikmann/þjálfara í leikbanni eða leikmann/þjálfara sem er að öðru leyti ólöglegur og slíkt er tilkynnt inn til mótanefndar með formlegum hætti innan 48 tíma frá lokum leiks.“ Róbert segir að mótanefnd hafi áður tekið upp mál þar sem starfsmenn HSÍ hafi tilkynnt nefndinni um ólöglega leikmenn. Í þeim tilvikum er um að ræða leikmenn sem séu ekki á leikmannasamningi eða ekki skráðir í viðkomandi félag. Það á aftur á móti ekki við í þessu tilviki. Nataly er samningsbundin Stjörnunni og spilar flesta leiki með félaginu. Mannleg mistök eru ástæðan fyrir því að það gleymdist að skrá hana á skýrsluna. „Í þessu tilviki tekur mótanefnd málið upp af því það kemur tilkynning frá Gróttu skömmu eftir leik.“Sjá einnig: Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Margir hafa gagnrýnt Gróttu fyrir að tilkynna málið inn til HSÍ þar sem þátttaka Nataly hjálpaði Stjörnunni á engan hátt að vinna leikinn. Gróttumenn spyrja að sama skapi að því af hverju það sé ekki í verkahring eftirlitsmanns HSÍ að tilkynna um svona atvik til mótanefndar. Eftirlitsmennirnir eru tveir á leikjum í úrslitakeppninni. „Þetta eru verkferlar sem við þurfum að skoða í kjölfarið á þessu máli. Þetta mál er fordæmalaust eins og ég hef sagt áður. Það reyndi ekki á það því Grótta tilkynnti málið inn strax eftir leik,“ segir Róbert Geir en ekkert kemur fram um þetta tiltekna atvik á skýrslu leiksins. Eftir stendur samt spurningin hvort eftirlitsmenn leiksins hefðu tilkynnt um málið til mótanefndar? „Nei, að öllum líkindum ekki.“ Stjarnan hefur sent inn ósk um endurupptöku ákvörðunarinnar hjá HSÍ. Málið er því aftur komið til mótanefndar og niðurstaða væntanlega í hádeginu. Þriðji leikur liðanna fer fram í Mýrinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00.
Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira