Miðaldra á tónleikum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Ef einhvern nema í mannfræði eða félagsfræði vantar hugmynd að lokaverkefni fyrir næsta ár þá bendi ég þeim aðila á að planta sér í salinn á afmælistónleikum hjá gamalli, íslenskri sveitaballasveit. Það er nefnilega stórmerkilegt. Í þau skipti sem ég hef kíkt á slíka tónleika þá hefur mér undantekningalaust brugðið. Mig grunar að í fyrndinni, þegar sveitaballapoppið réð ríkjum, þá hafi verið of lítið um tónleika. Í staðinn hafi fólk fengið heilan haug af böllum. Gallinn er sá að þegar hljómsveitirnar halda afmælistónleika áratugum síðar þá mætir gamli markhópurinn með það hugarfar að hann sé á leið á ball. Um daginn fagnaði SSSól þremur tugum með tónleikum í Háskólabíói. Gestirnir fóru hins vegar alla leið í gamla honkítonkið og hnykkinn með tilheyrandi rápi og háreysti. Þá er frægt þegar Stuðmenn mættu í Hörpuna en tónleikagestir hituðu upp líkt og giggið væri í Húnaveri. Sagan segir að einn þeirra hafi skilað Tópasinu og berjasaftinni niður í salinn af annarri hæð. Hef ekki glóru hvort þetta er satt en sagan er góð. Fyrir mitt leyti var hápunkturinn þegar ég sá Todmobile á Græna hattinum á Akureyri. Fyrir aftan mig sat maður sem fann sig knúinn til að tilkynna tónleikagestum, á meðan Brúðkaupslagið var leikið, hátt og snjallt hvernig brúðkaupsnóttin hans hafði verið. Samkvæmt sögunni var jafn mikill afgangur af rúmbotninum þá nótt og hafði verið af víninu hans fyrir tónleikana. Það er ekkert ef ég væri Guð í þessari sögu, mér þykir ákaflega áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta var á árum áður. En það væri svo sem ekkert vitlaust ef fólk tæki mið af því hvort það væri á leið á ball eða tónleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Ef einhvern nema í mannfræði eða félagsfræði vantar hugmynd að lokaverkefni fyrir næsta ár þá bendi ég þeim aðila á að planta sér í salinn á afmælistónleikum hjá gamalli, íslenskri sveitaballasveit. Það er nefnilega stórmerkilegt. Í þau skipti sem ég hef kíkt á slíka tónleika þá hefur mér undantekningalaust brugðið. Mig grunar að í fyrndinni, þegar sveitaballapoppið réð ríkjum, þá hafi verið of lítið um tónleika. Í staðinn hafi fólk fengið heilan haug af böllum. Gallinn er sá að þegar hljómsveitirnar halda afmælistónleika áratugum síðar þá mætir gamli markhópurinn með það hugarfar að hann sé á leið á ball. Um daginn fagnaði SSSól þremur tugum með tónleikum í Háskólabíói. Gestirnir fóru hins vegar alla leið í gamla honkítonkið og hnykkinn með tilheyrandi rápi og háreysti. Þá er frægt þegar Stuðmenn mættu í Hörpuna en tónleikagestir hituðu upp líkt og giggið væri í Húnaveri. Sagan segir að einn þeirra hafi skilað Tópasinu og berjasaftinni niður í salinn af annarri hæð. Hef ekki glóru hvort þetta er satt en sagan er góð. Fyrir mitt leyti var hápunkturinn þegar ég sá Todmobile á Græna hattinum á Akureyri. Fyrir aftan mig sat maður sem fann sig knúinn til að tilkynna tónleikagestum, á meðan Brúðkaupslagið var leikið, hátt og snjallt hvernig brúðkaupsnóttin hans hafði verið. Samkvæmt sögunni var jafn mikill afgangur af rúmbotninum þá nótt og hafði verið af víninu hans fyrir tónleikana. Það er ekkert ef ég væri Guð í þessari sögu, mér þykir ákaflega áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta var á árum áður. En það væri svo sem ekkert vitlaust ef fólk tæki mið af því hvort það væri á leið á ball eða tónleika.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun