Bækur, símar og vín Þorvaldur Gylfason skrifar 18. maí 2017 07:00 Hugsum okkur tvö lönd sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu eru bækur uppi um alla veggi á flestum heimilum og borðin svigna undan bókastöflunum en í hinu landinu er hvergi nokkurs staðar bók að sjá, kannski vegna þess að þær eru geymdar í kössum niðri í kjallara. Í hvoru landinu skyldu íbúarnir lesa fleiri bækur? Spurningin svarar sér sjálf. Og hún skiptir máli því bækur bæta lífið. Þess vegna eru bókasöfn kostuð af almannafé. Hægan, hægan, heyrist nú einhver segja. Allt ritmál er í þann veginn að birtast á vefnum. Rafbækur munu senda gamlar skruddur á sama stað og skilvinduna og rokkinn. Aðrir efast. Hugsum okkur nú aftur tvö lönd sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu standa vínflöskur á borðum á flestum heimilum svo borðin svigna en í hinu landinu eru vínföng hvergi höfð uppi við og eru því ekki fyrir augum manna í dagsins önn. Í hvoru landinu skyldi meira vín vera um hönd haft? Spurningin svarar sér sjálf. Og hún skiptir máli því svarið getur hjálpað okkur við að mynda okkur skoðun m.a. á því hvort vín á heima í hillum matvörubúða eins og tíðkast t.d. í Danmörku eða ekki eins og t.d. í Noregi og Svíþjóð.Nálægðin skiptir máli Greiður aðgangur að vínföngum ýtir undir vínneyzlu eins og vandlegar rannsóknir hafa leitt í ljós og blasir raunar við öllum með opin augu og eyru. Nálægðin skiptir máli. Þess vegna hefur ríkið tekið að sér einkasölu á víni á Íslandi og víða annars staðar, t.d. í Noregi og Svíþjóð eins og áður kom fram og einnig t.d. í Kanada en ekki í Bandaríkjunum. Einkasölu ríkisins er ætlað að halda víni og öðru áfengi í hæfilegri fjarlægð frá neytendum til að draga úr drykkjuskap.Ef þú heyrnartólið tekur?… Og þá er ég loksins kominn að efni dagsins. Hugsum okkur nú tvö lönd sem eru alveg eins að öllu öðru leyti en því að í öðru landinu eiga næstum allir farsíma (Ísland í dag) og enginn í hinu landinu (Ísland fyrir 1990). Í hvoru landinu skyldi fólk nú eyða meiri tíma við símann? Spurningin svarar sér sjálf. Og hún kann að skipta máli. Mér er minnisstæð saga vinar míns af brúðkaupsveizlu sem hann sat að Hótel Loftleiðum þar sem prúðbúnir gestirnir yrtu ekki hver á annan alla veizluna og ekki brúðhjónin heldur því allir voru í símanum. Sjálfur man ég eftir fimm tággrönnum unglingsstúlkum sem sátu þröngt á litlum bekk í lystigarði í Hong Kong án þess að líta upp úr símunum sínum eða yrða hver á aðra því hver var í sínum heimi. Kennarar taka sumir eftir nemendum sem eru niðursokknir í síma sína og fylgjast ekki með því sem fram fer í tímum. Barnakennarar banna flestir farsímanotkun í kennslustundum, þykist ég vita.Skjáfíkn Nú vaknar brennandi spurning: Hvers vegna yrtu brúðkaupsgestirnir á Hótel Loftleiðum ekki hver á annan? Eða stelpurnar í Hong Kong? Og hvers vegna hanga sumir nemendur í símanum í kennslustundum frekar en að fylgjast með? Myndir þú, lesandi góður, vilja leggjast á skurðarborðið hjá lækni sem hékk í símanum öllum stundum frekar en að fylgjast með fyrirlestrum í læknadeild Háskólans, kryfja líkin og lesa bækurnar? Hver er skýringin á skjáfíkninni? Býður síminn betur? Kannski. En skýringin gæti einnig verið hin sama og í dæmisögunum að framan um bækurnar og vínið. Kannski er skýringin einfaldlega sú að símarnir eru tiltækir og ná því athygli. Nálægðin ýtir undir notkun þeirra sem getur snúizt upp í ofnotkun eins og einnig getur gerzt með bækur og vín o.fl. Í fréttum um daginn var sagt frá brýnni þörf fyrir sálfræðimeðferð barna vegna skjáfíknar sem er nýtt orð í málinu og er ekki enn skráð í ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Hver er þá niðurstaðan? Sannleikurinn er ekki í símanum, ekki frekar en í bókum, og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í mönnum, sem hafa gott hjartalag eins og Halldór Laxness segir í Alþýðubókinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Hugsum okkur tvö lönd sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu eru bækur uppi um alla veggi á flestum heimilum og borðin svigna undan bókastöflunum en í hinu landinu er hvergi nokkurs staðar bók að sjá, kannski vegna þess að þær eru geymdar í kössum niðri í kjallara. Í hvoru landinu skyldu íbúarnir lesa fleiri bækur? Spurningin svarar sér sjálf. Og hún skiptir máli því bækur bæta lífið. Þess vegna eru bókasöfn kostuð af almannafé. Hægan, hægan, heyrist nú einhver segja. Allt ritmál er í þann veginn að birtast á vefnum. Rafbækur munu senda gamlar skruddur á sama stað og skilvinduna og rokkinn. Aðrir efast. Hugsum okkur nú aftur tvö lönd sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu standa vínflöskur á borðum á flestum heimilum svo borðin svigna en í hinu landinu eru vínföng hvergi höfð uppi við og eru því ekki fyrir augum manna í dagsins önn. Í hvoru landinu skyldi meira vín vera um hönd haft? Spurningin svarar sér sjálf. Og hún skiptir máli því svarið getur hjálpað okkur við að mynda okkur skoðun m.a. á því hvort vín á heima í hillum matvörubúða eins og tíðkast t.d. í Danmörku eða ekki eins og t.d. í Noregi og Svíþjóð.Nálægðin skiptir máli Greiður aðgangur að vínföngum ýtir undir vínneyzlu eins og vandlegar rannsóknir hafa leitt í ljós og blasir raunar við öllum með opin augu og eyru. Nálægðin skiptir máli. Þess vegna hefur ríkið tekið að sér einkasölu á víni á Íslandi og víða annars staðar, t.d. í Noregi og Svíþjóð eins og áður kom fram og einnig t.d. í Kanada en ekki í Bandaríkjunum. Einkasölu ríkisins er ætlað að halda víni og öðru áfengi í hæfilegri fjarlægð frá neytendum til að draga úr drykkjuskap.Ef þú heyrnartólið tekur?… Og þá er ég loksins kominn að efni dagsins. Hugsum okkur nú tvö lönd sem eru alveg eins að öllu öðru leyti en því að í öðru landinu eiga næstum allir farsíma (Ísland í dag) og enginn í hinu landinu (Ísland fyrir 1990). Í hvoru landinu skyldi fólk nú eyða meiri tíma við símann? Spurningin svarar sér sjálf. Og hún kann að skipta máli. Mér er minnisstæð saga vinar míns af brúðkaupsveizlu sem hann sat að Hótel Loftleiðum þar sem prúðbúnir gestirnir yrtu ekki hver á annan alla veizluna og ekki brúðhjónin heldur því allir voru í símanum. Sjálfur man ég eftir fimm tággrönnum unglingsstúlkum sem sátu þröngt á litlum bekk í lystigarði í Hong Kong án þess að líta upp úr símunum sínum eða yrða hver á aðra því hver var í sínum heimi. Kennarar taka sumir eftir nemendum sem eru niðursokknir í síma sína og fylgjast ekki með því sem fram fer í tímum. Barnakennarar banna flestir farsímanotkun í kennslustundum, þykist ég vita.Skjáfíkn Nú vaknar brennandi spurning: Hvers vegna yrtu brúðkaupsgestirnir á Hótel Loftleiðum ekki hver á annan? Eða stelpurnar í Hong Kong? Og hvers vegna hanga sumir nemendur í símanum í kennslustundum frekar en að fylgjast með? Myndir þú, lesandi góður, vilja leggjast á skurðarborðið hjá lækni sem hékk í símanum öllum stundum frekar en að fylgjast með fyrirlestrum í læknadeild Háskólans, kryfja líkin og lesa bækurnar? Hver er skýringin á skjáfíkninni? Býður síminn betur? Kannski. En skýringin gæti einnig verið hin sama og í dæmisögunum að framan um bækurnar og vínið. Kannski er skýringin einfaldlega sú að símarnir eru tiltækir og ná því athygli. Nálægðin ýtir undir notkun þeirra sem getur snúizt upp í ofnotkun eins og einnig getur gerzt með bækur og vín o.fl. Í fréttum um daginn var sagt frá brýnni þörf fyrir sálfræðimeðferð barna vegna skjáfíknar sem er nýtt orð í málinu og er ekki enn skráð í ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Hver er þá niðurstaðan? Sannleikurinn er ekki í símanum, ekki frekar en í bókum, og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í mönnum, sem hafa gott hjartalag eins og Halldór Laxness segir í Alþýðubókinni.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun