Yfirgnæfandi líkur á fjölgun liða: Stjarnan og Víkingur næstu lið inn Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2017 06:00 Ágúst Jóhannsson féll sem þjálfari Víkings en vann svo Víking í umspilinu sem þjálfari KR en sér svo mögulega á eftir Víkingi í efstu deild. vísir/stefán Handboltalið Víkings gæti átt von á góðum fréttum í dag þegar skráningarfrestur vegna þátttöku á Íslandsmótinu rennur út og deildaskipting verður í kjölfarið gefin út. Víkingar eiga nefnilega von á sæti í úrvalsdeildinni fari svo að fjölgað verði í deildinni upp í tólf lið eins og allt stefnir í miðað við fjölda liða sem hafa skráð sig til leiks. Þetta segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í samtali við Fréttablaðið. „Við gefum ekkert út um fjölda liða í deildunum fyrr en skráningarfresti lýkur en við reiknum með fjölgun liða í efstu deild. Það eru yfirgnæfandi líkur á því. Það stefnir í að það verði í heildina fleiri lið sem keppa á næsta tímabili heldur en á því síðasta þrátt fyrir að KR hafi ákveðið að draga sitt lið úr keppni,“ segir Róbert Geir.Eiga ekki sætið Miklar deilur hafa verið innan KR um helgina eftir að ákveðið var að senda meistaraflokk félagsins ekki til leiks næsta vetur. KR-ingar komu öllum á óvart og unnu Víkinga í undanúrslitum umspils 1. deildar og voru þannig með sæti víst í efstu deild á næstu leiktíð ef svo færi að fjölgað yrði í deildinni sem allt stefnir í. Aðalstjórn KR, ásamt stjórn handknattleiksdeildar, komst að þeirri niðurstöðu að senda liðið ekki til þátttöku sem gerði marga KR-inga mjög reiða. KR hefði með fjölgun spilað á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð en umræðan segir Róbert að hafi verið á villigötum því Vesturbæingar séu ekki að gefa eftir úrvalsdeildarsæti. Ekki sé hægt að gefa frá sér eitthvað sem lið á ekki. „Umræðan hefur verið á rangri braut. KR er 1. deildar lið enn þá alveg eins og það var í vetur. Stjarnan er líka 1. deildar lið því það hafnaði í níunda sæti efstu deildar og féll. Stjarnan heldur bara sæti sínu ef það er fjölgað. KR hefði farið upp ef fjölgað væri en það getur ekki gefið eftir sæti sem það á ekki,“ segir Róbert Geir.Reglurnar skýrar Þar sem allt stefnir í að fjölgað verði í tólf liða efstu deild þarf að bæta við einu liði. Akureyri Handboltafélag lenti í neðsta sæti og féll og á ekki rétt á sæti í efstu deild hvort sem liðið heldur því nafni eða skiptir sér upp í KA og Þór á ný. Þórsarar eru reyndar búnir að hafna slitum KA og á eftir að koma í ljós hvað verður fyrir norðan. Ekkert af þessum þremur félögum, ef þannig má að orði komast, verður í efstu deild á næsta ári heldur eru það Víkingar sem bíða spenntir. „KR ákvað að skrá sig ekki til leiks en það var fyrsta liðið til að taka laust sæti í efstu deild sem það lið sem tapaði í úrslitum umspils 1. deildar á móti ÍR,“ segir Róbert er hann útskýrir reglurnar. Hann segir þær mjög skýrar. „Á eftir liðinu sem tapar í umspilinu kemur liðið sem hafnaði í níunda sæti efstu deildar sem er Stjarnan og þannig heldur hún sæti sínu en þá á enn þá eftir að bæta við liði þar sem allt stefnir í fjölgun og KR skráir sig ekki til leiks. Þriðja liðið er það lið sem hafnaði efst í deildarkeppninni í 1. deild af þeim liðum sem eru ekki komin upp nú þegar og ætla að skrá sig til leiks. Það eru Víkingar,“ segir Róbert Geir.Gætu orðið þrjár deildir Ekki nóg með að loksins sé aftur verið að fjölga í tólf liða efstu deild sem margir hafa beðið spenntir eftir þá er áhuginn svo mikill í handboltanum að þrjár deildir eru mjög raunhæfur möguleiki. „Við gefum út deildaskiptinguna á morgun eftir að við setjumst yfir þetta með mótanefnd. Það voru 24 lið sem kepptu á síðasta tímabili í karlaboltanum en nú gætu þau orðið 27. Það eru fleiri U-lið að skrá sig og svo gæti Hvíti Riddarinn komið inn í þetta,“ segir Róbert og heldur áfram: „Fari svo að 27 lið skrái sig til leiks verðum við með tólf liða efstu deild, átta liða 1. deild og restin, sjö plús lið, spila í 2. deild. Mesta flækjustigið verður ef það verður spilað í þremur deildum. Þá gæti frestun á útgáfu deildafyrirkomulagsins eitthvað frestast annars verður þetta allt klárt á morgun,“ segir Róbert Geir Gíslason. tomas@365.is Olís-deild karla Tengdar fréttir KR leggur handboltaliðið niður KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor. 13. maí 2017 13:44 Fyrirliði KR: Allir sem einn, nema handboltinn Eins og frá var greint fyrr í dag hefur meistaraflokkur karla í handbolta hjá KR verið lagður niður. 13. maí 2017 15:11 Aðalstjórn Þórs hafnar slitum á samstarfssamningnum Aðalstjórn Þórs Ak. hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta síðustu daga um slit á samstarfi Þórs og KA í handbolta karla. 13. maí 2017 14:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Handboltalið Víkings gæti átt von á góðum fréttum í dag þegar skráningarfrestur vegna þátttöku á Íslandsmótinu rennur út og deildaskipting verður í kjölfarið gefin út. Víkingar eiga nefnilega von á sæti í úrvalsdeildinni fari svo að fjölgað verði í deildinni upp í tólf lið eins og allt stefnir í miðað við fjölda liða sem hafa skráð sig til leiks. Þetta segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í samtali við Fréttablaðið. „Við gefum ekkert út um fjölda liða í deildunum fyrr en skráningarfresti lýkur en við reiknum með fjölgun liða í efstu deild. Það eru yfirgnæfandi líkur á því. Það stefnir í að það verði í heildina fleiri lið sem keppa á næsta tímabili heldur en á því síðasta þrátt fyrir að KR hafi ákveðið að draga sitt lið úr keppni,“ segir Róbert Geir.Eiga ekki sætið Miklar deilur hafa verið innan KR um helgina eftir að ákveðið var að senda meistaraflokk félagsins ekki til leiks næsta vetur. KR-ingar komu öllum á óvart og unnu Víkinga í undanúrslitum umspils 1. deildar og voru þannig með sæti víst í efstu deild á næstu leiktíð ef svo færi að fjölgað yrði í deildinni sem allt stefnir í. Aðalstjórn KR, ásamt stjórn handknattleiksdeildar, komst að þeirri niðurstöðu að senda liðið ekki til þátttöku sem gerði marga KR-inga mjög reiða. KR hefði með fjölgun spilað á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð en umræðan segir Róbert að hafi verið á villigötum því Vesturbæingar séu ekki að gefa eftir úrvalsdeildarsæti. Ekki sé hægt að gefa frá sér eitthvað sem lið á ekki. „Umræðan hefur verið á rangri braut. KR er 1. deildar lið enn þá alveg eins og það var í vetur. Stjarnan er líka 1. deildar lið því það hafnaði í níunda sæti efstu deildar og féll. Stjarnan heldur bara sæti sínu ef það er fjölgað. KR hefði farið upp ef fjölgað væri en það getur ekki gefið eftir sæti sem það á ekki,“ segir Róbert Geir.Reglurnar skýrar Þar sem allt stefnir í að fjölgað verði í tólf liða efstu deild þarf að bæta við einu liði. Akureyri Handboltafélag lenti í neðsta sæti og féll og á ekki rétt á sæti í efstu deild hvort sem liðið heldur því nafni eða skiptir sér upp í KA og Þór á ný. Þórsarar eru reyndar búnir að hafna slitum KA og á eftir að koma í ljós hvað verður fyrir norðan. Ekkert af þessum þremur félögum, ef þannig má að orði komast, verður í efstu deild á næsta ári heldur eru það Víkingar sem bíða spenntir. „KR ákvað að skrá sig ekki til leiks en það var fyrsta liðið til að taka laust sæti í efstu deild sem það lið sem tapaði í úrslitum umspils 1. deildar á móti ÍR,“ segir Róbert er hann útskýrir reglurnar. Hann segir þær mjög skýrar. „Á eftir liðinu sem tapar í umspilinu kemur liðið sem hafnaði í níunda sæti efstu deildar sem er Stjarnan og þannig heldur hún sæti sínu en þá á enn þá eftir að bæta við liði þar sem allt stefnir í fjölgun og KR skráir sig ekki til leiks. Þriðja liðið er það lið sem hafnaði efst í deildarkeppninni í 1. deild af þeim liðum sem eru ekki komin upp nú þegar og ætla að skrá sig til leiks. Það eru Víkingar,“ segir Róbert Geir.Gætu orðið þrjár deildir Ekki nóg með að loksins sé aftur verið að fjölga í tólf liða efstu deild sem margir hafa beðið spenntir eftir þá er áhuginn svo mikill í handboltanum að þrjár deildir eru mjög raunhæfur möguleiki. „Við gefum út deildaskiptinguna á morgun eftir að við setjumst yfir þetta með mótanefnd. Það voru 24 lið sem kepptu á síðasta tímabili í karlaboltanum en nú gætu þau orðið 27. Það eru fleiri U-lið að skrá sig og svo gæti Hvíti Riddarinn komið inn í þetta,“ segir Róbert og heldur áfram: „Fari svo að 27 lið skrái sig til leiks verðum við með tólf liða efstu deild, átta liða 1. deild og restin, sjö plús lið, spila í 2. deild. Mesta flækjustigið verður ef það verður spilað í þremur deildum. Þá gæti frestun á útgáfu deildafyrirkomulagsins eitthvað frestast annars verður þetta allt klárt á morgun,“ segir Róbert Geir Gíslason. tomas@365.is
Olís-deild karla Tengdar fréttir KR leggur handboltaliðið niður KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor. 13. maí 2017 13:44 Fyrirliði KR: Allir sem einn, nema handboltinn Eins og frá var greint fyrr í dag hefur meistaraflokkur karla í handbolta hjá KR verið lagður niður. 13. maí 2017 15:11 Aðalstjórn Þórs hafnar slitum á samstarfssamningnum Aðalstjórn Þórs Ak. hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta síðustu daga um slit á samstarfi Þórs og KA í handbolta karla. 13. maí 2017 14:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
KR leggur handboltaliðið niður KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor. 13. maí 2017 13:44
Fyrirliði KR: Allir sem einn, nema handboltinn Eins og frá var greint fyrr í dag hefur meistaraflokkur karla í handbolta hjá KR verið lagður niður. 13. maí 2017 15:11
Aðalstjórn Þórs hafnar slitum á samstarfssamningnum Aðalstjórn Þórs Ak. hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta síðustu daga um slit á samstarfi Þórs og KA í handbolta karla. 13. maí 2017 14:15