Sjálfstætt fólk með Baltasar í fararbroddi á skjáinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 19:23 RÚV og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hafa gert með sér samkomulag um þróun og undirbúning 6-8 sjónvarpsþátta og kvikmyndar. Gerðir verða sex til átta sjónvarpsþættir auk kvikmyndar sem byggðir verða á skáldverki Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki. Ríkisútvarpið og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hafa undirritað samning þess efnis. Baltasar Kormákur mun leikstýra verkinu og skrifa handritið, í samstarfi við aðra handritshöfunda. Gert er ráð fyrir að tökur hefjist síðla árs 2018. Þær fara fram á Íslandi og stefnt verður að því að flestir í tökuliði og leikarahópi verði íslenskir, að því er segir í tilkynningu frá Rúv. Þá er sömuleiðis gert ráð fyrir að bæði þáttaröðin og kvikmyndin verði tekin upp á íslensku. „Það hefur lengi blundað í mér að gera kvikmynd eftir þessari frægustu bók okkar Íslendinga. Þessi saga harðræðis, þvermóðsku og brostinna drauma talar til allra, ekki bara okkar hér á landi. Þetta er krefjandi verkefni sem allir munu hafa skoðun á og það gerir það enn meira spennandi. Það er mjög ánægjulegt að RÚV auki enn aðkomu sína að leiknu sjónvarpsefni og stuðli þannig að því að íslensk þáttagerð færist á enn hærra plan,“ segir Baltasar Kormákur í tilkynningunni. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segist einnig afar ánægður með þetta nýja metnaðarfulla verkefni, sérstaklega í ljósi farsæls samstarfs ríkisútvarpsins og Rvk studios. „Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness kom út 1934-35 og er líklega sú saga sem víðast hefur borið hróður Halldórs Laxness. Hún fór sigurför um heiminn um miðbik 20. aldar, var meðal annars bók mánaðarins í stærsta bókaklúbbi Bandaríkjanna árið 1946 og seldist í hálfri milljón eintaka á aðeins tveimur vikum. Þessi mikla velgengni Sjálfstæðs fólks um víða veröld átti eflaust stóran þátt í að Halldór var sæmdur Nóbelsverðlaununum í bókmenntum 1955 en við það tilefni var hann sagður hafa skipað sér á stall með höfuðskáldum heimsbókmenntanna á borð við Miguel de Cervantes, Émile Zola, Leo Tolstoy og Knut Hamsun. Þegar Sjálfstætt fólk var loksins endurútgefin vestra hálfri öld síðar, árið 1997, sagði gagnrýnandi Washington Post í lok lofsamlegs dóms að Sjálfstætt fólk hefði allt sem ein skáldsaga getur haft upp á að bjóða. New York Times taldi hana í hópi hundrað bestu bóka sögunnar,“ segir RÚV í tilkynningu sinni. Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Gerðir verða sex til átta sjónvarpsþættir auk kvikmyndar sem byggðir verða á skáldverki Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki. Ríkisútvarpið og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hafa undirritað samning þess efnis. Baltasar Kormákur mun leikstýra verkinu og skrifa handritið, í samstarfi við aðra handritshöfunda. Gert er ráð fyrir að tökur hefjist síðla árs 2018. Þær fara fram á Íslandi og stefnt verður að því að flestir í tökuliði og leikarahópi verði íslenskir, að því er segir í tilkynningu frá Rúv. Þá er sömuleiðis gert ráð fyrir að bæði þáttaröðin og kvikmyndin verði tekin upp á íslensku. „Það hefur lengi blundað í mér að gera kvikmynd eftir þessari frægustu bók okkar Íslendinga. Þessi saga harðræðis, þvermóðsku og brostinna drauma talar til allra, ekki bara okkar hér á landi. Þetta er krefjandi verkefni sem allir munu hafa skoðun á og það gerir það enn meira spennandi. Það er mjög ánægjulegt að RÚV auki enn aðkomu sína að leiknu sjónvarpsefni og stuðli þannig að því að íslensk þáttagerð færist á enn hærra plan,“ segir Baltasar Kormákur í tilkynningunni. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segist einnig afar ánægður með þetta nýja metnaðarfulla verkefni, sérstaklega í ljósi farsæls samstarfs ríkisútvarpsins og Rvk studios. „Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness kom út 1934-35 og er líklega sú saga sem víðast hefur borið hróður Halldórs Laxness. Hún fór sigurför um heiminn um miðbik 20. aldar, var meðal annars bók mánaðarins í stærsta bókaklúbbi Bandaríkjanna árið 1946 og seldist í hálfri milljón eintaka á aðeins tveimur vikum. Þessi mikla velgengni Sjálfstæðs fólks um víða veröld átti eflaust stóran þátt í að Halldór var sæmdur Nóbelsverðlaununum í bókmenntum 1955 en við það tilefni var hann sagður hafa skipað sér á stall með höfuðskáldum heimsbókmenntanna á borð við Miguel de Cervantes, Émile Zola, Leo Tolstoy og Knut Hamsun. Þegar Sjálfstætt fólk var loksins endurútgefin vestra hálfri öld síðar, árið 1997, sagði gagnrýnandi Washington Post í lok lofsamlegs dóms að Sjálfstætt fólk hefði allt sem ein skáldsaga getur haft upp á að bjóða. New York Times taldi hana í hópi hundrað bestu bóka sögunnar,“ segir RÚV í tilkynningu sinni.
Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira