Fimmtugsafmæli Gróttu fagnað út alla vikuna Sæunn Gísladóttir skrifar 24. apríl 2017 07:00 Kristín Finnbogadóttir hefur verið framkvæmdastjóri Gróttu í fjórtán ár. Vísir/Ernir Ég vona að allir Seltirningar og vandamenn Gróttu komi að heimsækja okkur,“ segir Kristín Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Gróttu. Íþróttafélagið er fimmtíu ára gamalt í dag og fer skipulögð dagskrá fram í dag, en einnig á fimmtudag, föstudag og laugardag. Páll Óskar mætir í dag og treður upp í Hertz-höllinni og einnig verða ávörp og ræður, vegleg myndasýning og veitingar í boði. „Það verður flott dagskrá í dag. Hápunktur hátíðarhaldanna er í dag því það er afmælisdagurinn og því aðaldagurinn. Við vonum að Seltirningar komi allir og fagni með okkur. Fái sér köku og börnin fái andlitsmálningu og allt þetta venjulega. Forsetinn ætlar að koma að heimsækja okkur, hann bjó nú hérna hjá okkur,“ segir Kristín. „Þetta er opið hús og við vonum svo sannarlega að það komi fullt af fólki.“ Grótta er með þrjár íþróttadeildir, fótbolta, handbolta og fimleika. Iðkendur er yfir þúsund og á öllum aldri, frá þriggja ára og upp úr. Kristín er búin að vera framkvæmdastjóri Gróttu í fjórtán ár og hefur séð félagið taka miklum breytingum á þeim tíma. „Ég hef séð handboltann verða fyrsta boltaliðið okkar sem vinnur stórtitla, í hitteðfyrra urðum við deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna og í fyrra urðum við Íslandsmeistarar. Það er stórkostlegur árangur og hefur aldrei gerst í sögu félagsins áður. Það var alveg frábært. Fótboltinn er svo að fara í fyrsta sinn upp í fyrstu deild og það er alveg stórkostlegt, þeir voru í fjórðu deild þegar ég byrjaði hérna.“ Kristín segir því ljóst að það sé heilmikið að gerast hjá íþróttafélaginu. Litið fram á veginn segist Kristín ekki eiga von á því að bætt verði við íþróttagreinum hjá félaginu eins og staðan er í dag, framkvæmdir séu þó fram undan. „Nú er verið að stækka íþróttamiðstöðina, það verður byrjað á því í haust. Það verður töluvert mikil aukning á plássi og betri aðstaða. Það verður aðallega fimleikasalurinn sem verður stækkaður en í framhaldinu losnar um í hinum sölunum sem er mjög hagkvæmt fyrir hinar deildirnar.“ Hátíðardagskráin heldur sem fyrr segir áfram út vikuna og lýkur með Pallaballi á laugardagskvöldinu. „Það koma bara vonandi sem flestir á Pallaballið,“ segir Kristín að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Ég vona að allir Seltirningar og vandamenn Gróttu komi að heimsækja okkur,“ segir Kristín Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Gróttu. Íþróttafélagið er fimmtíu ára gamalt í dag og fer skipulögð dagskrá fram í dag, en einnig á fimmtudag, föstudag og laugardag. Páll Óskar mætir í dag og treður upp í Hertz-höllinni og einnig verða ávörp og ræður, vegleg myndasýning og veitingar í boði. „Það verður flott dagskrá í dag. Hápunktur hátíðarhaldanna er í dag því það er afmælisdagurinn og því aðaldagurinn. Við vonum að Seltirningar komi allir og fagni með okkur. Fái sér köku og börnin fái andlitsmálningu og allt þetta venjulega. Forsetinn ætlar að koma að heimsækja okkur, hann bjó nú hérna hjá okkur,“ segir Kristín. „Þetta er opið hús og við vonum svo sannarlega að það komi fullt af fólki.“ Grótta er með þrjár íþróttadeildir, fótbolta, handbolta og fimleika. Iðkendur er yfir þúsund og á öllum aldri, frá þriggja ára og upp úr. Kristín er búin að vera framkvæmdastjóri Gróttu í fjórtán ár og hefur séð félagið taka miklum breytingum á þeim tíma. „Ég hef séð handboltann verða fyrsta boltaliðið okkar sem vinnur stórtitla, í hitteðfyrra urðum við deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna og í fyrra urðum við Íslandsmeistarar. Það er stórkostlegur árangur og hefur aldrei gerst í sögu félagsins áður. Það var alveg frábært. Fótboltinn er svo að fara í fyrsta sinn upp í fyrstu deild og það er alveg stórkostlegt, þeir voru í fjórðu deild þegar ég byrjaði hérna.“ Kristín segir því ljóst að það sé heilmikið að gerast hjá íþróttafélaginu. Litið fram á veginn segist Kristín ekki eiga von á því að bætt verði við íþróttagreinum hjá félaginu eins og staðan er í dag, framkvæmdir séu þó fram undan. „Nú er verið að stækka íþróttamiðstöðina, það verður byrjað á því í haust. Það verður töluvert mikil aukning á plássi og betri aðstaða. Það verður aðallega fimleikasalurinn sem verður stækkaður en í framhaldinu losnar um í hinum sölunum sem er mjög hagkvæmt fyrir hinar deildirnar.“ Hátíðardagskráin heldur sem fyrr segir áfram út vikuna og lýkur með Pallaballi á laugardagskvöldinu. „Það koma bara vonandi sem flestir á Pallaballið,“ segir Kristín að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira