Lífið

Svala negldi dómararennslið í Kænugarði

Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa
Svala stóð sig mjög vel í kvöld.
Svala stóð sig mjög vel í kvöld. visir/benidikt bóas
Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld.

Svala söng lag sitt Paper en hún stígur á svið þrettánda í röðinni í fyrri undaúrslitariðlinum annað  kvöld.

Mörg hundruð blaðamenn voru inni í blaðamannasalnum þegar hún flutti lagið á æfingunni í dag og vakti frammistaða hennar mjög mikla athygli. Einnig var höllin full af áhorfendum sem tóku vel á móti henni.

Svala var enn öruggari á sviðinu í kvöld en hún var á æfingunni í höllinni fyrr í dag og röddin alveg upp á tíu eins og vanalega hjá þessari reyndu söngkonu.

Sjálfsöryggið hreinlega geislaði af Svölu og er nokkuð ljóst að hún á góðan möguleika á því að komast áfram á morgun.

Sem fyrr voru bakraddirnar virkilega góðar í laginu og maður finnur fyrir frábærri samvinnu Svölu og þeirra.

Dómararennslið skiptir miklu máli, alveg jafn miklu máli og morgundagurinn. Því vægi dómaranna er fimmtíu prósent á við vægi áhorfenda í Evrópu. Það skiptir því miklu máli að hún fái töluvert mörg stig eftir kvöldið í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×