Lífið

Sjáðu það sem Evrópubúar höfðu um Svölu að segja á Twitter

Birgir Olgeirsson skrifar
Svala Björgvinsdóttir á sviði í Kænugarði.
Svala Björgvinsdóttir á sviði í Kænugarði. Vísir/EPA
Svala Björgvinsdóttir flutti lag sitt Paper með glæsibrag á fyrra undankvöldi Eurovision í Kænugarði í kvöld. Íslendingar voru iðnir á Twitter undir #12stig en það gerðu áhorfendur í öðrum löndum einnig undir #esc2017 og sjá má nokkur þeirra hér fyrir neðan:

Þulur breska ríkisútvarpsins BBC hafði þetta segja um framlag Svölu: 

Einn sagði leiser-sýningu Svölu hafa verið þrjátíu ára gamla en í Eurovision sé hún kærkomin nýbreytni.

Þessi grínaðist með að Svala væri enn ein uppgötvunin á framandi lífi í Eurovision.

Þessi sagði Svölu líkjast söngkonunni úr geimævintýrinu The Fifth Element.

Og þessi líkti Svölu við Emmu Frost úr X-Men ofurhetjusögunum frá Marvel.

Þessi vildi meina að Svala hefði lagt geimskipi sínu ólöglega.

Og þessi sagði Svölu minna sig á söngkonuna Gwen Stefani.

Þá voru skór Svölu sagðir minna á eitthvað sem Spice Girls gengu í þegar þær voru upp á sitt besta.

Þessi sagði sviðshreyfingar Svölu minna sig á myndband hinnar sænsku Robyn við lagið Call Your Girlfriend

Og auðvitað voru nokkrir sem vildu Svölu áfram og er hér einn þeirra.

Þessi virðist ekki hafa skilið inntak textans.

Þessari líður örugglega svipað og mörgum Íslendingum í kvöld.

Þessi er á því að næstu framlög Íslands eigi að vera annað hvort steinn eða skæri, úr því að við erum búin að senda blaðið.

Og hér er ein sem eins og svo margir Íslendingar, er ánægð með að Portúgal kæmist áfram, en jafnframt sorgmædd yfir því að Ísland og Finnland sátu eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.