Innlent

Fámennt á fundi Gunnars Smára

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gunnar Smári setti 40 milljónir í útgáfufélag Fréttatímans á sínum tíma.
Gunnar Smári setti 40 milljónir í útgáfufélag Fréttatímans á sínum tíma. vísir/stefán
Gunnar Smári Egilsson, útgefandi Fréttatímans, boðaði starfsmenn til fundar á sunnudag. Enginn þeirra starfsmanna sem fréttastofa náði sambandi við mætti á fundinn.

Enn er staðan varðandi laun óbreytt samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en eins og greint hefur verið frá fékk helmingur starfsmanna ekki greidd laun þann 1. apríl síðastliðinn og ekki varð heldur af því um þessi mánaðamót.

Síðasta tölublað kom út þann 7. apríl síðastliðinn. Gunnar Smári, sem leiddi hóp sem keypti útgáfu­fé­lag Frétta­tím­ans síðla árs 2015, hætti afskiptum af útgáf­unni í byrjun apr­íl. Þóra Tómasdóttir, annar ritstjóri Fréttatímans, segir að félagið sé nú farið í þrot og því megi ekki reikna með því að starfsfólk fái greitt fljótlega. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×