Sænski sjarmörinn finnur ekki fyrir pressunni Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 12. maí 2017 09:15 Svíinn Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. NORDICPHOTOS/GETTY Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. Hann segist vera að njóta ferðalagsins og finnur meira fyrir gleði en pressu. „Ég er spenntur fyrir morgundeginum. Atriðið er gott og mér fannst ekkert mál að byrja í forkeppninni. Atriðið er þannig að það hentaði vel til að byrja,“ segir hjartaknúsarinn Robin Bengtsson frá Svíþjóð. Eins og venjulega er Svíum spáð góðu gengi og þótt flestir spái Ítölum sigri er meðbyrinn með laginu hans, I Can’t Go On, að aukast. Allavega hér í Kænugarði. Portúgalar eru einnig taldir líklegir til afreka. Svíar eru þyrstir í fréttir af Eurovision og flestir fjölmiðlar þaðan eru hér og hafa ekkert nema gott um sjarmatröllið að segja. „Svíar eru mjög ánægðir með hann. Ég hef talað við hann nokkrum sinnum og hann er nokkuð bjartsýnn. Hann talaði reyndar um ítalska lagið og það spá því flestir sigri þannig að ég held að ítalska lagið taki þetta,“ segir Ellinor Svensson, blaðakona frá Expressen í Svíþjóð. Sjálfur segist Robin vera pollrólegur yfir öllu fjölmiðlafárinu, bæði frá alþjóðlegum blaðamönnum og þeim sænsku.„Væntingarnar heima eru nokkuð miklar. Það eru margir sem horfa og vonast eftir góðum úrslitum. Ég finn að Svíþjóð fylgist vel með en ég finn ekki mikið fyrir pressunni. Ég er hér til að skemmta mér og vonandi öðrum og gera mitt besta í þessar þrjár mínútur sem ég hef á sviðinu.“Ellinor Svensson er blaðakona hjá Expressen í Svíþjóð.Robin varð þriðji í sænska Idol-inu fyrir níu árum. Síðan hefur ferill hans verið að hefja sig hægt og rólega á flug. Hann tók fyrst þátt í sænsku undankeppninni, Melodifestival, í fyrra með lagið Constellation Prize og varð fimmti. „Ég lít á þetta frekar sem mikinn heiður en eitthvað annað að vera hér. Þetta er ákveðinn draumur hjá mér að rætast og ég mun gera mitt allra besta. Ef Svíar sjá það þá vona ég að þeir verði stoltir af mér,“ segir hann en Melodifestival er trúlega ein flottasta undankeppni Evrópu. Þar leggja Svíar allt í sölurnar og forkeppni þeirra hófst í febrúar og lauk um mánuði síðar. Fjórar forkeppnir eru haldnar og svo keppa lög sem fá annan séns. Um 13 milljón atkvæði voru send inn sem er met. Lag Robins varð þriðja í símaatkvæðagreiðslunni en dómararnir sendu lagið áfram með miklum meirihluta atkvæða. Fékk hann 96 stig en lagið Hold On 20 stigum minna. Robin segir að öll Norðurlöndin hafi sent góð lög í keppnina í ár og er ánægður með Svölu og hennar lag þrátt fyrir að okkar kona hafi verið skilin eftir. „Allar Norðurlandaþjóðirnar sendu góð lög inn í ár að mínu mati. Þau eru nútímaleg lög, öll á sinn hátt. Lagið hennar Svölu, Paper, er líkt og mörg lög frá Íslandi með mikinn kraft og skemmtilegt og það var leiðinlegt að það skyldi ekki komast áfram.“ Eurovision Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. Hann segist vera að njóta ferðalagsins og finnur meira fyrir gleði en pressu. „Ég er spenntur fyrir morgundeginum. Atriðið er gott og mér fannst ekkert mál að byrja í forkeppninni. Atriðið er þannig að það hentaði vel til að byrja,“ segir hjartaknúsarinn Robin Bengtsson frá Svíþjóð. Eins og venjulega er Svíum spáð góðu gengi og þótt flestir spái Ítölum sigri er meðbyrinn með laginu hans, I Can’t Go On, að aukast. Allavega hér í Kænugarði. Portúgalar eru einnig taldir líklegir til afreka. Svíar eru þyrstir í fréttir af Eurovision og flestir fjölmiðlar þaðan eru hér og hafa ekkert nema gott um sjarmatröllið að segja. „Svíar eru mjög ánægðir með hann. Ég hef talað við hann nokkrum sinnum og hann er nokkuð bjartsýnn. Hann talaði reyndar um ítalska lagið og það spá því flestir sigri þannig að ég held að ítalska lagið taki þetta,“ segir Ellinor Svensson, blaðakona frá Expressen í Svíþjóð. Sjálfur segist Robin vera pollrólegur yfir öllu fjölmiðlafárinu, bæði frá alþjóðlegum blaðamönnum og þeim sænsku.„Væntingarnar heima eru nokkuð miklar. Það eru margir sem horfa og vonast eftir góðum úrslitum. Ég finn að Svíþjóð fylgist vel með en ég finn ekki mikið fyrir pressunni. Ég er hér til að skemmta mér og vonandi öðrum og gera mitt besta í þessar þrjár mínútur sem ég hef á sviðinu.“Ellinor Svensson er blaðakona hjá Expressen í Svíþjóð.Robin varð þriðji í sænska Idol-inu fyrir níu árum. Síðan hefur ferill hans verið að hefja sig hægt og rólega á flug. Hann tók fyrst þátt í sænsku undankeppninni, Melodifestival, í fyrra með lagið Constellation Prize og varð fimmti. „Ég lít á þetta frekar sem mikinn heiður en eitthvað annað að vera hér. Þetta er ákveðinn draumur hjá mér að rætast og ég mun gera mitt allra besta. Ef Svíar sjá það þá vona ég að þeir verði stoltir af mér,“ segir hann en Melodifestival er trúlega ein flottasta undankeppni Evrópu. Þar leggja Svíar allt í sölurnar og forkeppni þeirra hófst í febrúar og lauk um mánuði síðar. Fjórar forkeppnir eru haldnar og svo keppa lög sem fá annan séns. Um 13 milljón atkvæði voru send inn sem er met. Lag Robins varð þriðja í símaatkvæðagreiðslunni en dómararnir sendu lagið áfram með miklum meirihluta atkvæða. Fékk hann 96 stig en lagið Hold On 20 stigum minna. Robin segir að öll Norðurlöndin hafi sent góð lög í keppnina í ár og er ánægður með Svölu og hennar lag þrátt fyrir að okkar kona hafi verið skilin eftir. „Allar Norðurlandaþjóðirnar sendu góð lög inn í ár að mínu mati. Þau eru nútímaleg lög, öll á sinn hátt. Lagið hennar Svölu, Paper, er líkt og mörg lög frá Íslandi með mikinn kraft og skemmtilegt og það var leiðinlegt að það skyldi ekki komast áfram.“
Eurovision Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira