Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 30. apríl 2017 11:00 Nils með stórann urriða sem hann veiddi á ION svæðinu í fyrradag. Veiðin í Þingvallavatni fyrsta mánuðinn frá opnun einkennist af veiðimönnum við bakka vatnsins sem gefa ekkert eftir í leit sinni að stórum urriða. Það hefur verið ágæt veiði við vatnið þegar það hefur viðrað til veiða en til að mynda hafa all margir urriðar komið á land í þjóðgarðinum og margir þeirra vænir eða alveg upp í 80 sm sem við höfum staðfestar fregnir af. Þeir sem þekkja hegðun uriðans vel vita sem er að það þarf mikla ástundun til að ganga vel en á bak við suma fiskana sem hafa verið að koma á land þjóðgarðsmegin geta verið fimm til sex fisklausar ferðir upp að vatni. Af öðrum svæðum við vatnið virðist vera ágætt við Kárastaði og Villingavatnsárós og af þessum svæðum í vatninu sem eru í útleigu er þetta eina svæðið að okkur vitandi þar sem ennþá er hægt að fá stangir. Svæðið sem þó er vinsælast er kennt við ION og þar hefur veiðin verið fantagóð og þar er staðið við vatnið alla daga. Nils Folmer Jorgensen hefur verið mikið við það svæði og fékk í fyrradag átta stóra urriða. "Veiðin hefur veirð upp og niður og skrifast það á kuldann og rokið sem hafa hrjáð okkur síðustu daga en það koma líka mjög góðir dagar inn á milli. Það hafa líklega flestir heyrt af stóra fiskinum sem Ian Gordon fékk um daginn en hann fékk hann á Olive Ghost sem er fluga sem ég hannaði og hnýtti og ég fékk minn stóra líka á hana. Ég hef notað hana bæði þyngda og óþyngda með góðum árangri. Þegar veðrið er rólegt nota ég þó meira púpur sem fiskurinn tekur í yfirborðinu". sagði Nils í samtali við Veiðivísi. Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði
Veiðin í Þingvallavatni fyrsta mánuðinn frá opnun einkennist af veiðimönnum við bakka vatnsins sem gefa ekkert eftir í leit sinni að stórum urriða. Það hefur verið ágæt veiði við vatnið þegar það hefur viðrað til veiða en til að mynda hafa all margir urriðar komið á land í þjóðgarðinum og margir þeirra vænir eða alveg upp í 80 sm sem við höfum staðfestar fregnir af. Þeir sem þekkja hegðun uriðans vel vita sem er að það þarf mikla ástundun til að ganga vel en á bak við suma fiskana sem hafa verið að koma á land þjóðgarðsmegin geta verið fimm til sex fisklausar ferðir upp að vatni. Af öðrum svæðum við vatnið virðist vera ágætt við Kárastaði og Villingavatnsárós og af þessum svæðum í vatninu sem eru í útleigu er þetta eina svæðið að okkur vitandi þar sem ennþá er hægt að fá stangir. Svæðið sem þó er vinsælast er kennt við ION og þar hefur veiðin verið fantagóð og þar er staðið við vatnið alla daga. Nils Folmer Jorgensen hefur verið mikið við það svæði og fékk í fyrradag átta stóra urriða. "Veiðin hefur veirð upp og niður og skrifast það á kuldann og rokið sem hafa hrjáð okkur síðustu daga en það koma líka mjög góðir dagar inn á milli. Það hafa líklega flestir heyrt af stóra fiskinum sem Ian Gordon fékk um daginn en hann fékk hann á Olive Ghost sem er fluga sem ég hannaði og hnýtti og ég fékk minn stóra líka á hana. Ég hef notað hana bæði þyngda og óþyngda með góðum árangri. Þegar veðrið er rólegt nota ég þó meira púpur sem fiskurinn tekur í yfirborðinu". sagði Nils í samtali við Veiðivísi.
Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði