H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. maí 2017 05:00 Verð á stuttbuxum í nokkrum mismunandi gjaldmiðlum. Mynd/Aðsend Í aðdraganda opnunar verslana H&M á Íslandi síðar á árinu er fyrirtækið byrjað að merkja vörur sínar í bæði íslenskum og norskum krónum í Noregi. Sé verðið borið saman má sjá að vörurnar eru dýrari í íslenskum krónum, að minnsta kosti þær vörur sem bornar voru saman í gær. Hvítir skór sem kosta 199 norskar krónur, sem eru um 2.400 íslenskar krónur, munu samkvæmt þessu kosta 3.495 krónur á Íslandi. Barnabolur sem kostar 79,90 norskar krónur, sem eru um 970 íslenskar krónur, mun kosta 1.490 krónur á Íslandi. Stuttbuxur sem merktar eru með nokkrum gjaldmiðlum kosta 17,99 pund og 199 norskar krónur sem er jafnvirði 2.400 íslenskra króna, en munu kosta 3.495 íslenskar krónur. Á Íslandi hafa tollar verið afnumdir á fötum og skóm, en í Noregi er tollur á barnafatnaði en ekki barnaskóm samkvæmt norsku tollsíðunni.H&M opnar verslun í Smáralind í ágúst.vísir/gettyHelgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. sem á Smáralindina, sagðist í samtali við Vísi í fyrra búast við svipuðu verði á vörum H&M hér og erlendis. Hann sagði stefnu fyrirtækisins vera að bjóða sambærilegt verð alls staðar. Í skriflegu svari frá H&M við spurningu um verðmun kemur fram að markmið H&M sé að viðskiptavinir fái alltaf gott verð hjá fyrirtækinu. Allt verð sé fært í gjaldmiðil viðkomandi viðskiptalands en í verðinu er gert ráð fyrir utanaðkomandi aðstæðum svo sem flutningskostnaði og sköttum viðkomandi lands. Ekki er borið saman gengi gjaldmiðla milli landa þar sem gengið sveiflast í tímans rás. Fyrirtækið lofar að vinna að því að bjóða íslenskum viðskiptavinum alltaf besta verðið sem mögulegt er að bjóða þeim. Stefnt er að því að þrjár H&M verslanir verði opnaðar hér á landi á næsta árinu, í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30 Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00 H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Í aðdraganda opnunar verslana H&M á Íslandi síðar á árinu er fyrirtækið byrjað að merkja vörur sínar í bæði íslenskum og norskum krónum í Noregi. Sé verðið borið saman má sjá að vörurnar eru dýrari í íslenskum krónum, að minnsta kosti þær vörur sem bornar voru saman í gær. Hvítir skór sem kosta 199 norskar krónur, sem eru um 2.400 íslenskar krónur, munu samkvæmt þessu kosta 3.495 krónur á Íslandi. Barnabolur sem kostar 79,90 norskar krónur, sem eru um 970 íslenskar krónur, mun kosta 1.490 krónur á Íslandi. Stuttbuxur sem merktar eru með nokkrum gjaldmiðlum kosta 17,99 pund og 199 norskar krónur sem er jafnvirði 2.400 íslenskra króna, en munu kosta 3.495 íslenskar krónur. Á Íslandi hafa tollar verið afnumdir á fötum og skóm, en í Noregi er tollur á barnafatnaði en ekki barnaskóm samkvæmt norsku tollsíðunni.H&M opnar verslun í Smáralind í ágúst.vísir/gettyHelgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. sem á Smáralindina, sagðist í samtali við Vísi í fyrra búast við svipuðu verði á vörum H&M hér og erlendis. Hann sagði stefnu fyrirtækisins vera að bjóða sambærilegt verð alls staðar. Í skriflegu svari frá H&M við spurningu um verðmun kemur fram að markmið H&M sé að viðskiptavinir fái alltaf gott verð hjá fyrirtækinu. Allt verð sé fært í gjaldmiðil viðkomandi viðskiptalands en í verðinu er gert ráð fyrir utanaðkomandi aðstæðum svo sem flutningskostnaði og sköttum viðkomandi lands. Ekki er borið saman gengi gjaldmiðla milli landa þar sem gengið sveiflast í tímans rás. Fyrirtækið lofar að vinna að því að bjóða íslenskum viðskiptavinum alltaf besta verðið sem mögulegt er að bjóða þeim. Stefnt er að því að þrjár H&M verslanir verði opnaðar hér á landi á næsta árinu, í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30 Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00 H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M. 16. maí 2017 12:30
Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Sænski tískurisinn hefur sett sér háleitt markmið fyrir framtíðina. 6. apríl 2017 19:00
H&M opnar í Smáralind í ágúst Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni. 8. maí 2017 09:23