Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2017 20:57 Svala á sviði í Kænugarði. Eurovision Blaðamenn fylgdust með dómarennsli fyrri undanriðils söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í Úkraínu í kvöld þar sem Svala Björgvinsdóttir steig á svið fyrir hönd Íslands. Á dómararennslinu fylgjast dómnefndir hverra landa með flutningi keppenda en stig þeirra gilda til helmings á móti símaatkvæðum áhorfenda. Það var því flutningurinn í kvöld sem ræður því hvaða lönd fá stig frá dómnefndum hverrar þjóðar.Matthew Friedrichs, sem skrifar fyrir vefinn ESC United, sagði atriði Svölu vera dómaravænt. „En það er þó frekar bragðdauft og óspennandi,“ skrifaði Friedrichs um atriði Svölu. Hann sagði flutning hennar fremur staðnaðan fyrir þetta lag en hún flytji það þó eins vel og hún getur og sé örugg á sviði.Samuel Deakin ritar fyrir Eurovoix en hann sagði flutning Svölu vera hnitmiðaðan og að umgjörðin á sviði hentaði flutningi hennar fullkomlega. „Það voru engin mistök á þessu dómararennsli,“ skrifar Deakin.Bretinn Jessica Weaver ritar fyrir Eurovision-vefinn ESC Today en þar segir hún Svölu hafa flutt lagið einstaklega vel á dómarennslinu. Var það mat Weaver að flutningur Svölu gæti hafa lagst vel í dómnefndirnar og að það gæti mögulega gert góða hluti með stuðningi í formi atkvæða frá áhorfendum á morgun.“Blaðamaður sænska dagblaðsins Aftonbladet, Tobbe Ek, segir lagið Paper ekki eina af öskurballöðum keppninnar, það sé of gott til þess. Hann segir Svölu skorta hlýju á sviði en að hún skarti þykkustu skósólum keppninnar.Sjá einnig: Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin birti í dag á bloggsíðu sinni sína stigagjöf yfir öll lögin sem eru í Eurovision í ár. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir á síðu sinni að hann myndi gefa Svölu fimm stig í keppninni, ef hann fengi einhverju ráðið. Eurovision Tengdar fréttir Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Spá henni fimmtánda sætinu á fyrra undankvöldinu. 5. maí 2017 17:21 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Svala negldi dómararennslið í Kænugarði Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. 8. maí 2017 20:00 Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Einn þeirra sagði ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. 2. maí 2017 15:39 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira
Blaðamenn fylgdust með dómarennsli fyrri undanriðils söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í Úkraínu í kvöld þar sem Svala Björgvinsdóttir steig á svið fyrir hönd Íslands. Á dómararennslinu fylgjast dómnefndir hverra landa með flutningi keppenda en stig þeirra gilda til helmings á móti símaatkvæðum áhorfenda. Það var því flutningurinn í kvöld sem ræður því hvaða lönd fá stig frá dómnefndum hverrar þjóðar.Matthew Friedrichs, sem skrifar fyrir vefinn ESC United, sagði atriði Svölu vera dómaravænt. „En það er þó frekar bragðdauft og óspennandi,“ skrifaði Friedrichs um atriði Svölu. Hann sagði flutning hennar fremur staðnaðan fyrir þetta lag en hún flytji það þó eins vel og hún getur og sé örugg á sviði.Samuel Deakin ritar fyrir Eurovoix en hann sagði flutning Svölu vera hnitmiðaðan og að umgjörðin á sviði hentaði flutningi hennar fullkomlega. „Það voru engin mistök á þessu dómararennsli,“ skrifar Deakin.Bretinn Jessica Weaver ritar fyrir Eurovision-vefinn ESC Today en þar segir hún Svölu hafa flutt lagið einstaklega vel á dómarennslinu. Var það mat Weaver að flutningur Svölu gæti hafa lagst vel í dómnefndirnar og að það gæti mögulega gert góða hluti með stuðningi í formi atkvæða frá áhorfendum á morgun.“Blaðamaður sænska dagblaðsins Aftonbladet, Tobbe Ek, segir lagið Paper ekki eina af öskurballöðum keppninnar, það sé of gott til þess. Hann segir Svölu skorta hlýju á sviði en að hún skarti þykkustu skósólum keppninnar.Sjá einnig: Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin birti í dag á bloggsíðu sinni sína stigagjöf yfir öll lögin sem eru í Eurovision í ár. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir á síðu sinni að hann myndi gefa Svölu fimm stig í keppninni, ef hann fengi einhverju ráðið.
Eurovision Tengdar fréttir Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Spá henni fimmtánda sætinu á fyrra undankvöldinu. 5. maí 2017 17:21 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Svala negldi dómararennslið í Kænugarði Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. 8. maí 2017 20:00 Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Einn þeirra sagði ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. 2. maí 2017 15:39 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira
Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Spá henni fimmtánda sætinu á fyrra undankvöldinu. 5. maí 2017 17:21
Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45
Svala negldi dómararennslið í Kænugarði Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. 8. maí 2017 20:00
Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Einn þeirra sagði ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. 2. maí 2017 15:39