Lífið

Eurovision: Mörg hundruð blaðamenn að störfum í höllinni í Kænugarði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aðstaða fyrir blaðamenn er til fyrirmyndar.
Aðstaða fyrir blaðamenn er til fyrirmyndar. Vísir/Stefán Árni
Blaðamannaaðstaðan úti í Kænugarði er frábær og er búist við því að um 1.200 blaðamenn séu í Kænugarði um þessar mundir. Keppnin fer fram í Alþjóðlegu ráðstefnuhöllinni í Kænugarði í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí.

Mörg hundruð blaðamenn eru nú að störfum í höllinni eru allir þeir með vinnuaðstöðu á heimsmælikvarða.

Vísir/Stefán Árni
Borgin er öll undirlögð Eurovision-skiltum og ótal mörg svið fyrir flytjendur um alla miðborgina.

Svala Björgvinsdóttir kemur fram í Norðurlandapartýinu í kvöld ásamt öðrum keppendum frá Norðurlöndunum. Vísir mun greina ítarlega frá kvöldinu. 

 

Vísir/Stefán Árni
Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.

Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.


Tengdar fréttir

Íslendingar héldu uppi stuðinu í Kænugarði

Um hundrað mættu í gleðskap Íslendinga í Kænugarði. Svölu Björgvinsdóttur var einkar vel tekið. Felix Bergsson segir sendinefndina í keppnisskapi. Kappsamlega verði unnið að því að að Svölu gangi vel, en hún fái litla sem enga hvíl

Styður Svölu að fullu

Greta Salóme hefur margs að minnast nú þegar hún lítur til baka. Hún hefur tvisvar tekið þátt í Eurovision-keppninni. Greta gat deilt reynslu sinni til Svölu Björgvins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×