Lífsvon Bjarni Karlsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Næstu föstudagsnótt ætla hundruð Íslendinga að hittast bæði í Laugardalnum í Reykjavík og við gamla Leikfélagshúsið á Akureyri á fáránlegasta tíma sólarhringsins, kl. fjögur að nóttu þegar tæknilega séð er kominn laugardagur, til þess að ganga á móti sólarupprásinni. Við sem þarna mætum munum tilheyra hundruðum þúsunda manna vítt um heim sem þessa nótt sameinast í baráttunni við sjálfsvígsvandann og ganga úr myrkrinu í ljósið í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Það að treysta sér ekki til að lifa er í sjálfu sér ekkert skrýtið. Fyrir því geta verið margar gildar ástæður. En sársaukinn sem fylgir er hræðilegur. Mikil angist, vanmáttur, sorg og lamandi skömm. Flest fólk lifir af og fyrsta skrefið út úr myrkrinu gerist oftast í mannlegri nánd. Maður er enn þá inni í myrkrinu þegar lagt er af stað og maður kemst af stað vegna þess að það er einhver sem kemur, stoppar hjá manni og þolir ástandið. Einhver sem er ekki hræddur við að vera hræddur. Einhver sem er ekki miður sín yfir því að vera miður sín og skammast sín ekki lengur fyrir skömmina. Þannig byrjar oftast gangan í lífi þeirra sem lifa af og komast úr myrkrinu í ljósið. Einmitt þess vegna komum við saman áður en sól rís, finnum styrk í nálægð við aðra og göngum af stað til að heilsa deginum. Samtökin Pieta Ísland, sem standa að göngunni, eru stofnuð að írskri fyrirmynd og ætla sér að opna nýtt úrræði þar sem fólk í sjálfsvígshættu nýtur mannlegrar nándar og faglegrar þjónustu innan 24 stunda frá því beiðni berst. Málið varðar hverja einustu stórfjölskyldu í landinu og því er ástæða til að fjölmenna. Upplýsingar varðandi skráningu o.fl. má nálgast á Fb-síðu Pieta Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Næstu föstudagsnótt ætla hundruð Íslendinga að hittast bæði í Laugardalnum í Reykjavík og við gamla Leikfélagshúsið á Akureyri á fáránlegasta tíma sólarhringsins, kl. fjögur að nóttu þegar tæknilega séð er kominn laugardagur, til þess að ganga á móti sólarupprásinni. Við sem þarna mætum munum tilheyra hundruðum þúsunda manna vítt um heim sem þessa nótt sameinast í baráttunni við sjálfsvígsvandann og ganga úr myrkrinu í ljósið í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Það að treysta sér ekki til að lifa er í sjálfu sér ekkert skrýtið. Fyrir því geta verið margar gildar ástæður. En sársaukinn sem fylgir er hræðilegur. Mikil angist, vanmáttur, sorg og lamandi skömm. Flest fólk lifir af og fyrsta skrefið út úr myrkrinu gerist oftast í mannlegri nánd. Maður er enn þá inni í myrkrinu þegar lagt er af stað og maður kemst af stað vegna þess að það er einhver sem kemur, stoppar hjá manni og þolir ástandið. Einhver sem er ekki hræddur við að vera hræddur. Einhver sem er ekki miður sín yfir því að vera miður sín og skammast sín ekki lengur fyrir skömmina. Þannig byrjar oftast gangan í lífi þeirra sem lifa af og komast úr myrkrinu í ljósið. Einmitt þess vegna komum við saman áður en sól rís, finnum styrk í nálægð við aðra og göngum af stað til að heilsa deginum. Samtökin Pieta Ísland, sem standa að göngunni, eru stofnuð að írskri fyrirmynd og ætla sér að opna nýtt úrræði þar sem fólk í sjálfsvígshættu nýtur mannlegrar nándar og faglegrar þjónustu innan 24 stunda frá því beiðni berst. Málið varðar hverja einustu stórfjölskyldu í landinu og því er ástæða til að fjölmenna. Upplýsingar varðandi skráningu o.fl. má nálgast á Fb-síðu Pieta Ísland.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun