Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2017 15:39 Svala Björgvinsdóttir á sviði í Kænugarði. Eurovision „Þetta var ekki svo hrífandi,“ sagði blaðamaður Eurovision-vefsins ESC Today um æfingu Svölu Björgvinsdóttir í Kænugarði í Úkraínu í gær. Að hans mati er lagið hennar, Paper, ekki grípandi og atriðið frekar bragðlaust. 35 blaðamenn greiddu atkvæði um níu keppendur sem æfðu í Kænugarði í gær og endaði Svala í næst síðasta sæti með ellefu stig, fimm stigum á undan Tékklandi sem var neðst með sex stig. Hver blaðamaður gaf uppáhaldsatriðinu sínu fimm stig, næst besta þrjú stig og því þriðja besta eitt stig. Armenía fékk 100 stig í þessari könnun, Moldovía 69 stig og Kýpur 40 stig.Svala mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovison níunda maí næstkomandi. Verður hún þrettánda á svið. Sá sem fór yfir frammistöðu hennar í beinni útsendingu á Facebook-síðu ESC Today sagði atriði Svölu vera keimlíkt framlögum Íslands síðustu tveggja ára. Dökkt yfirbragð og norðurljósabjarmi á sviðinu. „Ef það var ekki nóg fyrir síðustu tvö ár,“ sagði blaðamaðurinn sem sagði atriði Svölu afar einfalt og það sé í raun ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. Hann sagði Svölu vera fínustu söngkonu og geta hreyft sig á sviði en lagið sé ekki eins grípandi og það pólska sem einnig er sungið af afar góðri ljóshærðri söngkonu.Hann vildi þó meina að það væri meiri tilfinning í pólska framlaginu á meðan það íslenska sé kaldara. „Svala eins og margir segir lagið sitt afar persónulegt og hún sé að koma mikilvægum boðskap á framfæri og þess vegna þurfi hún að vera ein á sviðinu, en þetta virkar ekki fyrir alla,“ sagði blaðamaðurinn. Hægt er að hlusta á það sem hann hefur um atriði Svölu að segja hér fyrir neðan en umræðan um atriði Svölu hefst þegar 12 mínútur eru liðnar af myndbandinu:Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Sjá meira
„Þetta var ekki svo hrífandi,“ sagði blaðamaður Eurovision-vefsins ESC Today um æfingu Svölu Björgvinsdóttir í Kænugarði í Úkraínu í gær. Að hans mati er lagið hennar, Paper, ekki grípandi og atriðið frekar bragðlaust. 35 blaðamenn greiddu atkvæði um níu keppendur sem æfðu í Kænugarði í gær og endaði Svala í næst síðasta sæti með ellefu stig, fimm stigum á undan Tékklandi sem var neðst með sex stig. Hver blaðamaður gaf uppáhaldsatriðinu sínu fimm stig, næst besta þrjú stig og því þriðja besta eitt stig. Armenía fékk 100 stig í þessari könnun, Moldovía 69 stig og Kýpur 40 stig.Svala mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovison níunda maí næstkomandi. Verður hún þrettánda á svið. Sá sem fór yfir frammistöðu hennar í beinni útsendingu á Facebook-síðu ESC Today sagði atriði Svölu vera keimlíkt framlögum Íslands síðustu tveggja ára. Dökkt yfirbragð og norðurljósabjarmi á sviðinu. „Ef það var ekki nóg fyrir síðustu tvö ár,“ sagði blaðamaðurinn sem sagði atriði Svölu afar einfalt og það sé í raun ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. Hann sagði Svölu vera fínustu söngkonu og geta hreyft sig á sviði en lagið sé ekki eins grípandi og það pólska sem einnig er sungið af afar góðri ljóshærðri söngkonu.Hann vildi þó meina að það væri meiri tilfinning í pólska framlaginu á meðan það íslenska sé kaldara. „Svala eins og margir segir lagið sitt afar persónulegt og hún sé að koma mikilvægum boðskap á framfæri og þess vegna þurfi hún að vera ein á sviðinu, en þetta virkar ekki fyrir alla,“ sagði blaðamaðurinn. Hægt er að hlusta á það sem hann hefur um atriði Svölu að segja hér fyrir neðan en umræðan um atriði Svölu hefst þegar 12 mínútur eru liðnar af myndbandinu:Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Sjá meira