Fæðingarstofa í Reykjavík Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. maí 2017 09:15 Hér eru ljósmæður Bjarkarinnar samankomnar í heita pottinum á nýju fæðingarstofunni – vatnslausum! Elva Rut Helgadóttir, Arney Þórarinsdóttir, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Greta Matthíasdóttir, Emma Marie Swift og Hrafnhildur. Vísir/GVA Við vildum fjölga valkostum fyrir fæðandi konur. Ekki síst vegna aukinnar eftirspurnar kvenna úti á landi eftir heimafæðingum í Reykjavík. Þær sóttust eftir þeirri samfelldu þjónustu sem við veitum. Svo kom líka í ljós að það var heilmikil þörf fyrir svona aðstöðu fyrir konur á höfuðborgarsvæðinu.“ Þetta segir Hrafnhildur Halldórsdóttir ljósmóðir um fæðingarstofu Bjarkarinnar sem opnuð var fyrir fáum dögum í Síðumúla 10 og hún og Arney Þórarinsdóttir reka. Fyrsta barnið sem fæddist í fæðingarstofunni kom í heiminn aðfaranótt laugardagsins 6. maí. Það var frumburður foreldra sinna. Þær hika sem sagt ekkert við að taka á móti þeim. „Nei, ef meðgangan er eðlileg og konan er hraust þá er ekkert því til fyrirstöðu. Við byggjum starf okkar á rannsóknum og vitum að útkoman er alveg jafn góð í heimafæðingum og á fæðingarheimilum eins og á spítölum. Jafn góð fyrir börnin og aðeins betri fyrir konurnar.“ Hrafnhildur og Arney hófu samstarf árið 2009, nýkomnar úr ljósmæðranámi. Þá stofnuðu þær Björkina ljósmæður og byrjuðu með fæðingarundirbúningsnámskeið, síðan bættust heimafæðingar við árið 2010 og eftirfylgni í sængurlegu heima. Fæðingarstofan er framhald af því. „Sums staðar er þröngt á heimilum, pör búa kannski heima hjá foreldrum annars þeirra eða nokkur pör saman og ekki er aðstaða til að fæða þar,“ lýsir Hrafnhildur og segir miðað við að tvær ljósmæður sinni hverri fjölskyldu frá 34. viku meðgöngu. Varla geta þó konur utan af landi dvalið hjá þeim vikum saman? „Nei, þær eru hjá ættingjum og vinum meðan þær dvelja hér syðra en hentar kannski ekki að fæða þar. Auðvitað væri æðislegt ef við værum með stað þar sem þær gætu dvalið. Hann kemur kannski seinna.“ Björkin er með samning við Sjúkratryggingar Íslands, að sögn Hrafnhildar. „Við sinnum bara hraustum konum sem eru í eðlilegri meðgöngu og okkur hefur gengið mjög vel. Stundum þurfum við að leita á Landspítalann og erum í góðu samstarfi við hann.“ Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
Við vildum fjölga valkostum fyrir fæðandi konur. Ekki síst vegna aukinnar eftirspurnar kvenna úti á landi eftir heimafæðingum í Reykjavík. Þær sóttust eftir þeirri samfelldu þjónustu sem við veitum. Svo kom líka í ljós að það var heilmikil þörf fyrir svona aðstöðu fyrir konur á höfuðborgarsvæðinu.“ Þetta segir Hrafnhildur Halldórsdóttir ljósmóðir um fæðingarstofu Bjarkarinnar sem opnuð var fyrir fáum dögum í Síðumúla 10 og hún og Arney Þórarinsdóttir reka. Fyrsta barnið sem fæddist í fæðingarstofunni kom í heiminn aðfaranótt laugardagsins 6. maí. Það var frumburður foreldra sinna. Þær hika sem sagt ekkert við að taka á móti þeim. „Nei, ef meðgangan er eðlileg og konan er hraust þá er ekkert því til fyrirstöðu. Við byggjum starf okkar á rannsóknum og vitum að útkoman er alveg jafn góð í heimafæðingum og á fæðingarheimilum eins og á spítölum. Jafn góð fyrir börnin og aðeins betri fyrir konurnar.“ Hrafnhildur og Arney hófu samstarf árið 2009, nýkomnar úr ljósmæðranámi. Þá stofnuðu þær Björkina ljósmæður og byrjuðu með fæðingarundirbúningsnámskeið, síðan bættust heimafæðingar við árið 2010 og eftirfylgni í sængurlegu heima. Fæðingarstofan er framhald af því. „Sums staðar er þröngt á heimilum, pör búa kannski heima hjá foreldrum annars þeirra eða nokkur pör saman og ekki er aðstaða til að fæða þar,“ lýsir Hrafnhildur og segir miðað við að tvær ljósmæður sinni hverri fjölskyldu frá 34. viku meðgöngu. Varla geta þó konur utan af landi dvalið hjá þeim vikum saman? „Nei, þær eru hjá ættingjum og vinum meðan þær dvelja hér syðra en hentar kannski ekki að fæða þar. Auðvitað væri æðislegt ef við værum með stað þar sem þær gætu dvalið. Hann kemur kannski seinna.“ Björkin er með samning við Sjúkratryggingar Íslands, að sögn Hrafnhildar. „Við sinnum bara hraustum konum sem eru í eðlilegri meðgöngu og okkur hefur gengið mjög vel. Stundum þurfum við að leita á Landspítalann og erum í góðu samstarfi við hann.“
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira