Lífið

Eurovision í Kænugarði - Myndir frá 1. degi: Sólin skein á borgarbúa og Svölu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjónin Einar og Svala í Euroþorpinu.
Hjónin Einar og Svala í Euroþorpinu. Myndir/SÁPBÓ
Eurovision keppnin hefst á þriðjudagskvöldið þegar Svala Björgvinsdóttir stígur á svið fyrir Íslands hönd og tekur lagið Paper í fyrra undanúrslitakvöldinu.

Svala verður 13. í röðinni í höllinni í Kænugarði. Vísir verður með ítarlega umfjöllun um keppnina á næstu dögum en í dag var rætt við söngkonuna sjálfa í kvöldfréttum Stöðvar 2 og henni var einnig fylgt eftir þegar hún tók þátt í hljóðprufu í Euro-þorpinu fyrir Skandinavíska partýið sem fram fór fyrr í kvöld.

Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir sem blaðamenn Vísis tóku á fyrsta degi í Eurovision.

Hér til vinstri sést Olympíuleikvangurinn í Kænugarði.
Gluggaþvottamenn að störfum mjög hátt uppi.
Euro-þorpið sést hér ágætlega. Ein fjölförnustu gatnamót Kænugarðs.
Ekki beint glænýr strætó.
Einstaklega falleg kirkja.
Hópurinn í kringum Svölu er gríðarlega samheldinn.
Margar fallegar kirkjur víða um alla borg.
Austurblokkin í Kiev.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×