Sniðug og ljúf sveitasæla Sigríður Jónsdóttir skrifar 4. maí 2017 11:30 Brúðuleiksýningin Á eigin fótum er lifandi og frumleg á sínum bestu stundum. Leikhús Á eigin fótum Höfundar: Leikhópurinn Miðnætti og Lost Watch Theatre Company Leikstjóri: Agnes Wild Leikarar: Nick Candy, Olivia Hirst, Rianna Dearden og Þorleifur Einarsson Höfundar tónlistar og tónlistarflutningur: Sigrún Harðardóttir og Margrét Arnardóttir Leikmynd, búningar og brúðugerð: Eva Björg Harðardóttir Ljósahönnuður: Kjartan Darri Kristjánsson Leikhópurinn Miðnætti og Lost Watch Theatre Company buðu leikhúsgestum, stórum sem smáum, upp í sveit síðastliðinn laugardag í slagtogi við brúðuna Ninnu litlu. Hún leggur af stað í ferðalag með föður sínum en eftir að hafa komið við á sveitabæ heldur hann áfram en hún verður eftir til að dvelja sumarlangt, henni til mikils ama. Sýningin byggir nánast einungis á látbragðsleik krydduðum með örfáum orðum, sem eru reyndar nánast óþörf. Sagan er líka ofureinföld en öðlast líf í gegnum frumlegan brúðuleik leikhópanna, gríðargóða hönnun og fallega tónlist. Mismunandi brúðuhefðum er blandað saman en hóparnir sækja töluvert í japanskt Bunraku-leikhús þó með sínum eigin áherslum. Þessi nálgun krefst mikillar nákvæmni og þolinmæði af hálfu leikaranna en þrír einstaklingar stjórna brúðunni Ninnu sem þau gera virkilega vel. Allar sviðshreyfingar eru mjúkar og taktfastar en kyrrðin leynir á sér því alltaf er eitthvað að gerast á sviðinu. Lítil smáatriði eins og kindurnar sem fjúka af fjallstindinum á meðan Ninna berst við óvæntan storm dýpka upplifunina. Á þessum augnablikum er deginum ljósara hversu hæfileikaríkur leikstjóri Agnes Wild getur verið. Öll verkefnaskipting er aflíðandi og virðist áreynslulítil en er í raun þaulskipulögð. Handritið er kannski einfalt en hópurinn treystir á töfra leikhússins til að halda framvindunni gangandi. Atriðið þar sem Ninna verður að hafa hljótt á meðan bóndinn á bænum hlustar á fréttirnar er einstaklega gott dæmi um hversu lifandi og frumleg þessi sýning verður á sínum bestu stundum. Eva Björg Harðardóttir er hugvitið á bakvið heildarhönnunina og tekst að draga upp mjög fallega mynd af sveitalífinu og umlykjandi náttúru með einföldum áherslum. Pasteltónar einkenna búningahönnunina og fjöllita grasbakkarnir njóta sín vel sem miðpunktur sögunnar. En brúðuvinnan er í sérflokki og nánast töfrum líkast þegar gömul ferðataska breytist í belju, lök í svani og gamall skór í hundinn Snata. Öll umgjörð er reyndar til fyrirmyndar. Tónlistin sem samin er og spiluð af Sigrúnu Harðardóttur og Margréti Arnardóttur er bæði metnaðarfull og fjölbreytt. Þar verður sérstaklega að nefna naumhyggjukennda lagið sem er spilað undir ferðalagi feðginanna í byrjun sýningar. Stundum virðist meira að segja stærri hljómsveit vera á sviðinu heldur en raun ber vitni. Lýsingarvinna Kjartans Darra Kristjánssonar í Tjarnarbíói hefur verið virkilega góð þetta leikárið og sömu sögu má segja um vinnu hans hér. Allt er gert til að setja fókusinn á Ninnu litlu með björtum bendiljósum en stundum er rökkrið örlítið þreytandi, það er ekki síður spennandi að sjá brúðustjórnendurna á bak við hreyfingarnar. Á eigin fótum er kjörin sýning fyrir yngstu leikhúsgestina sem geta setið fremst við sviðið, næstum því inni í atburðarásinni, og hitt Ninnu sjálfa í lok sýningarinnar. Aftur á móti geta þeir eldri líka haft mjög gaman af enda sýningin fallega framsett, ljúf og skondin.Niðurstaða: Heillandi þroskasaga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. maí. Leikhús Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Á eigin fótum Höfundar: Leikhópurinn Miðnætti og Lost Watch Theatre Company Leikstjóri: Agnes Wild Leikarar: Nick Candy, Olivia Hirst, Rianna Dearden og Þorleifur Einarsson Höfundar tónlistar og tónlistarflutningur: Sigrún Harðardóttir og Margrét Arnardóttir Leikmynd, búningar og brúðugerð: Eva Björg Harðardóttir Ljósahönnuður: Kjartan Darri Kristjánsson Leikhópurinn Miðnætti og Lost Watch Theatre Company buðu leikhúsgestum, stórum sem smáum, upp í sveit síðastliðinn laugardag í slagtogi við brúðuna Ninnu litlu. Hún leggur af stað í ferðalag með föður sínum en eftir að hafa komið við á sveitabæ heldur hann áfram en hún verður eftir til að dvelja sumarlangt, henni til mikils ama. Sýningin byggir nánast einungis á látbragðsleik krydduðum með örfáum orðum, sem eru reyndar nánast óþörf. Sagan er líka ofureinföld en öðlast líf í gegnum frumlegan brúðuleik leikhópanna, gríðargóða hönnun og fallega tónlist. Mismunandi brúðuhefðum er blandað saman en hóparnir sækja töluvert í japanskt Bunraku-leikhús þó með sínum eigin áherslum. Þessi nálgun krefst mikillar nákvæmni og þolinmæði af hálfu leikaranna en þrír einstaklingar stjórna brúðunni Ninnu sem þau gera virkilega vel. Allar sviðshreyfingar eru mjúkar og taktfastar en kyrrðin leynir á sér því alltaf er eitthvað að gerast á sviðinu. Lítil smáatriði eins og kindurnar sem fjúka af fjallstindinum á meðan Ninna berst við óvæntan storm dýpka upplifunina. Á þessum augnablikum er deginum ljósara hversu hæfileikaríkur leikstjóri Agnes Wild getur verið. Öll verkefnaskipting er aflíðandi og virðist áreynslulítil en er í raun þaulskipulögð. Handritið er kannski einfalt en hópurinn treystir á töfra leikhússins til að halda framvindunni gangandi. Atriðið þar sem Ninna verður að hafa hljótt á meðan bóndinn á bænum hlustar á fréttirnar er einstaklega gott dæmi um hversu lifandi og frumleg þessi sýning verður á sínum bestu stundum. Eva Björg Harðardóttir er hugvitið á bakvið heildarhönnunina og tekst að draga upp mjög fallega mynd af sveitalífinu og umlykjandi náttúru með einföldum áherslum. Pasteltónar einkenna búningahönnunina og fjöllita grasbakkarnir njóta sín vel sem miðpunktur sögunnar. En brúðuvinnan er í sérflokki og nánast töfrum líkast þegar gömul ferðataska breytist í belju, lök í svani og gamall skór í hundinn Snata. Öll umgjörð er reyndar til fyrirmyndar. Tónlistin sem samin er og spiluð af Sigrúnu Harðardóttur og Margréti Arnardóttur er bæði metnaðarfull og fjölbreytt. Þar verður sérstaklega að nefna naumhyggjukennda lagið sem er spilað undir ferðalagi feðginanna í byrjun sýningar. Stundum virðist meira að segja stærri hljómsveit vera á sviðinu heldur en raun ber vitni. Lýsingarvinna Kjartans Darra Kristjánssonar í Tjarnarbíói hefur verið virkilega góð þetta leikárið og sömu sögu má segja um vinnu hans hér. Allt er gert til að setja fókusinn á Ninnu litlu með björtum bendiljósum en stundum er rökkrið örlítið þreytandi, það er ekki síður spennandi að sjá brúðustjórnendurna á bak við hreyfingarnar. Á eigin fótum er kjörin sýning fyrir yngstu leikhúsgestina sem geta setið fremst við sviðið, næstum því inni í atburðarásinni, og hitt Ninnu sjálfa í lok sýningarinnar. Aftur á móti geta þeir eldri líka haft mjög gaman af enda sýningin fallega framsett, ljúf og skondin.Niðurstaða: Heillandi þroskasaga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. maí.
Leikhús Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira