Svala fékk lága einkunn frá blaðamönnum: „Þetta var ekki svo hrífandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2017 15:39 Svala Björgvinsdóttir á sviði í Kænugarði. Eurovision „Þetta var ekki svo hrífandi,“ sagði blaðamaður Eurovision-vefsins ESC Today um æfingu Svölu Björgvinsdóttir í Kænugarði í Úkraínu í gær. Að hans mati er lagið hennar, Paper, ekki grípandi og atriðið frekar bragðlaust. 35 blaðamenn greiddu atkvæði um níu keppendur sem æfðu í Kænugarði í gær og endaði Svala í næst síðasta sæti með ellefu stig, fimm stigum á undan Tékklandi sem var neðst með sex stig. Hver blaðamaður gaf uppáhaldsatriðinu sínu fimm stig, næst besta þrjú stig og því þriðja besta eitt stig. Armenía fékk 100 stig í þessari könnun, Moldovía 69 stig og Kýpur 40 stig.Svala mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovison níunda maí næstkomandi. Verður hún þrettánda á svið. Sá sem fór yfir frammistöðu hennar í beinni útsendingu á Facebook-síðu ESC Today sagði atriði Svölu vera keimlíkt framlögum Íslands síðustu tveggja ára. Dökkt yfirbragð og norðurljósabjarmi á sviðinu. „Ef það var ekki nóg fyrir síðustu tvö ár,“ sagði blaðamaðurinn sem sagði atriði Svölu afar einfalt og það sé í raun ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. Hann sagði Svölu vera fínustu söngkonu og geta hreyft sig á sviði en lagið sé ekki eins grípandi og það pólska sem einnig er sungið af afar góðri ljóshærðri söngkonu.Hann vildi þó meina að það væri meiri tilfinning í pólska framlaginu á meðan það íslenska sé kaldara. „Svala eins og margir segir lagið sitt afar persónulegt og hún sé að koma mikilvægum boðskap á framfæri og þess vegna þurfi hún að vera ein á sviðinu, en þetta virkar ekki fyrir alla,“ sagði blaðamaðurinn. Hægt er að hlusta á það sem hann hefur um atriði Svölu að segja hér fyrir neðan en umræðan um atriði Svölu hefst þegar 12 mínútur eru liðnar af myndbandinu:Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
„Þetta var ekki svo hrífandi,“ sagði blaðamaður Eurovision-vefsins ESC Today um æfingu Svölu Björgvinsdóttir í Kænugarði í Úkraínu í gær. Að hans mati er lagið hennar, Paper, ekki grípandi og atriðið frekar bragðlaust. 35 blaðamenn greiddu atkvæði um níu keppendur sem æfðu í Kænugarði í gær og endaði Svala í næst síðasta sæti með ellefu stig, fimm stigum á undan Tékklandi sem var neðst með sex stig. Hver blaðamaður gaf uppáhaldsatriðinu sínu fimm stig, næst besta þrjú stig og því þriðja besta eitt stig. Armenía fékk 100 stig í þessari könnun, Moldovía 69 stig og Kýpur 40 stig.Svala mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovison níunda maí næstkomandi. Verður hún þrettánda á svið. Sá sem fór yfir frammistöðu hennar í beinni útsendingu á Facebook-síðu ESC Today sagði atriði Svölu vera keimlíkt framlögum Íslands síðustu tveggja ára. Dökkt yfirbragð og norðurljósabjarmi á sviðinu. „Ef það var ekki nóg fyrir síðustu tvö ár,“ sagði blaðamaðurinn sem sagði atriði Svölu afar einfalt og það sé í raun ekkert sérstakt við Svölu og að hún muni eiga erfitt með að skara fram úr fjöldanum. Hann sagði Svölu vera fínustu söngkonu og geta hreyft sig á sviði en lagið sé ekki eins grípandi og það pólska sem einnig er sungið af afar góðri ljóshærðri söngkonu.Hann vildi þó meina að það væri meiri tilfinning í pólska framlaginu á meðan það íslenska sé kaldara. „Svala eins og margir segir lagið sitt afar persónulegt og hún sé að koma mikilvægum boðskap á framfæri og þess vegna þurfi hún að vera ein á sviðinu, en þetta virkar ekki fyrir alla,“ sagði blaðamaðurinn. Hægt er að hlusta á það sem hann hefur um atriði Svölu að segja hér fyrir neðan en umræðan um atriði Svölu hefst þegar 12 mínútur eru liðnar af myndbandinu:Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Sjá meira