Níu ára sonur Katrínar fékk bréf um að hann væri orðinn stjórnarformaður Byggðastofnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2017 16:07 Illugi Gunnarsson, bréfið sem níu ára alnafni hans fékk og Katrín Jakobsdóttir, móðir Illuga yngri. Illugi Gunnarsson, níu ára sonur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, fékk í dag bréf frá innanríkisráðuneytinu þess efnis að búið væri að skipa hann í stjórn Byggðastofnunar og væri hann formaður stjórnar. Gunnar Sigvaldason, eiginmaður Katrínar, deildi bréfinu á Facebook-síðu sinni en ráðuneytinu urðu á þau mistök að senda það á rangan Illuga. Sonur Katrínar er nefnilega alnafni Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem skipaður var formaður Byggðastofnunar í seinasta mánuði. „Ég er bara ótrúlega stolt af honum,“ segir Katrín skellihlæjandi í samtali við Vísi um þetta nýja ábyrgðarhlutverk sonar hennar. Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem hið opinbera ruglist á syni hennar og ráðherranum fyrrverandi segir Katrín að svo sé. „Við höfum einu sinni fengið jólakort en við gerðum ekkert úr því nema bara að áframsenda það á réttan stað en þetta er nú í fyrsta skipti sem hið opinbera ákveður að velja son okkar fram yfir þann eldri. Við tökum þetta mjög alvarlega og lítum á þetta sem mikla ábyrgðarstöðu fyrir þennan unga mann,“ segir Katrín létt og bætir við að syni finnist þetta mjög stórt verkefni að takast á við. „Hann hefur nú örugglega ekki átt von á þessu að hans frami yrði svona skjótur en ég hef nú gjarnan grínast með það að hann eigi eftir að gera stóra hluti á þessu pólitíska sviði því hann er mjög skoðanasterkur en ég hafði ekki áttað mig á að hann væri svona rosalega vel tengdur,“ segir Katrín. Katrín segir að sonur hennar viti af alnafna sínum og hafi hitti hann en að hann viti líka að hann sé nefndur eftir Illuga í Grettis sögu. „Hann er mjög áhugasamur um stjórnmál, ég veit ekki hvort það hafi eitthvað með nafnið að gera eða kannski móðurina, það kann jafnvel að vera,“ segir Katrín. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, sem skrifar undir bréfið hafði ekki heyrt af þessum mistökum við póstlagninguna þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún afhenti Illuga hinum eldri formlega hans skipunarbréf á ársfundi Byggðastofnunar á dögunum svo hann er hinn raunverulegi formaður stjórnar. „Illugi hinn yngri er ábyggilega vel að þessu kominn en hann er kannski helst til of ungur,“ segir Ragnhildur sem er, eins og Katrínu, skemmt yfir þessu öllu saman. Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Illugi Gunnarsson, níu ára sonur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, fékk í dag bréf frá innanríkisráðuneytinu þess efnis að búið væri að skipa hann í stjórn Byggðastofnunar og væri hann formaður stjórnar. Gunnar Sigvaldason, eiginmaður Katrínar, deildi bréfinu á Facebook-síðu sinni en ráðuneytinu urðu á þau mistök að senda það á rangan Illuga. Sonur Katrínar er nefnilega alnafni Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem skipaður var formaður Byggðastofnunar í seinasta mánuði. „Ég er bara ótrúlega stolt af honum,“ segir Katrín skellihlæjandi í samtali við Vísi um þetta nýja ábyrgðarhlutverk sonar hennar. Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem hið opinbera ruglist á syni hennar og ráðherranum fyrrverandi segir Katrín að svo sé. „Við höfum einu sinni fengið jólakort en við gerðum ekkert úr því nema bara að áframsenda það á réttan stað en þetta er nú í fyrsta skipti sem hið opinbera ákveður að velja son okkar fram yfir þann eldri. Við tökum þetta mjög alvarlega og lítum á þetta sem mikla ábyrgðarstöðu fyrir þennan unga mann,“ segir Katrín létt og bætir við að syni finnist þetta mjög stórt verkefni að takast á við. „Hann hefur nú örugglega ekki átt von á þessu að hans frami yrði svona skjótur en ég hef nú gjarnan grínast með það að hann eigi eftir að gera stóra hluti á þessu pólitíska sviði því hann er mjög skoðanasterkur en ég hafði ekki áttað mig á að hann væri svona rosalega vel tengdur,“ segir Katrín. Katrín segir að sonur hennar viti af alnafna sínum og hafi hitti hann en að hann viti líka að hann sé nefndur eftir Illuga í Grettis sögu. „Hann er mjög áhugasamur um stjórnmál, ég veit ekki hvort það hafi eitthvað með nafnið að gera eða kannski móðurina, það kann jafnvel að vera,“ segir Katrín. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, sem skrifar undir bréfið hafði ekki heyrt af þessum mistökum við póstlagninguna þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún afhenti Illuga hinum eldri formlega hans skipunarbréf á ársfundi Byggðastofnunar á dögunum svo hann er hinn raunverulegi formaður stjórnar. „Illugi hinn yngri er ábyggilega vel að þessu kominn en hann er kannski helst til of ungur,“ segir Ragnhildur sem er, eins og Katrínu, skemmt yfir þessu öllu saman.
Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00