Margræð og áhrifarík tónlist Jónas Sen skrifar 17. maí 2017 11:30 Hafliði Hallgrímsson átti einkar fallegt verk á tónleikum SÍ í síðustu viku. Visir/Vilhelm Tónlist Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 11. maí Sinfóníuhljómsveit íslands flutti verk eftir Fanny Mendelssohn, Hafliða Hallgrímsson og Jean Sibelius. Stjórnandi: John Storgård, einsöngvari: Helena Juntunen. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið hljómaði fyrst verk eftir Fanny Mendelssohn, Forleikur í C-dúr. Hann var sérlega fallegur. Heillandi heiðríkja, yfirvegun og andakt var í tónmálinu, en líka ákafur innileiki. Hljómsveitin spilaði afar vel undir stjórn Johns Storgård, heildarsvipurinn var vandvirknislegur og þéttur, fágaður og hlýr. Aðalatriðið á efnisskránni var næst, nýtt verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Fimm söngvar fyrir sópran og hljómsveit. Eins og nafnið ber með sér eru ljóðin fimm og eru eftir William Blake, Samuel Taylor Coleridge og Christinu Rosetti. Í þeim er að finna heimspekilegar, en tilfinningaþrungnar vangaveltur um lífið og hvernig er best að lifa því. Líkingamálið er margslungið, þarna blæs vindur á aldinn sjóara, sungið er um veru okkar í djúpinu og hversu langt er til stjarnanna, lítill drengur ákallar föður sinn í örvæntingu, lífi mannsins er líkt við brothætta tilveru flugu og horft er inn í gleymsku fortíðarinnar þar sem eilífðin skaut upp kollinum eitt andartak. Í takt við þennan fjölbreytileika var tónlistin margræð, hljómsveitin fylgdi eftir merkingu hverrar ljóðlínu og undirstrikaði hana á einkar áhrifaríkan máta. Alls konar litir voru í hljómsveitarröddinni, og þar var rafmagnspíanó sérstaklega eftirtektarvert, en það var stundum í orgelstillingu. Maður heyrir orgel sjaldan á sinfóníutónleikum og notkun þess hér var spennandi og skapaði sérkennilega stemningu. Í heild var hljómsveitarröddin fremur ómstríð, en þó ekki óþægilega, hún var fyrst og fremst annarleg og hæfði þannig heimspekilegu inntaki ljóðanna prýðilega. Helena Juntunen söng einsönginn og gerði það af ótrúlegri fimi og glæsileik. Röddin var í senn tær og kröftug, auk þess sem öll túlkunin var gríðarlega lífleg og full af snerpu. Það var dásamlegt að hlusta á hana syngja. Fimm söngvar er án efa eitt besta verk Hafliða. Honum lætur vel að semja tónlist fyrir söngvara og kann þá list betur en flestir að láta hljómsveitin magna upp merkingu ljóðanna. Það gerði hann á eftirminnilegan hátt í Passíunni sinni sem undirritaður hélt ekki vatni yfir á sínum tíma, og það gerir hann líka hér. Að lokum var flutt sjötta sinfónía Sibeliusar. Um hana þarf ekki að hafa mörg orð. Hún er átakalaus og ekki líkt því eins safarík og margar aðrar sinfóníur tónskáldsins. Hljómsveitin lék hana þó ágætlega en það dugði ekki til að lyfta henni upp úr meðalmennskunni. Nei, það var Hafliði sem átti kvöldið og er honum hér með óskað til hamingju með magnaða tónsmíð. Niðurstaða: Framúrskarandi verk eftir Hafliða Hallgrímsson var dulúðugt og himneskt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Tónlistargagnrýni Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 11. maí Sinfóníuhljómsveit íslands flutti verk eftir Fanny Mendelssohn, Hafliða Hallgrímsson og Jean Sibelius. Stjórnandi: John Storgård, einsöngvari: Helena Juntunen. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið hljómaði fyrst verk eftir Fanny Mendelssohn, Forleikur í C-dúr. Hann var sérlega fallegur. Heillandi heiðríkja, yfirvegun og andakt var í tónmálinu, en líka ákafur innileiki. Hljómsveitin spilaði afar vel undir stjórn Johns Storgård, heildarsvipurinn var vandvirknislegur og þéttur, fágaður og hlýr. Aðalatriðið á efnisskránni var næst, nýtt verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Fimm söngvar fyrir sópran og hljómsveit. Eins og nafnið ber með sér eru ljóðin fimm og eru eftir William Blake, Samuel Taylor Coleridge og Christinu Rosetti. Í þeim er að finna heimspekilegar, en tilfinningaþrungnar vangaveltur um lífið og hvernig er best að lifa því. Líkingamálið er margslungið, þarna blæs vindur á aldinn sjóara, sungið er um veru okkar í djúpinu og hversu langt er til stjarnanna, lítill drengur ákallar föður sinn í örvæntingu, lífi mannsins er líkt við brothætta tilveru flugu og horft er inn í gleymsku fortíðarinnar þar sem eilífðin skaut upp kollinum eitt andartak. Í takt við þennan fjölbreytileika var tónlistin margræð, hljómsveitin fylgdi eftir merkingu hverrar ljóðlínu og undirstrikaði hana á einkar áhrifaríkan máta. Alls konar litir voru í hljómsveitarröddinni, og þar var rafmagnspíanó sérstaklega eftirtektarvert, en það var stundum í orgelstillingu. Maður heyrir orgel sjaldan á sinfóníutónleikum og notkun þess hér var spennandi og skapaði sérkennilega stemningu. Í heild var hljómsveitarröddin fremur ómstríð, en þó ekki óþægilega, hún var fyrst og fremst annarleg og hæfði þannig heimspekilegu inntaki ljóðanna prýðilega. Helena Juntunen söng einsönginn og gerði það af ótrúlegri fimi og glæsileik. Röddin var í senn tær og kröftug, auk þess sem öll túlkunin var gríðarlega lífleg og full af snerpu. Það var dásamlegt að hlusta á hana syngja. Fimm söngvar er án efa eitt besta verk Hafliða. Honum lætur vel að semja tónlist fyrir söngvara og kann þá list betur en flestir að láta hljómsveitin magna upp merkingu ljóðanna. Það gerði hann á eftirminnilegan hátt í Passíunni sinni sem undirritaður hélt ekki vatni yfir á sínum tíma, og það gerir hann líka hér. Að lokum var flutt sjötta sinfónía Sibeliusar. Um hana þarf ekki að hafa mörg orð. Hún er átakalaus og ekki líkt því eins safarík og margar aðrar sinfóníur tónskáldsins. Hljómsveitin lék hana þó ágætlega en það dugði ekki til að lyfta henni upp úr meðalmennskunni. Nei, það var Hafliði sem átti kvöldið og er honum hér með óskað til hamingju með magnaða tónsmíð. Niðurstaða: Framúrskarandi verk eftir Hafliða Hallgrímsson var dulúðugt og himneskt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Tónlistargagnrýni Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira