Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2017 11:45 Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Á sama tíma skapar umræða um hækkun veiðigjalda óvissu um framtíðina. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi á dögunum, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Í Snæfellsbæ eru yfir eitthundrað fiskiskip gerð út en engar stórútgerðir. Þar eru það einstaklingsútgerðir og lítil fjölskyldufyrirtæki sem einkenna byggðina. Þegar við spurðum um afkomuna fengust meðal annars þessi svör:Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta væri nú allt í lagi ef krónan væri ekki svona rosalega sterk. Hún er að trufla okkur,“ segir Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf., sem rekur saltfiskverkun og gerir út einn dagróðrabát. Trillukarlinn finnur fyrir þessu: „Krónan, hún er að hrekkja okkur mjög mikið,“ segir Rafn Guðlaugsson sjómaður, sem rær frá Ólafsvík með syni sínum á Katrínu SH.Rætt við Rafn Guðlaugsson í Ólafsvíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason-Getið þið búið við stöðuna eins og hún er í dag , - með krónuna? „Nei, við getum það ekki,“ svarar Rafn. -Ætlið þið að fara að grenja út gengisfellingu, eins og var gert í gamla daga? „Nei, nei, við gerum það ekki. Þeir redda þessu einhvern veginn,“ svarar smábátasjómaðurinn.Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, við löndun á Rifi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sjómennirnir fá minna útborgað: „Það lækka náttúrlega launin. Launin eru í fiskverðinu,“ segir Ómar Marísson, háseti á Saxhamri SH. Svo komu skellir eins og sjómannaverkfall og lokun Nígeríumarkaðar. „Við höfum til dæmis ekki getað selt hausa og bein, sem hleypur á milljónum. Sem er bara tekjuskerðing, - á meðan við fögnum því að olía sé að lækka,“ segir Alexander Friðþjófur Kristinsson, framkvæmdastjóri Sjávariðjunnar ehf. á Rifi.Alexander Friðþjófur Kristinsson, framkvæmdastjóri Sjávariðjunnar á Rifi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hér hefur afkoma sjávarútvegs víðtæk áhrif á samfélagið. „Þetta er náttúrlega keðjuverkandi. Fólk hefur vinnu í bæjarfélögunum, - eins og til dæmis hjá okkur. Hérna hafa þrjátíu manns vinnu, hátt í fjörutíu með sjómönnum,“ segir Kristín í Valafelli. Kröfur eru um hærri veiðigjöld. „Mér finnst mjög eðlilegt að sjávarútvegurinn borgi veiðigjöld, - svo það sé nú alveg á hreinu og enginn misskilji það,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. „En það er alveg sama hvern þú heyrir, sem ætlar að leysa vanda Íslendinga. Þeir ætla allir að taka peningana úr sjávarútveginum. Þannig að ef þú myndir leggja það saman þá er það meira en sjávarútvegurinn er að afla yfir árið, bara í heild sinni,“ segir bæjarstjórinn. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég er alveg hlynntur þessari skattlagningu. En hún verður náttúrlega að vera réttmæt. Við verðum að vera samkeppnishæfir annars staðar í heiminum. Við erum stanslaust í samkeppni við Noreg og erum búnir að tapa gríðarlega miklum fjármunum á verkallinu núna,“ segir Alexander í Sjávariðjunni. Óvissan um veiðigjöldin er slæm, segir bæjarstjórinn. „Þetta er alveg eins og í öðrum viðskiptum. Öll óvissa skapar ákveðna hættu og það er slæmt fyrir okkur. Best væri ef við Íslendingar gætum bara komist að einhverri niðurstöðu og sagt: Þetta verður svona næstu tíu árin. Þá myndum við hafa það nokkuð gott. En óvissan er aldrei góð, - í þessu né öðru,“ segir Kristinn bæjarstjóri. Tengdar fréttir Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Hún vill starfsheitið útgerðarprinsessan Hún byrjaði tólf ára gömul á sjó og undirbýr nú sína fimmtu vertíð sem skipstjóri á strandveiðibát, stúlkan sem ögrar starfsheiti trillukarlsins. 10. apríl 2017 21:00 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Rúnar Marvinsson dró fram pönnuna fyrir ítalskan matgæðing Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík. 10. apríl 2017 11:00 Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Á sama tíma skapar umræða um hækkun veiðigjalda óvissu um framtíðina. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi á dögunum, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Í Snæfellsbæ eru yfir eitthundrað fiskiskip gerð út en engar stórútgerðir. Þar eru það einstaklingsútgerðir og lítil fjölskyldufyrirtæki sem einkenna byggðina. Þegar við spurðum um afkomuna fengust meðal annars þessi svör:Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta væri nú allt í lagi ef krónan væri ekki svona rosalega sterk. Hún er að trufla okkur,“ segir Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf., sem rekur saltfiskverkun og gerir út einn dagróðrabát. Trillukarlinn finnur fyrir þessu: „Krónan, hún er að hrekkja okkur mjög mikið,“ segir Rafn Guðlaugsson sjómaður, sem rær frá Ólafsvík með syni sínum á Katrínu SH.Rætt við Rafn Guðlaugsson í Ólafsvíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason-Getið þið búið við stöðuna eins og hún er í dag , - með krónuna? „Nei, við getum það ekki,“ svarar Rafn. -Ætlið þið að fara að grenja út gengisfellingu, eins og var gert í gamla daga? „Nei, nei, við gerum það ekki. Þeir redda þessu einhvern veginn,“ svarar smábátasjómaðurinn.Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, við löndun á Rifi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sjómennirnir fá minna útborgað: „Það lækka náttúrlega launin. Launin eru í fiskverðinu,“ segir Ómar Marísson, háseti á Saxhamri SH. Svo komu skellir eins og sjómannaverkfall og lokun Nígeríumarkaðar. „Við höfum til dæmis ekki getað selt hausa og bein, sem hleypur á milljónum. Sem er bara tekjuskerðing, - á meðan við fögnum því að olía sé að lækka,“ segir Alexander Friðþjófur Kristinsson, framkvæmdastjóri Sjávariðjunnar ehf. á Rifi.Alexander Friðþjófur Kristinsson, framkvæmdastjóri Sjávariðjunnar á Rifi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hér hefur afkoma sjávarútvegs víðtæk áhrif á samfélagið. „Þetta er náttúrlega keðjuverkandi. Fólk hefur vinnu í bæjarfélögunum, - eins og til dæmis hjá okkur. Hérna hafa þrjátíu manns vinnu, hátt í fjörutíu með sjómönnum,“ segir Kristín í Valafelli. Kröfur eru um hærri veiðigjöld. „Mér finnst mjög eðlilegt að sjávarútvegurinn borgi veiðigjöld, - svo það sé nú alveg á hreinu og enginn misskilji það,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. „En það er alveg sama hvern þú heyrir, sem ætlar að leysa vanda Íslendinga. Þeir ætla allir að taka peningana úr sjávarútveginum. Þannig að ef þú myndir leggja það saman þá er það meira en sjávarútvegurinn er að afla yfir árið, bara í heild sinni,“ segir bæjarstjórinn. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég er alveg hlynntur þessari skattlagningu. En hún verður náttúrlega að vera réttmæt. Við verðum að vera samkeppnishæfir annars staðar í heiminum. Við erum stanslaust í samkeppni við Noreg og erum búnir að tapa gríðarlega miklum fjármunum á verkallinu núna,“ segir Alexander í Sjávariðjunni. Óvissan um veiðigjöldin er slæm, segir bæjarstjórinn. „Þetta er alveg eins og í öðrum viðskiptum. Öll óvissa skapar ákveðna hættu og það er slæmt fyrir okkur. Best væri ef við Íslendingar gætum bara komist að einhverri niðurstöðu og sagt: Þetta verður svona næstu tíu árin. Þá myndum við hafa það nokkuð gott. En óvissan er aldrei góð, - í þessu né öðru,“ segir Kristinn bæjarstjóri.
Tengdar fréttir Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Hún vill starfsheitið útgerðarprinsessan Hún byrjaði tólf ára gömul á sjó og undirbýr nú sína fimmtu vertíð sem skipstjóri á strandveiðibát, stúlkan sem ögrar starfsheiti trillukarlsins. 10. apríl 2017 21:00 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Rúnar Marvinsson dró fram pönnuna fyrir ítalskan matgæðing Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík. 10. apríl 2017 11:00 Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00
Hún vill starfsheitið útgerðarprinsessan Hún byrjaði tólf ára gömul á sjó og undirbýr nú sína fimmtu vertíð sem skipstjóri á strandveiðibát, stúlkan sem ögrar starfsheiti trillukarlsins. 10. apríl 2017 21:00
Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30
Rúnar Marvinsson dró fram pönnuna fyrir ítalskan matgæðing Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík. 10. apríl 2017 11:00
Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00