Honda Civic Type R rúllar á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2017 14:00 Hondan við það að rúlla á þakið og þannig endaði bílferðin þann daginn. Óheppin eru tíð á Nürburgring brautinni þýsku en þar reyna flestir að ná sem bestum tíma á 20 km langri brautinni og sumir þeirra í viðleitni sinni til að slá met í hinum ýmsu flokkum bíla. Á þessu fékk Honda Civic Type R að kenna þegar ökumaður hans ofgerði bílnum í krappri beygju en hann var ekki á vegum Honda í brautinni, heldur á sínum eigin bíl sem væntanlega er erfitt að tryggja fyrir svona slysum. Hann ber því líklega tjónið alfarið sjálfur. Það er reyndar Honda Civic Type R sem á metið á Nürburgring brautinni á meðal fjöldaframleiddra framhjóladrifsbíla, enda er hann 306 hestafla spyrnukerra með mikla akstursgetu, en eins og hér sést má ofgera bílnum samt. Ökumanninn sakaði ekki í þessari veltu og steig hann fljótlega, nokkuð skelkaður þó, út úr bíl sínum. Sem betur fór voru þeir tveir Porsche bílar sem á eftir komu ekki mjög nálægt Honda bílnum og náði að stoppa í tæka tíð. Það skýrir kannski betur út veltuna að hafa tvo slíka bíla í baksýnisspeglinum og ef til vill hafa hug á því að halda þeim fyrir aftan sig. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent
Óheppin eru tíð á Nürburgring brautinni þýsku en þar reyna flestir að ná sem bestum tíma á 20 km langri brautinni og sumir þeirra í viðleitni sinni til að slá met í hinum ýmsu flokkum bíla. Á þessu fékk Honda Civic Type R að kenna þegar ökumaður hans ofgerði bílnum í krappri beygju en hann var ekki á vegum Honda í brautinni, heldur á sínum eigin bíl sem væntanlega er erfitt að tryggja fyrir svona slysum. Hann ber því líklega tjónið alfarið sjálfur. Það er reyndar Honda Civic Type R sem á metið á Nürburgring brautinni á meðal fjöldaframleiddra framhjóladrifsbíla, enda er hann 306 hestafla spyrnukerra með mikla akstursgetu, en eins og hér sést má ofgera bílnum samt. Ökumanninn sakaði ekki í þessari veltu og steig hann fljótlega, nokkuð skelkaður þó, út úr bíl sínum. Sem betur fór voru þeir tveir Porsche bílar sem á eftir komu ekki mjög nálægt Honda bílnum og náði að stoppa í tæka tíð. Það skýrir kannski betur út veltuna að hafa tvo slíka bíla í baksýnisspeglinum og ef til vill hafa hug á því að halda þeim fyrir aftan sig.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent