Audi opnar fyrir pantanir á E-Tron Quattro Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2017 10:17 Audi E-Tron Quattro. Audi ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á E-Tron Quattro rafmagnsjeppa sínum á næsta ári, en þessi bíll hefur verið í bígerð ansi lengi. Núna í morgun var opnað fyrir pantanir á þessum afar spennandi bíl í Noregi. Ekki kemur mikið á óvart að þar sé byrjað að taka niður fyrstu pantanir í Noregi þar sem Norðmenn hafa tekið rafmagnsbílum opnum örmum og er þjóða móttækilegust fyrir slíkum bílum. Norðmenn þurfa að borga 20.000 norskar krónur með fyrirframpöntun á bílnum, eða um 250.000 íslenskar krónur. Audi E-Tron Quattro er fjórhjóladrifinn rafmagnsjeppi með 500 km drægi og 95 kWh rafhlöður. Hann er 435 hestöfl en er þó með svokallaða „boost function“ sem hleypir hestöflunum uppí 503 í skamman tíma. Það dugar til að koma bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 4,6 sekúndum og í 210 km hámarkshraða. Óljóst er hvort að fjöldaframleiddur Audi E-Tron Quattro verði nákvæmlega eins og tilraunabíllinn, en þessi bíll er í stærð á milli Audi Q5 og Q7 og 4,88 m langur. Audi E-Tron Quattro verður framleiddur í verksmiðju nálægt Brussel í Belgíu. Bíllinn er með 3 rafmótora, 2 að aftan og einn að framan. Skottrými bílsins er gott, eða 615 lítrar. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Audi ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á E-Tron Quattro rafmagnsjeppa sínum á næsta ári, en þessi bíll hefur verið í bígerð ansi lengi. Núna í morgun var opnað fyrir pantanir á þessum afar spennandi bíl í Noregi. Ekki kemur mikið á óvart að þar sé byrjað að taka niður fyrstu pantanir í Noregi þar sem Norðmenn hafa tekið rafmagnsbílum opnum örmum og er þjóða móttækilegust fyrir slíkum bílum. Norðmenn þurfa að borga 20.000 norskar krónur með fyrirframpöntun á bílnum, eða um 250.000 íslenskar krónur. Audi E-Tron Quattro er fjórhjóladrifinn rafmagnsjeppi með 500 km drægi og 95 kWh rafhlöður. Hann er 435 hestöfl en er þó með svokallaða „boost function“ sem hleypir hestöflunum uppí 503 í skamman tíma. Það dugar til að koma bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 4,6 sekúndum og í 210 km hámarkshraða. Óljóst er hvort að fjöldaframleiddur Audi E-Tron Quattro verði nákvæmlega eins og tilraunabíllinn, en þessi bíll er í stærð á milli Audi Q5 og Q7 og 4,88 m langur. Audi E-Tron Quattro verður framleiddur í verksmiðju nálægt Brussel í Belgíu. Bíllinn er með 3 rafmótora, 2 að aftan og einn að framan. Skottrými bílsins er gott, eða 615 lítrar.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent