Lífið

Falleg íslensk heimili: Einstaklega fallegt einbýlishús við Mývatn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Við Mývatn búa Björg Jónasdóttir og eiginmaður hennar í gullfallegu húsi við vatnið. Bærinn við Kálfaströnd liggur á ægifögru nesi sem skagar út á sunnanvert Mývatn.

Þar við vatnsbakkann stóð gamalt íbúðarhús sem reyndist of illa farið til að hægt væri að endurbyggja það. Veitt var heimild til að reisa nýtt hús á grunni þess sem þó mátti ekki vera stærra eða hærra en gamla húsið.

Arkitektinn Ólafur Axelsson kaus að vinna með einfalt og hefðbundið húsform til að raska ekki viðkvæmu umhverfi og staðarmynd býlisins.

Í dögunum var kíkt í heimsókn til þeirra hjóna í þáttunum Falleg íslensk heimili.

Í Fallegum íslenskum heimilum fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.

Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli. Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig.

Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.