Íslendingar héldu uppi stuðinu í Kænugarði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Svala þarf að svara spurningum fjölmargra blaðamanna. mynd/eurovision Um hundrað manns sóttu gleðskap íslensku Eurovision-sendinefndarinnar í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í gær. Meðal annars létu sendinefndir Finna, Ástrala og Moldóva sjá sig. „Við erum að vonum ánægð með mætinguna. Þarna kom fólk úr öðrum sendinefndum, svolítið af þulum. Við lögðum áherslu á að reyna að ná þulunum sem eru með okkur í undanriðli til að fá þá til að tala svolítið fallega um okkur og fá þá atkvæði frá þeim þjóðum,“ segir Felix Bergsson, einn nefndarmanna, léttur í bragði. Felix segir stemninguna hafa verið rosalega góða. „Ekki síst vegna þess að Svala steig á stokk og söng og gerði það alveg dásamlega. Það kom einna helst á óvart að Vetrarsól Gunnars Þórðarsonar fór svona vel í þá sem voru á svæðinu. Fólk bara táraðist.“Felix Bergsson.Þá segir hann að Svala Björgvinsdóttir, keppandi Íslands, hafi að sjálfsögðu flutt lag sitt, Paper, bæði á íslensku og á ensku. Íslenska sendinefndin er í keppnisskapi og ætlar að sjá til þess að Svölu gangi sem allra best. „Við erum bara á fullu að kynna hana til að koma henni á framfæri og koma laginu áfram. Þetta er endalaus vinna. Þetta er í raun heilmikið álag á listamanninum,“ segir Felix. Til dæmis hafi Svala sungið fjögur lög í boðinu og staðið svo í viðtölum og myndatökum í klukkutíma. Hún fær hins vegar litla hvíld. „Hún er rétt búin að skríða heim á hótel núna til að hvíla sig í hálftíma. Svo förum við af stað í rútu, nýmáluð og í nýju átfitti, til að fara í moldóvska partíið þar sem hún ætlar að performera,“ segir Felix. Hann segir að margir geri sér ekki grein fyrir því að keppendur eigi það til að missa röddina eftir allan undirbúninginn. „Það er ekki síst vegna þess að þeir tala svo mikið. Það er svo mikið áreiti, mikið af viðtölum og mikið af aðdáendum sem þarf að sinna.“ Svala stígur á svið á þriðjudaginn á fyrra undanúrslitakvöldinu. Aðalkeppnin fer síðan fram laugardagskvöldið 13. maí, eftir rétta viku, og íslenska þjóðin stendur af heilum hug á bakvið íslenska keppandann. Ábyrgð Felix og félaga í íslensku sendinefndinni er því mikil. „Við erum með stóran og góðan hóp í kringum hana og þetta gengur allt mjög vel,“ segir Felix. Þeir Benedikt Bóas Hinriksson og Stefán Árni Pálsson, blaðamenn á fréttastofu 365, eru í Kænugarði. Munu þeir standa fyrir ítarlegri umfjöllun á Vísi, Stöð 2, Bylgjunni og hér í Fréttablaðinu á næstu dögum. Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Um hundrað manns sóttu gleðskap íslensku Eurovision-sendinefndarinnar í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í gær. Meðal annars létu sendinefndir Finna, Ástrala og Moldóva sjá sig. „Við erum að vonum ánægð með mætinguna. Þarna kom fólk úr öðrum sendinefndum, svolítið af þulum. Við lögðum áherslu á að reyna að ná þulunum sem eru með okkur í undanriðli til að fá þá til að tala svolítið fallega um okkur og fá þá atkvæði frá þeim þjóðum,“ segir Felix Bergsson, einn nefndarmanna, léttur í bragði. Felix segir stemninguna hafa verið rosalega góða. „Ekki síst vegna þess að Svala steig á stokk og söng og gerði það alveg dásamlega. Það kom einna helst á óvart að Vetrarsól Gunnars Þórðarsonar fór svona vel í þá sem voru á svæðinu. Fólk bara táraðist.“Felix Bergsson.Þá segir hann að Svala Björgvinsdóttir, keppandi Íslands, hafi að sjálfsögðu flutt lag sitt, Paper, bæði á íslensku og á ensku. Íslenska sendinefndin er í keppnisskapi og ætlar að sjá til þess að Svölu gangi sem allra best. „Við erum bara á fullu að kynna hana til að koma henni á framfæri og koma laginu áfram. Þetta er endalaus vinna. Þetta er í raun heilmikið álag á listamanninum,“ segir Felix. Til dæmis hafi Svala sungið fjögur lög í boðinu og staðið svo í viðtölum og myndatökum í klukkutíma. Hún fær hins vegar litla hvíld. „Hún er rétt búin að skríða heim á hótel núna til að hvíla sig í hálftíma. Svo förum við af stað í rútu, nýmáluð og í nýju átfitti, til að fara í moldóvska partíið þar sem hún ætlar að performera,“ segir Felix. Hann segir að margir geri sér ekki grein fyrir því að keppendur eigi það til að missa röddina eftir allan undirbúninginn. „Það er ekki síst vegna þess að þeir tala svo mikið. Það er svo mikið áreiti, mikið af viðtölum og mikið af aðdáendum sem þarf að sinna.“ Svala stígur á svið á þriðjudaginn á fyrra undanúrslitakvöldinu. Aðalkeppnin fer síðan fram laugardagskvöldið 13. maí, eftir rétta viku, og íslenska þjóðin stendur af heilum hug á bakvið íslenska keppandann. Ábyrgð Felix og félaga í íslensku sendinefndinni er því mikil. „Við erum með stóran og góðan hóp í kringum hana og þetta gengur allt mjög vel,“ segir Felix. Þeir Benedikt Bóas Hinriksson og Stefán Árni Pálsson, blaðamenn á fréttastofu 365, eru í Kænugarði. Munu þeir standa fyrir ítarlegri umfjöllun á Vísi, Stöð 2, Bylgjunni og hér í Fréttablaðinu á næstu dögum.
Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira