Lífið

Stærra svæði og meira fyrir börnin á Secret Solstice

Guðný Hrönn skrifar
Það verður mikið um að vera fyrir yngri kynslóðina á Secret Solstice þetta árið.
Það verður mikið um að vera fyrir yngri kynslóðina á Secret Solstice þetta árið. Mynd/Brynjar Snær
Secret Solstice-tónlistarhátíðin fer ört stækkandi frá ári til árs og þetta árið bætast við um 5.000 fermetrar af hátíðarsvæði. Eins verður aukin áhersla lögð á að börn á öllum aldri skemmri sér á hátíðinni.

Hingað til hefur verið frítt inn á hátíðina fyrir börn upp að tíu ára aldri í fylgd með fullorðnum og í ár verður engin breyting þar á. En þetta árið verður einnig sérstök barnahátíð haldin undir yfirskriftinni Kátt á Solstice. Um afmarkað svæði er að ræða þar sem ýmislegt verður í boði fyrir yngri kynslóðina, svo sem andlitsmálning, krakkajóga, listasmiðja og tónlistaratriði sérsniðin að börnum.

„Góð aðstaða verður fyrir ungabörn með skiptiaðstöðu, kósý-tjaldi og öðru en formleg dagskrá barnasvæðisins hefst klukkan 14.00 á föstudeginum og stendur til kl. 17.00,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni. Á bæði laugardag og sunnudag mun svæðið svo iða af lífi frá klukkan 13.00 til 17.00.

Með þessu framtaki vilja skipuleggjendur Secret Solstice hvetja foreldra til að taka börnin með sér og njóta tónlistarinnar í faðmi fjölskyldunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×